Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

23. fundur 22. maí 2007 kl. 18:00 - 19:20 Í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

23. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 22. maí 2007

kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Anný Helena Bjarnadóttir, Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson, sem ritar fundargerð í tölvu.

 

Gestur fundarins er Kristinn Björgvinsson formaður Björgunarsveitarinnar Skyggnis.

 

  1. Fundargerð 13. fundar íþrótta- og tómstundanefndar dags. 7. maí 2007.

Bæjarráð tekur undir tillögu ÍTV um að gera lóð íþróttamiðstöðvarinnar reyklausa.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga um aðgerðaáætlun varðandi eineltismál á grundvelli Olweusaráætlunarinnar í skóla, íþróttamiðstöð og félagsmiðstöð. Bæjarstjóra jafnframt falið að afla upplýsinga um dagskrá fjölskyldudagsins og leggja fyrir bæjarráð.

 

7. liður er tekinn upp sem 11. liður á fundi bæjarráðs.

 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 3. maí 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Hreystivöllur við Stóru- Vogaskóla.

Umræða um viðgerðir á Hreystivellinum, en byggingaraðilinn fékk frest til 15. maí til að ljúka viðgerðum á vellinum til að uppfylla skilyrði Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

 

Bæjarstjóri hefur verið í sambandi við byggingaraðilann sem vinnur að úrbótum.

 

  1. Fulltrúi Björgunarsveitarinnar Skyggnis kemur á fundinn.

Kristinn Björgvinsson formaður Björgunarsveitarinnar Skyggnis kemur á fundinn og lýsir starfsemi sveitarinnar, en félagsmenn eru um 20.

 

Helstu fjáraflanir sveitarinnar eru flugeldasala, dósasöfnun auk tilfallandi styrkja frá sveitarfélaginu og fyrirtækjum. Þar fyrir utan fær sveitin framlög frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

 

Kristinn segir frá því að umræða sé milli björgunarsveita á Suðurnesjum um aukið samstarf sveitanna, m.a. varðandi ungliðastarf. Ungliðastarf hefur verið lítið innan sveitarinnar undanfarin ár sökum manneklu.

 

Mikil umræða var um möguleika á því að efla nýliðun og ungliðastarf í sveitinni.

 

  1. Sala fasteignarinnar Vogagerði 6.

Bæjarstjóri fer yfir stöðuna varðandi söluna á Vogagerði 6. Ríkiskaup sáu um sölu hússins og gengið var frá kaupsamning þann 21. maí.

 

  1. Útboð vegna mötuneytis.

Bæjarstjóri greinir frá því að sjö aðilar hafa keypt útboðsgögn og áhugi á verkefninu verið mikill. Tilboð verða opnuð 29. maí næstkomandi.

 

  1. Stefna vegna landnýtingar við Hábæjartún.

Bæjarstjóri greinir frá því að sveitarfélaginu hefur verið stefnt vegna landnýtingar og skipulags Hábæjartúns við Stóru- Vogatjörn. Bæjarstjóri vinnur að undirbúningi málsins í samstarfi við lögmenn sveitarfélagsins.

 

  1. Sjóvörn við Marargötu.

Minnisblað Siglingastofnunar lagt fram til kynningar.

 

  1. Kynningarritið Iceland today.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Bréf frá Landvernd, dags. 7. maí 2007.

Bæjarráð telur að sveitarfélagið eigi almennt ekki að gerast aðili að frjálsum félagasamtökum og getur því ekki orðið við erindinu.

 

  1. Umsóknir um styrk í Afreksmannasjóð.

Bæjarráð tekur undir umsögn ÍTV og leggur til að Hulda Hrönn Agnarsdóttir, sundkona og Ásgeir Örn Þórsson, júdómaður hljóti 50.000 kr. styrk hvort úr Afreksmannasjóði Sveitarfélagsins Voga. Afhending fer fram á fundi bæjarstjórnar þann 5. júní næstkomandi.

 

Bæjarráð hvetur afreksmennina til frekari dáða í framtíðinni.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.20.

 

Getum við bætt efni síðunnar?