Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
19. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 27. mars 2007
kl. 18:00 að Iðndal 2.
Mættir eru Anný Helena Bjarnadóttir, Birgir Örn Ólafsson, Sigurður Kristinsson og Róbert Ragnarsson, sem ritar fundargerð í tölvu.
Gestir fundarins eru Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir, Ríkharður Bragason og Rakel Rut Valdimarsdóttir, fulltrúar UMFÞ.
Oddur Gunnar Jónsson, ráðgjafi hjá KPMG endurskoðun og Anna Hulda Friðriksdóttir, skrifstofustjóri Sveitarfélagsins Voga.
Fundargerð 13. fundar fræðslunefndar, dags. 19. mars 2007.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Bæjarráð fagnar því að hafin sé vinna við skólastefnu sveitarfélagsins.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2006.
Oddur Gunnar Jónsson, ráðgjafi hjá KPMG endurskoðun og Anna Hulda Friðriksdóttir, skrifstofustjóri Sveitarfélagsins Voga koma á fundinn.
Drög ársreiknings lögð fram til kynningar og Oddur Gunnar Jónsson, ráðgjafi gerir grein fyrir helstu niðurstöðum og framsetningu reikningsins. Bæjarráð vísar ársreikningnum til skoðunarmanna reikninga sveitarfélagsins og til fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Ársskýrsla og ársreikningur UMFÞ 2006.
Ársskýrsla og ársreikningur lögð fram til kynningar.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með ítarlega og vel unna ársskýrslu og fagnar árangri félagsins á liðnu starfsári.
Á fundinn eru mætt Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir, Ríkharður Bragason og Rakel Rut Valdimarsdóttir fulltrúar UMFÞ og ræða hagsmunamál félagsins. Segja m.a. frá hugmyndum um eflingu íþrótta fyrir alla, svo sem með ákveðnum íþrótta- og leikjadag einu sinni í viku. Markmiðið er ekki síst að endurvekja gamla útileiki og fá íbúa, unga sem aldna til að leika sér og hreyfa sig saman.
Einnig ræddar hugmyndir UMFÞ um þann möguleika að haldið verði unglingalandsmót í Vogum. Ákveðið að UMFÞ hafi frumkvæði að því að haldinn verði fundur bæjarstjórnar með ÍTV, UMFÞ og fulltrúa landsmótsnefndar.
Framtíð knattspyrnuvallar rædd.
Tillaga um breytingu á skipulagi lóðanna Vogagerði 21 og 23.
Tillaga lögð fram til kynningar sem gerir ráð fyrir tveimur einbýlishúsalóðum á reitnum.
Umsókn Atlantsolíu um lóð undir bensínafgreiðslu við Iðndal.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn félagsins um framhald málsins og deiliskipulag lóðarinnar.
Kennslustundafjöldi við Stóru-Vogaskóla.
Bréf skólastjóra dags. 15. mars 2007 lagt fram.
Bæjarráð samþykkir tillögur skólastjóra.
Bréf frá Hitaveitu Suðurnesja, dags. 12. mars 2007.
Bæjarráð samþykkir að Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar fari með atkvæði Sveitarfélagsins Voga á fundinum.
Bréf frá Bláa Lóninu hf. dags. 12. mars 2007.
Bæjarráð samþykkir að heimildin verði ekki nýtt.
Erindi frá hesteigendum í Vogum.
Tillaga hesteigenda að forgangsröðun verkefna, ásamt kostnaðaráætlun lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að veita hesteigendum styrk að fjárhæð 300.000 kr. á árinu 2007 til að framkvæma töluliði 1 og 2 í áætluninni, auk samstarfs í samræmi við tölulið 4. Bæjarráð leggur til að á árinu 2008 verði veitt sömu fjárhæð til verkefnis undir tölulið 3.
Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar vegna Motopark.
Tillagan lögð fram til umsagnar.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga fer fram á að gerðar verði jarðfræðilegar rannsóknir á grunnvatnsrennsli og áhrifum á vatnsból.
Fleira ekki gert og fundi slitið 20.40