147.fundur
Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga
haldinn á bæjarskrifstofu,
miðvikudaginn 13. mars 2013 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu:
Kristinn Björgvinsson Formaður, Bergur Álfþórsson og Inga Sigrún Atladóttir.
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og lagt til að bæta við dagskrá fundarins sem 10. mál: 1302037 Hjúkrunarheimili á Nesvöllum. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
1302054 - Bréf velferðarvaktarinnar um fjölskyldustefnu og framkvæmd hennar. |
|
|
Lagt fram bréf Velferðarvaktarinnar dagsett 20.2.2013, þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja sér fjölskyldustefnu. |
|
|
|
|
2. |
1302056 - Frá sóknarnefnd Kálfatjarnarkirkju. Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda á lóðinni Kirkjuholt. |
|
|
Lagt fram bréf gjaldkera sóknarnefndar Kálfatjarnarsóknar dags. 26.02.2013, beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda á lóðinni Kirkjuholti. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
|
3. |
1209049 - Tilboð í bankaviðskipti |
|
|
Lagt fram uppfært minnisblað um bankaviðskipti, dagsett 11.03.2013. |
|
|
|
|
4. |
1303015 - Aðalfundur Suðurlinda 2013 |
|
|
Lagt fram fundarboð v/ aðalfundar Suðurlinda, sem haldinn verður í Grindavík 18. mars 2013. Bæjarráð samþykkir að Inga Sigrún Atladóttir fari með atkvæðí sveitarfélagsins á fundinum. |
|
|
|
|
5. |
1303024 - Samstarfsumleitun frá sveitarfélaginu Tukums Lettlandi |
|
|
Erindið lagt fram. |
|
|
|
|
6. |
1301059 - Umsókn um lóð Hafnargata 19 |
|
|
Lagt fram minnisblað vegna lóðarumsóknar. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar, enda uppfylli umsækjandi gildandi skilmála. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa í ljósi þess að sveitarfélagið hefur ekki gengið frá lóðinni í samræmi við gildandi deiliskipulag. Samkomulagið verði lagt fyrir bæjarráð þegar það liggur fyrir. |
|
|
|
|
7. |
1203016 - Endurskoðun almenningssamgangna. |
|
|
Lagt fram eintak af dreifibréfi til íbúa í sveitarfélaginu, þar sem m.a. kemur fram að ný ferð milli Voga og Reykjanesbrautar bætist við á virkum dögum, og fjölgar úr 4 í 5. Þjónustuviðbótin er fjármögnuð með fjárframlögum frá SSS. |
|
|
|
|
8. |
1302026 - Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2012 |
|
|
Á fundinn mættu Sigrún Guðmundsdóttir og Helga Harðardóttir, löggiltir endurskoðendur hjá BDO endurskoðun. |
|
|
|
|
9. |
1303028 - Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2013-2016 |
|
|
Oddur Gunnar Jónsson frá KPMG sat fundinn undir þessum lið, ásamt Sigrúnu Guðmundsdóttur og Helgu Harðardóttur löggiltum endurskoðendum frá BDO Endurskoðun. |
|
|
|
|
10. |
1302037 - Hjúkrunarheimili á Nesvöllum |
|
|
Fyrir fundinum liggja drög að samkomulagi aðildarsveitarfélaga DS um þjónustu og uppbyggingu hjúkrunarheimila á starfssvæði DS, dagsett 12.03.2013. Bæjarráð sveitarfélagsins Voga lýsir yfir stuðningi við þá hugmynd að 4. hæð verði bætt við byggingu hjúkrunarheimilis á Nesvöllum og að hjúkrunarrýmum þar verði fjölgað úr 60 í 80. Bæjarráð harmar að vera sett í þá stöðu að taka ákvörðun um endurbætur á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi án þess að fyrir liggi endanleg kostnaðaráætlun um endurbæturnar þannig að þær uppfylli kröfur yfirvalda um hjúkrunarheimili, áætlun um fjármögnun framkvæmdanna sem og kostnaður við rekstur þeirrar einingar. Að óbreyttu styður bæjarráð Sveitarfélagsins Voga því ekki þann hluta samkomulagsdraganna er lúta að endurbótum Garðvangs. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
|
11. |
1302059 - Frumvarp til laga um útlendinga (heildarlög, EES-reglur), 541. mál. |
|
|
Lagt fram. |
|
|
|
|
12. |
1303023 - Ttil kynningar frumvarp til laga um hafnalög (ríkisstyrkir o.fl.), 577 |
|
|
Lagt fram. |
|
|
|
|
13. |
1302067 - 31. fundur Menningarráð Suðurnesja |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
14. |
1302055 - 354. fundur stjórnar Hafnasambands Íslands |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
15. |
1302061 - Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja frá 16. nóv. 2012 |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
16. |
1302060 - Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja frá 25. okt. 2012 |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
17. |
1303013 - Fundargerð vetrarfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2013 |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
18. |
1303008 - 24. fundur Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
19. |
1303014 - 25. fundur Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
20. |
1303018 - 804. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
21. |
1302055 - 354. fundur stjórnar Hafnasambands Íslands |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
22. |
1303022 - Fjölmiðlaskýrslur |
|
|
Samantektir um fjölmiðlaumfjöllun sveitarfélagsins árin 2011 og 2012 lagðar fram. |
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45