156.fundur
Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga
haldinn á bæjarskrifstofu,
miðvikudaginn 18. september 2013 og hófst hann kl. 06:30
Fundinn sátu:
Kristinn Björgvinsson Formaður, Oddur Ragnar Þórðarson og Bergur Álfþórsson.
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Kristinn Björgvinsson formaður stýrir fundi.
Dagskrá:
1. |
1308028 - Árshlutareikningur 01.jan.-30.jún.2013 |
|
|
Árshlutareikningurinn lagður fram til kynningar. Reikningurinn hefur verið samþykktur af stjórn SSS. |
|
|
|
|
2. |
1308012 - Beiðni um styrk |
|
|
Lagður fram tölvupóstur Hagsmunasamtaka heimilanna, dags. 19.08.2013, með beiðni um styrk til starfseminnar. |
|
|
|
|
3. |
1302037 - Uppbygging hjúkrunarheimila á Suðurnesjum |
|
|
Lagt fram bréf Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar, dags. 27. ágúst 2013, um heilbrigðis- og öldrunarmál á Suðurnesjum. Einnig lögð fram skýrsla Harldar L. Haraldssonar hagfræðings: Garðvangur hjúkrunarheimili, greining og tillögur, dagsett í ágúst 2013. Undir þessu máli er einnig lagt fram minnisblað Forum lögmanna um valdheimildir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum o.fl., dags. 6. ágúst 2013. Þá er einnig lögð fram sameiginleg yfirlýsing um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ og leiðir til að bæta þjónustu við aldraða á starfssvæði Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum, dagsett 9. júlí 2004. |
|
|
|
|
4. |
1308026 - Tillaga að breytingum á Sorphirðugjaldi |
|
|
Lögð fram til kynningar tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ varðandi sorphirðugjald. |
|
|
|
|
5. |
1309005 - Hlutabréf Bláa Lónsins. |
|
|
Lagt fram bréf Bláa lónsins hf. dags. 2. september 2013, kauptilboð í eignarhlut sveitarfélagsins í Hótel Bláa lónsins hf. að nafnverði kr. 982,- Kauptilboðið er sömu fjárhæðar, þ.e. kr. 982,- |
|
|
|
|
6. |
1309006 - Niðurfelling Skipholtsvegar af vegaskrá. |
|
|
Lagt fram afrit af bréfi Vegagerðarinnar til eiganda Skipholts, dags. 30. ágúst 2013, um niðurfellingu Skipholtsvegar af vegaskrá. |
|
|
|
|
7. |
1309020 - Byggðakvóti fiskveiðiársins 2013/2014 |
|
|
Lagt fram bréf Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 11. september 2013, auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman greinargerð og sækja um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. |
|
|
|
|
8. |
0707013 - Uppbygging raforkuflutningskerfis á Reykjanesi |
|
|
Lögð fram til kynningar fréttatilkynning Landsnets hf. dags. 9. september 2013 ásamt skýrslu um þjóðhagslegt gildi uppbyggingar flutningskerfis Landsnets, dags. júní 2013. |
|
|
|
|
9. |
1304072 - Samstarfssamningur 2013 Meistaraflokkur Þróttar |
|
|
Lögð fram drög að samstarfssamningi Sveitarfélagsins Voga og Knattspyrnufélags Voga (áður Meistaraflokkur Þróttar). Samningurinn var tekinn til umfjöllunar á 46. fundi Frístunda- og menningarnefndar, sem vísaði samningnum til bæjarráðs. |
|
|
|
|
10. |
1309025 - Húsnæðismál Brunavarna Suðurnesja |
|
|
Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri og Bergur Viðar Guðbjörnsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga í stjórn BS mættu á fundinn og kynntu bæjarráði áform varðandi framtíðarlausn húsnæðismála Brunavarna Suðurnesja. Bæjarráð þakkar þeim heimsóknina og kynninguna. |
|
|
|
|
11. |
1308013 - 661. fundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
12. |
1308027 - 662. fundur S.S.S. |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
13. |
1308017 - 7. fundur stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
14. |
1309003 - 228. fundur Stjórnar B.S. 21. ágúst 2013 |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
15. |
1309013 - Fundargerð 359. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
16. |
1309014 - 7. fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
17. |
1309018 - 237. fundur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
18. |
1309023 - Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku 2013. |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________