Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

130. fundur 21. mars 2012 kl. 06:30 - 08:45 bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

FUNDARGERÐ

Árið 2012

130. fundur

Fundur haldinn í bæjarráði miðvikudaginn 21. mars, 2012 kl. 6.30 á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga.

Mættir eru: Inga Sigrún Atladóttir, Bergur Álfþórsson og Jóngeir H. Hlinason auk Ásgeirs Eiríkssonar bæjarstjóra sem ritar fundargerð í tölvu.

Inga Sigrún Atladóttir stýrir fundi.

Í upphafi óskaði Inga Sigrún Atladóttir eftir að leita afbrigða og taka á dagskrá sem 16. mál: Fundur fulltrúa meirihlutans með fulltrúum Landsnets hf. þann 28.02.2012. Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerð 421. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja frá 08.03.2012

Fundargerðin lögð fram.

 

  1. Fundargerð 16. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja frá 01.03.2012

Fundargerðin lögð fram.

 

  1. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja - fundarboð

Fundarboðið lagt fram.

 

4. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga - fundarboð

Fundarboðið lagt fram.

 

  1. Reglur um útleigu sals í Álfagerði

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 16.03.2012. Samþykkt sú breyting á gjaldskrá sveitarfélagsins að eldri borgarar búsettir í sveitarfélaginu greiði einungis fyrir aðkeypta aðstoð þegar salurinn er tekinn á leigu.

 

  1. Vogajarðir - sölutilboð

Afgreiðsla málsins er bókuð í trúnaðarmálabók.

 

  1. Fundargerð stjórnar DS frá 06.03.2012

Með fundargerðinni er lagt fram erindi framkvæmdastjóra DS þar sem óskað er eftir aukaframlagi Sveitarfélagsins Voga að fjárhæð kr. 954.000,- Bæjarráð ályktar eftirfarandi:

  1. Bæjarráð leggur til að frekara framlag verði ekki lagt í Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum fyrr en endurskipulagning starfseminnar hefur farið fram.

  2. Bæjarráð leggur til að hugað verði vandlega að athugasemdum sem koma fram í úttekt landlæknisembættisins um Hlévang og Garðvang þegar framtíðar fyrirkomulag öldrunarmála á svæðinu verður skipulagt.

  3. Bæjarráð sveitarfélagsins Voga leggur áherslu á að auglýst verði eftir nýjum framkvæmdastjóra Dvalarheimila á Suðurnesjum sem fyrst svo nýr framkvæmdastjóri geti komið að stefnumótuninni.

 

  1. Siða- og samskiptareglur, reglur um aðgengi að gögnum

Lagt fram. Vísað til umfjöllunar bæjarstjórnar.

 

  1. Nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins: Vinnuskjal og tillögur

Lagt fram.

 

  1. Fundargerð 34.fundar Frístunda- og menninganefndar frá 08.03.2012

Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð tekur undir hamingjuóskir til Melkorku Rósar Hjartardóttur sem sigraði í söngvakeppni félagsmiðstöðva.

 

  1. Starfsemi og skipulag vinnuskólans 2012

Rætt um fyrirkomulag starfsemi vinnuskólans 2012.

 

  1. Tjaldstæði - nýframkvæmd

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 16.03.2012. Bæjarráð samþykkir að koma upp bráðabirgðaaðstöðu, þ.e. þurrsalerni, aðgang að rafmagni og merkingu. Reynsla af starfseminni verði metin að loknu sumri.

 

  1. Úrskurður IRR v/ stjórnsýslukæru

Lagt fram.

 

  1. Fundargerð aðalfundar HS Veitna frá 15.03.2012

Fundargerðin lögð fram.

 

  1. Endurskoðun ársreiknings

Endurskoðendur sveitarfélagsins frá BDO endurskoðun mættu á fundinn og fóru yfir endurskoðunarvinnu sína fyrir sveitarfélagið. Á fundinum var lagt fram bréf BDO um óhæði dagsett 20.03.2012. Ákveðið að fyrri umræða um ársreikning sveitarfélagsins verði á fundi bæjarstjórnar í apríl.

 

  1. Fundur fulltrúa meirihlutans með fulltrúum Landsnets.

Lögð fram minnisblöð bæjarstjóra 12.02.2012 og lögmanns sveitarfélagsins dagsett 13.02.2012. Bergur Álfþórsson leggur fram eftirfarandi bókun: „Á 129. fundi bæjarráðs var bókað vegna fundar fulltrúa meirihlutans með fulltrúum Landsnets hf. þann 28.febrúar 2012: „Samþykkt að á næsta fundi bæjarráðs verði lagt fram minnisblað Ívars Pálssonar hrl um málið sem og minnisblað bæjarstjóra.“

Nú liggur fyrir minnisblað bæjarstjóra dagsett 12 febrúar sem og álit lögmanns bæjarins dagsett 13 febrúar þ.e. rúmum hálfum mánuði áður en fyrrnefndur fundur var haldinn.

Ég undrast bæði og fordæmi að á meðan forseti bæjarstjórnar vitnar í niðurstöður fundar með Landsneti á vefmiðlum, skuli upplýsingum um fundinn haldið frá fulltrúum minnihluta bæjarstjórnar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 08:45

 

Getum við bætt efni síðunnar?