Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
31. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 23. október 2007 kl. 18:00 að Iðndal 2.
Mættir eru Hörður Harðarson form., Birgir Örn Ólafson og Inga Sigrún Atladóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.
Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá tvö mál sem ekki voru á dagskrá samkvæmt fundarboði. Samþykkt samhljóða að taka málin á dagskrá undir lið 14. og 15.
1. Fundargerð 8. fundar Umhverfisnefndar dags. 3. október 2007.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
2. Fundargerðir 573. og 574. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
3. Fundargerð 203. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, dags. 13. september 2007.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
4. Fundargerð 55. fundar þjónustuhóps aldraðra.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
5. Fundargerð 369. fundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Bæjarráð fagnar því að opnaður verði nytjamarkaður Kölku þann 19. október næstkomandi.
6. Fundargerðir 276. og 277. fundar stjórnar Skíðasvæða Höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. Erindi frá Golfklúbb Vatnsleysustrandar og Mark-hús ehf varðandi uppbyggingu Golfgarða.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og bygginganefndar til umsagnar.
8. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007 og gerð fjárhagsáætlunar 2008.
Bæjarstjóri kynnir vinnulag við fjárhagsáætlanagerð á næstu misserum.
9. Tilboð fjármálafyrirtækja í ávöxtun eigin fjár Sveitarfélagsins Voga. Framhald frá 29. fundi.
Bæjarstjóri leggur fram gögn sem minnihlutinn óskaði eftir á 25. fundi bæjarstjórnar.
10. Erindi frá Tourist Info. Ósk um auglýsinga- og kynningarsamning.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
11. Bréf frá Sögufélaginu. Ósk um styrk til útgáfu sýslu- og sóknarlýsingar.
Bæjarráð vísar erindinu til Menningarráðs Reykjaness.
12. Ósk leikskólastjóra um álagsgreiðslur vegna manneklu í leikskólanum Suðurvöllum.
Bæjarráð hafnar tillögunni, þar sem hún stenst ekki ákvæði kjarasamninga viðkomandi starfsmanna. Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið nánar í samráði við leikskólastjóra og leikskólafulltrúa.
13. Umsögn um umsókn Mótel Best um leyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að Mótel Best verði veitt rekstrarleyfi.
14. Uppbygging miðbæjarkjarna í Vogum
Meirihluti bæjarráðs leggur fram tillögu um að halda ekki áfram viðræðum við Trésmiðju Snorra Hjaltasonar um uppbyggingu miðbæjarkjarna í alverktöku.
Samþykkt með tveimur atkvæðum, einn á móti.
15. Beiðni um um styrk vegna íslenskukennslu fyrir erlenda nemendur.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.30.