166. fundur
19. mars 2014 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Kristinn Björgvinssonformaður
Oddur Ragnar Þórðarsonvaraformaður
Bergur Álfþórssonaðalmaður
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.277. mál til umsagnar frá Allsherjar og menntamálanefnd
1402035
Þingsályktunartillaga um kaup ríkisins á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum
Lagður fram tölvupóstur frá Nefndarsviði Alþingis dags. 24.02.2014 þar sem sveitarfélaginu gefst kostur á að veita umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar kaup á landi.
Lögð fram fundargerð 446. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
3.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2014
1401074
Fundargerð 363. fundar Hafnarsambandsins og ársreikningur 2013
Lögð fram fundargerð 363. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands ásamt ársreikningi ársins 2013.
4.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014
1402012
Fundargerð 813. fundar
Lögð fram fundargerð 813. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
5.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2014
1401073
Fundargerð 26.02.2014
Lögð fram fundargerð stjórnar DS dags. 26.02.2014. Bæjarráð tekur undir bókun formanns stjórnar DS sem samþykkt var af meirihluta stjórnar og harmar framgöngu Sveitarfélagsins Garðs í málefnum Garðvangs.
6.Menningarráð Suðurnesja
1402036
Fundargerð 35. fundar
Lögð fram fundargerð 35. fundar stjórnar Menningarráðs Suðurnesja
7.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2014
1401029
Fundargerð 671. fundar
Lögð fram fundargerð 671. fundar stjórnar SSS
8.Fundargerðir Náttúrustofu Suðvesturlands, 2013
1309041
81. fundur Náttúrustofu Suðvesturlands frá 19. des.2013
Lögð fram fundargerð 81. fundar Náttúrustofu Suðvesturlands frá 19.12.2013
9.Fundargerðir Heklunnar 2014
1402029
32. og 33. fundur stjórnar Heklunnar
Lagðar fram fundargerðir 32. og 33. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
10.217. mál til umsagnar frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis
1402031
Frumvarp til laga um skipulagsmál á Reykjavíkurflugvelli
Lagður fram tölvupóstu frá Nefndarsviði Alþingis dags. 19.02.2014 þar sem sveitarfélaginu gefst kostur á að veita umsögn um frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli.
11.Auglýsing um umsókn vegna Landsmóts UMFÍ
1402038
UMFÍ auglýsir eftir umsóknum áhugasamra aðildarfélaga að halda 6. landsmót UMFÍ 50+ árið 2016
Lagt fram bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 28.02.2014. UMFÍ vekur athygli á því að það þarf samþykki þess sveitarfélags þar sem mótið skal haldið, en það er sambandsaðila UMFÍ að sækja um að halda mótið.
12.276. mál til umsagnar frá Allsherjar og menntamálanefnd
1402034
Þingsályktunartillaga um kaup á landi
Lagður fram tölvupóstur frá Nefndarsviði Alþingis dags. 24.02.2014, þar sem sveitarfélaginu gefst kostur á að veita umsögn um tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum.
13.Umhverfismál Sveitarfélagsins Voga
1307007
Átak í umhverfismálum sveitarfélagsins.
Rætt um væntanlegt umhverfisátak sveitarfélagsins og framkvæmd þess.
14.Vatnsveita í Brunnastaðahverfi
1403012
Könnun á tengingu nokkurra húsa við vatnsveitu sveitarfélagsins í Brunnastaðahverfi
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málið dags. 17.03.2014. Bæjarstjóra falin frekari skoðun málsins sbr. það sem fram kemur í minnisblaðinu. Skoðaðir verði hvaða möguleikar eru á að tengja hús í Brunnastaðahverfi við vatnsveitu sveitarfélagsins á svæðinu.
15.Endurgerð Gatna í Vogum.
1403010
Skrá yfir tilboð sem bárust vegna endurnýjunar Kirkjugerðis.
Lagt fram bréf SÁ Tækniþjónustu, dags. 13.03.2014. Í bréfinu er tilgreind niðurstaða opnunar tilboða vegna endurnýjunar hluta Kirkjugerðis á komandi sumri. Alls bárust 8 tilboð í verkið. Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Ellert Skúlason ehf., á grundvelli tilboðs hans. Tilboðsfjárhæðin er 15,3 m.kr., sem er 82,3% af kostnaðaráætlun verksins. Samþykkt samhljóða.
16.Eyðibýli á Íslandi- Rannsóknir á Suðurnesjum sumarið 2014
1403006
Sótt er um fjárstyrk að fjárhæð kr. 50.000 vegna verkefnisins.
Lagt fram bréf samtakanna "Eyðibýli á Íslandi" dags. 10.03.2014. Í bréfinu er óskað eftir fjárstuðningi vegna verkefnis er snýr að skráningu eyðibýla á Íslandi. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
17.Styrkbeiðni fyrir umferðaforvarna fyrirlestur í Stóru-Vogaskóla vorönn 2014
1403004
Bréfritari sækir um 45 þús.kr. fjárframlag til umferðarfræðsluátaks fyrir nemendur 10. bekkjar.
Lagður fram tölvupóstur ásamt kynningarefni frá Berent Karls Hafsteinssonar vegna forvarnarverkefnis og umferðafræðslu fyrir nemendur 10. bekkjar grunnskólans. Afgreiðslu málsins frestað.
18.Endurnýjung á samningi um þjónustu við fatlað fólk
1403003
Samstarfssamningurinn rennur út í árslok 2014. Stjórn SSS leggur til að fenginn verði hlutlaus aðili til að vinna faglega úttekt á málinu.
Lagt fram bréf Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 28.02.2014. Í bréfinu er vakin athygli á bókun stjórnar SSS þess efnis að í ljósi þess að samstarfssamningur um þjónustu við fatlað fólk rennur út í árslok 2014 verði hlutlaus aðili fenginn til að vinna faglega úttekt á málinu. Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
19.Umsókn um styrk til einstakra barna
1402037
Óskað er eftir fjárstyrk til verkefnisins
Lagður fram tölvupóstur samtakanna "Einstök börn" dags. 26.02.2014, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til starfsemi félagsins. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
20.Beiðni um styrk frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda.
1401042
Óskað er eftir fjárhagsstyrk til verkefnisins.
Lagt fram bréf Nýsköðunarkeppni grunnskólanemenda, dagsett 20. janúar 2014. Óskað er eftir fjárstyrk frá sveitarfélaginu til að halda keppnina. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.