Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

163. fundur 15. janúar 2014 kl. 06:30 - 08:30 haldinn á bæjarskrifstofu

 

 

 

163.fundur

Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga

haldinn á bæjarskrifstofu,

miðvikudaginn 15. janúar 2014 og hófst hann kl. 06:30

 

 

Fundinn sátu:

Kristinn Björgvinsson formaður, Oddur Ragnar Þórðarson og Bergur Álfþórsson.

 

Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

 

Í upphafi fundar var leitað afbrigða og samþykkt að taka á dagskrá sem 11. mál, endurskoðun aðalskipulags (1209030). Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1.

1203016 - Almenningssamgöngur á Suðurnesjum

 

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra með farþegatölum Vogastrætós fyrir árið 2013, ásamt samanburði við árið 2012. Farþegafjöldinn hefur ríflega tvöfaldast á milli ára.

 

 

 

2.

1311036 - Málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

 

Lögð fram bókun frá 435. fundi bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar um málefni HSS. Bæjarráð tekur undir bókun bæjarstjórnar Grindavíkur.

 

 

 

3.

1401004 - Styrkumsóknir

 

Lagðar fram tvær styrkumsóknir frá Minjafélagi Vatnsleysustrandar. Félagið sækir annars vegar um styrk að fjárhæð 1,0 m.kr. til fegrunar umhverfis og bætts aðgengis að gamla skólahúsinu Norðurkoti á Kálfatjörn, og hinsv vegar um 500 þús.kr. styrk til uppsetningar og opnun á skólasafni í Norðurkoti.
Bæjarráð samþykkir samþykkir að styrkja verkefnin um kr. 500.000, ásamt því að styrkja verkefnið með framlagi vinnuskólans samkvæmt nánara samkomulagi aðila. Fjárveitingin er tekin af lið 0589-9991, aðrir styrkir til menningarmála.

 

 

 

4.

1401002 - Suðurnesjavaktin

 

Lögð fram áfangaskýrsla Suðurnesjavaktarinnar, sem starfar á vegum Velferðarráðuneytisins. Skýrslan fjallar um stöðu mála á Suðurnesjum fimm árum eftir efnahagshrunið 2008.

 

 

 

5.

1302037 - Uppbygging hjúkrunarheimila á Suðurnesjum

 

Lagðar fram ályktanir bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um málefni hjúkrunarheimila á Suðurnesjum.

 

 

 

6.

1401011 - FEB óskar eftir fundi við bæjarráð

 

Lagt fram bréf Félags eldri borgara á Suðurnesjum, dags. 13. janúar 2014. Stjórn félagsins óskar eftir samráðsfundi með sveitarstjórnarmönnum um framtíðar skipulag og uppbyggingu á hjúkrunarheimilum og þjónustu við eldri borgara á Suðurnesjum. Bæjarráð samþykkir að boða til fundar með bæjarstjórn og bréfriturum miðvikudaginn 29. janúar n.k. kl. 17:00.

 

 

 

7.

1401009 - Frístundakort - endurskoðaðar reglur

 

Lagðar fram gildandi reglur um frístundakort ásamt minnisblaði með tillögu að breyttum reglum frístundakortsins. Bæjarráð samþykkir að breyta reglunum þannig að framkvæmd uppgjörs verði með þeim hætti að foreldrar framvísi reikningi sem er stimplaður með kvittun gjaldkera.. Greitt er allt að 10.500kr á ári með hverju barni. Greitt er 15.febrúar og 15. október og þá allt að 10.500kr fyrir hvert barn(skila þarf reikningum fyrir þann 1. þess mánaðar sem greitt er). Samþykkt samhljóða.

 

 

 

8.

1401007 - Bréf til bæjarráðs vegna kjara.

 

Lagt fram bréf nokkurra starfsmanna sveitarfélagsins dags. 10. janúar 2014. Í bréfinu óska starfsmenn eftir að breytt fyrirkomulag á útborgun vinnufatnaðar verði endurskoðað.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að taka saman upplýsingar sem liggja munu til grundvallar um með hvaða hætti framkvæmd mála skuli verða.

 

 

 

9.

1312013 - Þjónustutími bæjarskrifstofu

 

Anna Hulda Friðriksdóttir skrifstofustjóri mætti á fundinn undir þessum lið. Málið var áður á dagskrá 162. fundar bæjarráðs, þar sem lagt var fram minnisblað bæjarstjóra ásamt samanburði á opnunartíma bæjarskrifstofa í nágrannasveitarfélögunum. Bæjarráð samþykkir tillögu að breyttum þjónustutíma samkvæmt tillögu sem fram kemur í minnisblaði bæjarstjóra. Breytingin er gerð til reynslu tímabundið, og skal endurmetin í september 2014 í ljósi reynslunnar.

 

 

 

10.

0712001 - Grænuborgarhverfi

 

Ívar Pálsson hrl. mætti á fundinn undir þessum lið. Ívar gerði grein fyrir niðurstöðum viðræðna við fulltrúa þrotabús Þóruskers ehf., vegna draga að samkomulagi um Grænuborgarsvæðið. Fyrir liggja drög að samkomulagi aðila um málið, með áorðnum breytingum frá fyrri drögum. Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur lögmanni sveitarfélagsins og bæjarstjóra að ganga frá samkomulaginu í samræmi við drögin. Samþykkt samhljóða.

 

 

 

11.

1209030 - Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.

 

Að beiðni forseta bæjarstórnar er málið tekið á dagskrá. Lagt er til að hafin verði endurskoðun aðalskipulags með það að markmiði að svæðið sem afmarkast af Knarrarnesi í vestri og Auðnum í austri verði breytt úr frístundabyggð í íbúðabyggð. Málinu vísað til Umhverfis- og skipulagsnefndar.

 

 

 

12.

1401006 - 169. mál til umsagnar frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

 

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 6. janúar 2014. Umhverfis- og samgöngunefnd gefur sveitarfélaginu kost á að vetia umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 169. mál.

 

 

 

13.

1401005 - 202. mál til umsagnar frá umhverfis og samgöngunefnd Alþingis

 

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 6. janúar 2014. Umhverfis- og Samgöngunefnd gefur sveitarfélaginu kost á að veita umsögn um tillögu til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra, 202. mál.

 

 

 

14.

1312004 - 215. mál til umsagnar frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis

 

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 9. desember 2013. Umhverfis- og samgöngunefnd gefur sveitarfélaginu kost á að veita umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs (verndun umhverfis og heilsu, EES-reglur), 215. mál. Einnig eru lögð fram drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið.

 

 

 

15.

1312015 - Tillögur að breyttum reglum um skráningu og vigtun sjávarafla

 

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, f.h. Hafnarsambandsins, dags. 18.12.2013. Hafnarsambandið barst beiðni um umsögn um tillögur að breyttum reglum og skrániningu og vigtun sjávarafla, og gefur nú aðildarfélögum kost á að koma að athugasemdum um málið, ef einhverjar eru.

 

 

 

16.

1310013 - Fundargerðir 2013 Reykjanesfólkvangur

 

Lögð fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 16. desember 2013. Einnig er lögð fram skýrsla landvarðar fyrir árið 2013.

 

 

 

17.

1310023 - Fundargerðir Hafnarsambands Íslands

 

Lögð fram fundargerð 361. fundar Hafnarsambandsins.

 

 

 

18.

1309031 - Fundargerðir S.Í.S. 2013

 

Lögð fram fundargerð 811. fundar stjórnar Sambands íslenskrsa sveitarfélaga.

 

 

 

19.

1309028 - Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2013

 

Lögð fram fundargerð 668. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

 

 

 

20.

1309028 - Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2013

 

Lögð fram fundargerð 669. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

 

 

 

21.

1309023 - Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku 2013.

 

Lögð fram fundargerð 443. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

 

 

 

22.

1401008 - Fundir stjórnar Brunavarna Suðurnesja 2014

 

Lögð fram fundargerð 230. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja frá 7. janúar 2014.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?