Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

158. fundur 23. október 2013 kl. 08:00 - 12:00 haldinn á bæjarskrifstofu

158.fundur

Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga

haldinn á bæjarskrifstofu,

miðvikudaginn 23. október 2013 og hófst hann kl. 08:00

 

 

Fundinn sátu:

Kristinn Björgvinsson formaður, Oddur Ragnar Þórðarson og Bergur Álfþórsson.

 

Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

1302017 - Styrkbeiðnir 2013

 

Lagður fram tölvupóstur Önnu Bergljótar Thoroddsen dags. 22.08.2013, beiðni um styrk til umferðafræðslu Umferðaleikhússins. Bæjarráð samþykkir beiðnina, styrkfjárhæð er kr. 35.000

 

 

 

2.

1310014 - Umsókn um styrk 2013

 

Lagt fram bréf samtakanna "Landsbyggðin lifi", dags. 2.10.2013, beiðni um styrk. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 

 

3.

1302037 - Uppbygging hjúkrunarheimila á Suðurnesjum

 

Lagðar fram ályktanir Félags eldri borgara á Suðurnesjum dags. 4. október 2013, ásamt ályktun um starfrækslu Garðvangs.

 

 

 

4.

1304069 - Vinnuskóli 2013

 

Lögð fram skýrsla um starfsemi Vinnuskólans 2013. Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með starfsemi Vinnuskólans og þakkar skýrsluhöfundum skýrsluna.

 

 

 

5.

0712001 - Grænuborgarhverfi

 

Málið var áður til umfjöllunar hjá bæjarráði á 157. fundi. Ívar Pálsson hrl. mætti á fundinn og fór yfir samkomulagsdrög sem liggja fyrir milli sveitarfélagsins og VBS Eignasafns um Grænuborgarsvæðið. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur lögmanni sveitarfélagsins að ræða frekar við fulltrúa VBS Eignasafns um frekari útfærslu samkomulagsins.

 

 

 

6.

1308030 - Fjárhagsáætlun 2014 - 2018

 

Oddur Gunnar Jónsson frá KPMG sat fundinn undir þessum lið. Bæjarráð fór yfir fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2014. Vinnsla áætlunarinnar er áfram til úrvinnslu hjá bæjarráði.

 

 

 

7.

1310018 - Uppbygging ferðamannastaða á Reykjanesi

 

Lagt fram bréf Eggert Sólbergs Jónssonar f.h. Reykjanesjarðvangs um uppbyggingu ferðamannastaða ásamt kostnaðaráætlun. Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2014.

 

 

 

8.

1310016 - Samskipti trúfélaga og skóla

 

Lagður fram tölvupóstur Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 14.10.2013 um samskipti skóla og trúfélaga.

 

 

 

9.

1310020 - Ályktanir frá landsþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar 2013

 

Lagðar fram ályktanir landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar 2013.

 

 

 

10.

1309034 - 44. mál til umsagnar frá atvinnuveganefnd Alþingis

 

Lagt fram.

 

 

 

11.

1310013 - Fundargerðir 2013 Reykjanesfólkvangur

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

12.

1309028 - Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2013

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

Getum við bætt efni síðunnar?