149.fundur
Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga
haldinn á bæjarskrifstofu,
miðvikudaginn 17. apríl 2013 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu:
Kristinn Björgvinsson, Inga S. Atladóttir og Bergur Álfþórsson.
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Kristinn Björgvinsson formaður stýrir fundi.
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og samþykkt að taka á dagskrá sem 8. mál: 1304005 - Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis 2013. Önnur mál síðar á dagskránni færast aftur um einn lið.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
1302026 - Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2012 |
|
|
Drög að ársreikningi 2012 lögð fram. |
|
|
|
|
2. |
1304007 - Beiðni um handrið á bryggjukantinn |
|
|
Lagt fram bréf Gunnellu Vigfúsdóttur dags. 7. apríl 2013, beiðni um að komið verði upp handriði á bryggjukantinn í Vogahöfn. Bæjarráð vísar málinu til frekari úrvinnslu og skoðunar hjá bæjarstjóra. |
|
|
|
|
3. |
1303056 - Framboðskynning í Tjarnarsal |
|
|
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 15.04.2013. Bæjarráð samþykkir endurgjaldslaus afnot af Tjarnarsal vegna þessa fundar. |
|
|
|
|
4. |
1207008 - Lagning hitaveitu á Vatnsleysuströnd |
|
|
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 15.04.2013. Bæjarráð samþykkir að fenginn verði sérfróður aðili til að ráðast í hagkvæmniathugum um hugsanlega lagningu hitaveitu á Vatnsleysuströnd. Fjármagni til rannsóknarinnar verði veitt úr Framfarasjóði, samkvæmt nánari tillögum þar að lútandi. |
|
|
|
|
5. |
1207015 - Staðarval fyrir nýjan urðunarstað |
|
|
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 15.04.2013. Sveitarfélagið Vogar hefur ekki tök á að leggja fram landnæði undir urðunarstað sorps. |
|
|
|
|
6. |
1304014 - Eignarnám Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2 |
|
|
Lagt fram bréf Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. apríl 2013, ásamt fylgigögnum. Ráðuneytið vekur með bréfinu athygli á fyrirhuguðu eignarnámi og gefur sveitarfélaginu sem landeiganda kost á að gæta réttar síns og hagsmuna, tjá sig um framkomna kröfu og gögn og koma að frekari upplýsingum fyrir 26. apríl n.k. áður en ákvörðun verður tekin í málinu. Í bréfi Landsnets hf. til ráðuneytisins þar sem beiðnin um eignarnámið er sett fram er tilgreint að eignarnámskrafan eigi ekki við um Sveitarfélagið Voga sem landeiganda, þar sem gerður hafi verið samningur við Landsnet hf. um hlut þess í jörðinni vegna málsins. Lagt fram. |
|
|
|
|
7. |
1304033 - Endurskoðun gjaldskrár sveitarfélagsins apríl 2013 |
|
|
Lögð fram drög að endurskoðaðri gjaldskrá sveitarfélagsins. Eftirfarandi breytingar verða á gjaldskránni: |
|
|
|
|
8. |
1304005 - Kjörskrá vegna alþingiskosninga 2013 |
|
|
Lagt fram bréf Þjóðskrár Íslands dags. 27. mars 2013 ásamt kjörskrárstofnum. Bæjarráð samþykkir framlagða kjörskrá og felur bæjarstóra að árita kjörskrárstofnana og leggja kjörskrána fram. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
|
9. |
1304004 - 3. fundur stjórnar Reykjanes jarðvangs ses |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
10. |
1304009 - 654. fundur Sambands sveitarfélaga á Suðunesjum |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
11. |
1304012 - 655. fundur Sambands sveitarfélaga á Suðunesjum |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
12. |
1304024 - Fundur í stjórn Reykjanesfólkvangs 13. feb. 2013 |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________