Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

25. fundur 10. júlí 2007 kl. 16:30 - 19:30 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

25. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 10. júlí 2007

kl. 16:30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Hörður Harðarson, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson, sem ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá fyrirspurn um aðstöðu fyrir sóknarprest Kálfatjarnarkirkju. Samþykkt samhljóða að taka á dagskrá á undir 20. lið.

 

  1. Fundargerð 178. og 179. fundar stjórnar BS.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

 

Bæjarráð tekur ekki undir athugasemdir stjórnar BS undir b- lið 5. máls í 178. fundargerð. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga fjallar um allar fundargerðir stjórnar BS og sendir bókanir sínar á BS sé um þær að ræða. Bæjarráð er alls ekki áhugalaust um þetta mikilvæga samstarf, enda situr formaður bæjarráðs í stjórn BS fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga.

 

  1. Fundargerð 365. -368. fundar stjórnar SS, dags. 26. apríl 2007.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 51. -53. fundar þjónustuhóps aldraðra.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 744. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 7. fundar umhverfisnefndar, dags. 4. júlí 2007.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða.

 

Bæjarráð samþykkir tillögur umhverfisnefndar um umhverfisviðurkenningar árið 2007. Afhending viðurkenninga fer fram á Fjölskyldudaginn 11. ágúst.

 

Bæjarráð vekur athygli á því að afgreiðslu viðmiðunarreglna var frestað á fundi bæjarstjórnar þann 2. júlí síðastliðinn.

 

  1. Fjölskyldudagurinn 11. ágúst 2007. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kemur á fundinn.

Guðrún Helga Harðardóttir, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kemur á fundinn og ræðir drög að dagskrá Fjölskyldudagsins.

 

Bæjarráð samþykkir að hundahald verði bannað á aðalsvæðinu í Aragerði á Fjölskyldudaginn. Tæknisviði falið að setja upp skilti við svæðið þann 11. ágúst. Bannið verður ennfremur auglýst með dagskrá Fjölskyldudagsins.

 

Bæjarráð vill árétta að Fjölskyldudagurinn er dagur fjölskyldunnar og því áfengis- og vímuefnalaus.

 

  1. Nýting iðnaðarlóðar á Keilisnesi.

Umræða um nýtingu iðnaðarlóðar á Keilisnesi. Bæjarstjóra falið að ræða við fulltrúa ríkisins um möguleg kaup á landinu.

 

  1. Lögreglusamþykkt fyrir Sveitarfélagið Voga.

Umræða um lögreglusamþykkt fyrir Sveitarfélagið Voga. Bæjarstjóri leggur fram lögreglusamþykkt fyrir Gullbringusýslu sem er gildandi samþykkt fyrir sveitarfélagið.

 

Bæjarráð ákveður að vinna að nýrri lögreglusamþykkt fyrir Sveitarfélagið Voga.

 

  1. Staðgreiðsluuppgjör Sveitarfélagsins Voga 2006.

Staðgreiðsluuppgjör Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2006 er lagt fram til kynningar.

 

  1. Drög að samkomulagi við Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi.

Drögin eru lögð fram. Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga varðandi verkaskiptingu milli sveitarfélagsins og svæðisskrifstofunnar.

 

  1. Umsóknir um lóðina Heiðarholt 5.

Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Heiðarholt 5 til Gagnasels ehf.

 

  1. Umsókn um greiðsluþátttöku í tónlistarskólanámi.

Bæjarráð samþykkir að tryggja greiðslu fyrir einn nemanda í grunnnámi í söng við Tónlistarskóla FÍH veturinn 2007- 2008.

 

Þrátt fyrir stuðninginn telur bæjarráð að stuðningur við tónlistarnemendur á framhaldsskólaaldri sé á ábyrgð ríkisins, sbr. álit Umboðsmanns Alþingis (UA nr. 4650/2006 og 4729/2006).

 

Bæjarráð áskilur sér rétt til að sækja þann kostnað sem sveitarfélagið verður fyrir vegna tónlistarnáms nemenda á framhalsskólastigi til ríkisins.

 

Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að settar verði reglur um stuðning sveitarfélagsins við tónlistarnám.

 

  1. Ósk um aðstöðu fyrir bréfdúfur.

Erindinu er vísað til skipulags- og bygginganefndar til umsagnar.

 

  1. Umsókn um framkvæmdaleyfi við golfvöll.

Erindinu er vísað til skipulags- og bygginganefndar, en forsenda fyrir framkvæmdaleyfinu er breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

 

  1. Landsganga frá Fonti að Reykjanestá. Ósk um áheit.

Bæjarráð samþykkir að heita á gönguhrólfana 69,5 kr. á hvern genginn kílómeter, auk 45% torfæruálags, í samræmi við Akstursgjald ríkisstarfsmanna - auglýsing nr. 1/2007.

 

Jafnframt hvetur bæjarráð landsmenn alla til að heita á þá félaga og styðja þar með uppbyggingu á íþróttaðstöðu fyrir UMFÞ.

 

  1. Bréf frá Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 20. júní. Ósk um tilnefningu í menningarráð.

Bæjarráð tilnefnir Birgir Örn Ólafsson sem fulltrúa Sveitarfélagsins Voga í menningarráði Suðurnesja, og Róbert Ragnarsson til vara.

 

  1. Bréf frá Húsfélagi Stóra- Knarrarness I dags.12. júní 2007.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

 

  1. Bréf frá Sýslumanninum í Keflavík dags. 8. júní 2007. Beiðni um afskriftir.

Bæjarráð samþykkir tillögur að afskriftum í samræmi við erindið.

 

  1. Bréf frá Hestamannafélaginu Mána dags. 22. júní 2007. Umsókn um styrk vegna reiðhallarbyggingar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

 

  1. Fyrirspurn frá sóknarnefnd um aðstöðu fyrir væntanlegan sóknarprest við Kálfatjarnarkirkju.

Bæjarráð tekur vel í erindið.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.30.

Getum við bætt efni síðunnar?