Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

26. fundur 24. júlí 2007 kl. 09:00 - 09:45 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

26. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 24. júlí 2007

kl. 09:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir.

 

  1. Fundargerð 572. fundar stjórnar SSS.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Landsneti dags. 11. júlí 2007. Uppbygging raforkukerfis á Reykjanesi.

Bæjarráð getur ekki tekið afstöðu til erindisins þar sem allur samanburður valkosta miðast eingöngu við lagningu loftlína en ekki jarðstrengja líkt og fulltrúar sveitarfélagsins óskuðu eftir á fundi með Landsneti þann 8. júní síðastliðinn.

 

  1. Samstarf um rekstur líkamsræktarstöðvar við Íþróttamiðstöð Voga.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir samstarfsaðila um rekstur líkamsræktarstöðvar við Íþróttamiðstöð Voga.

 

  1. Skólaakstur við FS. Minnisblað framkvæmdastjóra SSS.

Minnisblaðið er lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna um mögulega samnýtingu á akstri í sveitarfélaginu.

 

  1. Sala á hlutabréfum Sveitarfélagsins Voga í Hitaveitu Suðurnesja.

Formaður greinir frá því að greiðsla vegna sölu á 2,62% hlut Sveitarfélagsins Voga í Hitaveitu Suðurnesja hefur farið fram.

 

  1. Bréf frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins. Ósk um styrk.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:45

Getum við bætt efni síðunnar?