Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

30. fundur 25. september 2007 kl. 18:00 - 19:15 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

30. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 25. september 2007

kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson form., Inga Rut Hlöðversdóttir og Sigurður Kristinsson. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Fundargerð 19. fundar fræðslunefndar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð fagnar því að fyrirtæki í sveitarfélaginu styðji við skólastarfið, og þakkar

Snertu ehf. kærlega fyrir höfðinglega gjöf.

 

Bæjarráð hvetur fræðslunefnd til að skrá ítarlegar afgreiðslur sínar í fundargerð.

 

  1. Fundargerð 32. fundar barnaverndarnefndar Sandgerðis, Garðs og Voga.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 4. fundar félagsmálanefndar Sandgerðis, Garðs og Voga.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 286. fundar skólanefndar FS dags. 4. september 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Erindi frá Landsnet. Uppbygging raforkuflutningskerfis á Reykjanesi

Erindinu er vísað til skipulags- og bygginganefndar og umhverfisnefndar til umsagnar.

Bæjarráð fer fram á að Landsnet komi og kynni málið ítarlegar fyrir nefndarmönnum og bæjarfulltrúum áður en málið verður tekið til afgreiðslu í aðalskipulagi.

 

  1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 7. sept. 2007. Viðmiðunarreglur um kirkjugarðsstæði ofl.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að senda afrit til skipulags- og bygginganefndar og sóknarnefndar Kálfatjarnarkirkju til upplýsingar.

 

  1. Stórheimili við Akurgerði og Vogagerði. Lagning hornsteins ofl.

Bæjarráð samþykkir að lagður verði hornsteinn að Stórheimilinu og fram fari samkeppni um nafn á húsið.

 

  1. Drög að Lögreglusamþykkt fyrir Sveitarfélagið Voga.

Bæjarráð samþykkir að senda drögin til umsagnar til allra nefnda sveitarfélagsins, þ.m.t. samstarfsnefnda, auk lögreglustjóra.

 

 

 

  1. Bréf frá HES varðandi frágang og umgengni við bílapartasölu við Iðndal 10.

Bréfið er lagt fram til kynningar og vísað til skipulags- og bygginganefndar til upplýsingar.

 

Bæjarráð leggur mikla áherslu á að umgengni í sveitarfélaginu sé til fyrirmyndar og lýsir yfir stuðningi við aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins.

 

  1. Samningur um rekstur líkamsræktarsalar við íþróttamiðstöð.

Bæjarráð samþykkir samninginn og væntir mikils af samstarfinu við Nautilus ehf.

 

  1. Bréf frá Geymslusvæðinu ehf. dags. 12. september 2007.

Bæjarráð hafnar erindinu.

 

  1. Bréf frá íbúum í Breiðagerði. Ósk um styrk til uppbyggingar vegar um Breiðagerði.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Verkefni um hagsmunagæslu í úrgangsmálum.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

 

  1. Staða byggingaframkvæmda við Akurgerði 8.

Málið var síðast til umræðu í bæjarráði þann 13. mars síðastliðinn þar var lóðarhafa veittur frestur til 3. september til að ljúka frágangi húss og lóðar í samræmi við úthlutunarskilmála. Ekki hefur verið staðið við þann frest.

 

Bæjarstjóra falið að hefja undirbúning að álagningu dagsekta verði lóðarhafi ekki við fyrirmælum bæjarstjórnar.

 

  1. Staða byggingaframkvæmda við Iðndal 4.

Af lóðinni stafar mikil slysahætta, en lóðarhafi hefur ekki orðið við tilmælum byggingafulltrúa.

 

Bæjarráð felur tæknideildinni að koma lóðinni í öruggt ástand á kostnað lóðarhafa og tilkynna lóðarhafa um að lóðin verði afturkölluð hefjist framkvæmdir ekki fyrir 1. desember næstkomandi.

 

  1. Staða byggingaframkvæmda við Iðndal 12.

Lóðarhafi hefur ekki hafið framkvæmdir í samræmi við úthlutunarskilmála og ekki svarað fyrirspurnum byggingafulltrúa.

 

Bæjarráð samþykkir að afturkalla lóðarúthlutunina í samræmi við ákvæði 12. gr. úthlutunarskilmála.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.15.

Getum við bætt efni síðunnar?