Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

144. fundur 09. janúar 2013 kl. 06:30 - 08:10 haldinn á bæjarskrifstofu

144.fundur

Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga

haldinn á bæjarskrifstofu,

miðvikudaginn 9. janúar 2013 og hófst hann kl. 06:30

 

 

Fundinn sátu:

Kristinn Björgvinsson, Bergur Álfþórsson og Oddur Ragnar Þórðarson.

 

Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

1212001 - Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sept. 2012

 

Ályktunin lögð fram.

 

 

 

2.

1209041 - Félagsfundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2012.

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

3.

1212026 - Hagsmunagæsla vegna lagningu háspennulínu

 

Lagt fram bréf LEX lögmannsstofu dagsett 18. desember 2012, þar sem tilkynnt er að lögmannsstofan fari með hagsmunagæslu fyrir landeigendurna Margréti Guðnadóttur, Geirlaugu Þorvaldsdóttur, Ólaf Þór Jónsson, Sigríði S. Jónsdóttur, Sæmund Á. Þórðarson og Reykjaprent ehf. vegna áforma um lagningu nýrrar háspennulínu í lofti um land þeirra.

 

 

 

4.

1301003 - Lokaskýrsla um Ímynd Suðurnesja

 

Skýrsla Expectus um Ímynd Suðurnesja, sem unnin var fyrir Hekluna, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, lögð fram.

 

 

 

5.

1301004 - Tillaga um afskrift óinnheimtra krafna.

 

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 7. janúar 2012 um afskriftir krafna. Bæjarráð heimilar afskrift krafnanna, samtals kr. 1.384.331

 

 

 

6.

1210050 - Vogahöfn - breyting úr frístundahöfn

 

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málið dagsett 7. janúar 2013, ásamt úrdrætti úr Íslenskri fitjuskrá, þar sem fram kemur skilgreining á Vogahöfn. Bæjarráð er þeirrar skoðunar að skilgreining hafnarinnar skuli standa, þ.e. að höfnin verði áfram smábátahöfn. Að öðru leyti er málinu vísað til fjárhagsáætlunar 2014.

 

 

 

7.

1211044 - Stefnumótun í uppbygginu öldrunarþjónustu

 

Lögð fram uppfærð og endurskoðuð skýrsla um stefnumótun í öldrunarmálum. Bæjarráð vísar málinu til starfshópsins áður en skýrslan verður endanlega tekin til afgreiðslu í bæjarstjórn.

 

 

 

8.

1211038 - Umsögn um drög að landsskipulagsstefnu

 

Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga með umsögn um drög að landsskipulagsstefnu.

 

 

 

9.

1212001F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 41

 

Fyrir tekið 4. mál, Forvarnarstefna. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga um stöðu málsins.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.

 

 

 

10.

1301001F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 42

 

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

 

 

 

11.

1212030 - 233. fundur HES

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

12.

1212028 - 30. fundur Menningarráðs Suðurnesja

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

13.

1212034 - 431. fundargerð Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

14.

1212029 - 64. fundur fjölskyldu og velferðarnefndar, Sandg. Garðs og Voga

 

Fyrir tekið 2. mál, útkallsvakt vegna heimilisofbeldis. Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum um málið, t.a.m. hver verður kostnaðarauki félagsþjónustunnar vegna útkallsvaktarinnar, sem og hvaða lagalegu skyldur hvíla á félagsþjónustunni að sinna þessum verkefnum.
Fyrir tekið 3. mál, endurskoðaðar reglur um fjárhagsaðstoð. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglurnar.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.

 

 

 

15.

1212031 - 650. fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

16.

1212033 - 802. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

17.

1212008 - Stofnfundur Reykjanes Jarðvangs ses.

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

18.

1212007 - Samþykktir (stofnskrá) fyrir Reykjanes jarðvangur ses.

 

Samþykktir (stofnskrá) fyrir Reykjanes jarðvang (sjálfseignarstofnun) lagðar fram.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:10

Getum við bætt efni síðunnar?