Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
FUNDARGERÐ
Árið 2012
137. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði miðvikudaginn 5. september, 2012 kl. 7.30 á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga.
Mættir eru: Kristinn Björgvinsson, Inga Sigrún Atladóttir og Hörður Harðarson auk Ásgeirs Eiríkssonar bæjarstjóra sem ritar fundargerð í tölvu.
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og samþykkt samhljóða að taka eftirtalin mál á dagskrá:
18. mál: Lokun afgreiðslu Landsbankans í Vogum
Kristinn Björgvinsson stýrir fundi.
1208012: Fundargerð 19. fundar Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram
1209001: Fundargerð 644. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Fundargerðin lögð fram.
1209002: Fundarboð Landsfunar jafnréttisnefnda sveitarfélaganna á Akranesi 14.09.2012
Fundargboðið lagt fram.
1208022: Ársreikningur og ársskýrsla MSS 2011
Lagt fram.
1208016: Málefni leigubifreiðastjóra á Suðurnesjum
Lagt fram bréf Bifreiðastjórafélagsins Fylkis dags. 16.08.2012.
1208033: Staða atvinnumála og úrræða fyrir atvinnuleitendur á suðurnesjum
Málið kynnt. Bæjarstjóra falið að kanna nánar hvaða úrræði eru í boði og taka saman upplýsingar um heildarstöðu málsins.
1208021: Velferðarvaktin, í upphafi skólaárs
Lagt fram.
1208024: Hvassahraunsvegur
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags um fyrirhugað afnám Hvassahraunsvegar nr. 4395-01 af vegaskrá.
1208030: Sunnuhvolsvegur
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags um fyrirhugað afnám Sunnuhvolsvegar nr. 1364-01 af vegaskrá.
1208026: Umhverfisráðuneytið – akstur utan vega
Lagt fram
1208023: Málefni Eyrarkotsbakka í Vogum
Lagt fram bréf Páls. A. Pálssonar hrl. dags. 22.08.2012. Vísað til úrvinnslu hjá bæjarstjóra.
1208025: Beiðni um afturköllun stjórnvaldsákvörðunar
Lagt fram bréf Reykjaprents hf., Eydísar Franzdóttur og Sæmundar Þórðarsonar dags. 25.08.2012. Bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um málið. Hörður Harðarsón óskar bókað að hann sjá ekki að neitt komi fram í bréfinu sem kallar á viðbrögð af hálfu sveitarfélagsins.
1208032: Heiðursborgari Sveitarfélagsins Voga
Málið kynnt. Bæjarstjóra falið að afla upplýsinga um með hvaða hætti staðið er að kjöri heiðursborgara í öðrum sveitarfélögum og hvaða reglur gilda þar um.
1207008: Lagning hitaveitu á Vatnsleysuströnd
Lagt fram yfirlit um svör fasteignaeigenda á Vatnsleysuströnd vegna viðhorfa þeirra til lagningar hitaveitu á svæðinu. Einnig lögð fram skýrsla ISOR vegna borana eftir heitu vatni á Auðnum árið 2011. Bæjarráð frestar frekari umfjöllun um málið þar til niðurstaða liggur fyrir úr tilraunaborunum á Keilisnesi, sem fyrirhugað er að ráðast í á árinu.
1208019: Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu
Lagt fram
1111024: Kvenfélagið Fjóla – beiðni um styrk v/ ársþings Kvenfélagasambands Íslands
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 03.09.2012. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000,-
1209004: Fjárhagsáætlun 2013
Lögð fram drög að vinnuáætlun við gerð fjárhagsáætlunar 2012.
1209009: Lokun afgreiðslu Landsbankans í Vogum.
Á fundinn komu fulltrúar frá Landsbankanum, þeir Steinþór Pálsson bankastjóri, Helgi Teitur Helgason framkvæmdastjóri Viðskiptabanka, Kristján Kristjánsson og Einar Hannesson útibússtjóri. Þeir gerðu grein fyrir sjónarmiðum bankans að baki þeirri ákvörðun að sameina afgreiðslu bankans í Vogum við útibúið í Reykjanesbæ og þar með loka afgreiðslunni í Vogum.
Svofelld bókun var samþykkt samhljóða:Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga harmar þá ákvörðun Landsbankans að loka afgreiðslu sinni í sveitarfélaginu. Þrátt fyrir að lokun afgreiðslunnar geti skilað hagræðingu í rekstri bankans skapar hún mikil óþægindi og leiðir til kostnaðarauka fyrir viðskiptavini bankans í Vogum, sérstaklega þá sem komnir eru á efri ár. Á fundi með yfirmönnum bankans kom fram skýr vilji til að veita íbúum sveitarfélagsins þjónustu á staðnum m.a. með hraðbanka sem aðgengi er að allan sólahringinn og sérstakri viðveru þjónustufulltrúa í hverri viku t.d. í tengslum við starf eldri borgara. Nú þegar hefur verið stofnaður vinnuhópur bankans og bæjaryfirvalda um þjónustu bankans við íbúa sveitarfélagsins.
Í ljósi aðstæðna telur bæjarráð rétt að fela bæjarstjóra að leita tilboða hjá öðrum bankstofnunum um viðskipti sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 11:10