143.fundur
Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga
haldinn á bæjarskrifstofu,
þriðjudaginn 18. desember 2012 og hófst hann kl. 06:30
Fundinn sátu:
Kristinn Björgvinsson Formaður, Inga S. Atladóttir Aðalmaður og Bergur Álfþórsson 1. varamaður.
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Dagskrá:
1. |
1212003 - Samkeppnissjónarmið við úleigu og sölu húsnæðis á vegum hins opinbera. |
|
|
Lagt fram álit Samkeppniseftirlitsins nr. 1/2012 um útleigu og sölu húsnæðis á vegum hins opinbera, kynning á tilmælum til sveitarfélaga dagsett 29. nóvember 2012 ásamt afriti af bréfi Samkeppniseftirlitsins til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 25. september 2012. |
|
|
|
|
2. |
1212012 - Úttekt á starfi leikskóla |
|
|
Lögð fram auglýsing Námsmatsstofnunar um úttektir á leikskólum. Samþykkt að sótt verði um matið. |
|
|
|
|
3. |
1209022 - Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013 |
|
|
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 17.12.2012. Bæjarráð samþykkir að óska eftir breytingum á 4. gr. reglugerðar um úthlutun byggðakvóta, svohljóðandi: "Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1.gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2. -3.gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorkígildum talið á tímabilinu 1. september 2011 til 31. ágúst 2012." |
|
|
|
|
4. |
1212020 - Jólahús Voga 2012 |
|
|
Lagðar fram tilnefningar sem borist hafa um jólahúsið 2012 í Vogum. |
|
|
|
|
5. |
1212024 - Viðauki við samning Landsnet og Sveitarfélagsins Voga |
|
|
Lögð fram drög að Viðauka I við samkomulag Landsnets hf. Sveitarfélagsins Voga frá 17. október 2008 vegna lagningar háspennulínu um Sveitarfélagið Voga. Drögin samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu. |
|
|
|
|
6. |
1211018 - 21. fundargerð Heklunnar 2.11.2012 |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
7. |
1212006 - 22. fundur Heklunnar |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
8. |
1211075 - 29. fundur Menningarráðs Suðurnesja |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
9. |
1211048 - 352. fundur stjórnar Hafnasambands Íslands |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
10. |
1211045 - 62. fundur fjölskyldu- og velferðarnefndar. |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
11. |
1211046 - 63. fundur fjölskyldu- og velferðarnefndar |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
12. |
1211008 - 648. Fundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
13. |
1212009 - 801. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
14. |
1211002 - 82. fundargerð Þjónustuhóps aldraðra. |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
15. |
1211012 - Fundargerð stjórnar DS. 30. okt. 2012 |
|
|
Fundargerðin lögð fram. |
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 06:50