Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

13. fundur 12. desember 2006 kl. 18:00 - 21:30 Iðndal 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

13. fundur

 

Fundur haldin í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 12. desember 2006

kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Anný Helena Bjarnadóttir, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson, sem ritaði fundargerð í tölvu.

 

Formaður leitar afbrigða til að taka tvö mál á dagskrá. Annars vegar bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga varðandi sameiningu eldri skuldabréfalána í einn lánssamning.

Hins vegar erindi frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, ósk um þáttöku í kostnaði við forvarnar- og meðferðarteymi HSS.

 

Samþykkt að málin upp undir töluliðum 14. og 15.

 

  1. Fundargerð 11. fundar umhverfisnefndar dags. 29. nóvember 2006.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 10. fundar íþrótta- og tómstundanefndar dags. 4. desember 2006.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð fagnar hugmynd íþrótta- og tómstundanefndar um merkingu göngustíga og leggur til að sú hugmynd verði unnin samhliða gerð skilta um fuglalíf, þannig að skiltin sýni upplýsingar um fuglalíf í sveitarfélaginu og helstu gönguleiðir.

 

  1. Fundargerð 2. fundar atvinnumálanefndar dags. 6. desember 2006.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð tekur undir tillögu nefndarinnar um nýsköpunarkeppni á meðal grunnskólanema í sveitarfélaginu og leggur til að henni verði hrint í framkvæmd. Tillögunni jafnframt vísað til fræðslunefndar til umsagnar.

 

  1. Fundargerð 738. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 20. október 2006.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerðir 277.- 279. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

 

  1. Eldfjallagarður á Reykjanesskaga.

Minnisblað varaformanns umhverfisnefndar lagt fram.

 

Bæjarráð mun fylgjast með framgöngu málsins með opnum hug.

 

  1. Málefni vatnsveitu og fráveitu.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi flutning vatnsbóls sveitarfélagsins og fráveituframkvæmdir.

 

Bæjarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við orkufyrirtæki um mögulega sölu vatns- og fráveitu Sveitarfélagsins Voga.

 

  1. Reglur um umgengni vegna framkvæmda í Sveitarfélaginu Vogum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða reglur um umgengni vegna framkvæmda í Sveitarfélaginu Vogum.

 

  1. Erindi frá Kjartani Ragnarssyni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari gagna fyrir næsta bæjarráðsfund.

 

  1. Erindi frá hestamönnum.

Bæjarráð samþykkir að fá forsvarsmenn hesteigendafélagsins á sinn fund fljótlega á nýju ári.

 

  1. Bréf frá lögmannsstofu Marteins Mássonar dags. 24. nóvember 2006.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Samstarf við Sjóvá um forvarnarstarf í Sveitarfélaginu Vogum.

Bæjarstjóri kynnti hugmynd að samstarfi við Sjóvá um forvarnarstarf í sveitarfélaginu.

 

  1. Fjárhagsáætlun 2007 og þriggja ára áætlun.

Bæjarstjóri fór yfir:

Tillögu að fjárhagsáætlun 2007.

Tillögu að gjaldskrá og álagningarprósentum ársins 2007.

Tillögur um fjárfestingar og framkvæmdir árið 2007-2010.

Tillögur um styrkveitingar árið 2007.

 

Formaður bæjarráðs leggur fram minnisblað með tillögum um sparnaðaraðgerðir. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að þeim tillögum sem fram koma í minnisblaðinu.

 

Umræðu um þriggja ára áætlun er frestað þar sem frekari gögn vantar.

 

Bæjarráð vísar tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2007 til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.

 

  1. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga varðandi sameiningu eldri skuldabréfalána í einn lánssamning.

Málið var kynnt á bæjarráðsfundi þann 28. nóvember síðastliðinn, en Lánasjóður sveitarfélaga hyggst sameina í einn lánssamning öll þau útlán sjóðsins sem fjármögnuð eru með eigin fé og veitt á árinu 2004 og fyrr.

Bæjarráð samþykkir hér með að sameina 10 eldri veðtryggð skuldabréfalán sem sveitarfélagið hefur fengið af eigin fé Lánasjóðs sveitarfélaga. Höfuðstóll hins nýja láns er uppgreiðsluverð hinna skuldbreyttu lána þann 1. desember 2006 og tekur til eftirstöðva nafnverðs og áfallinna verðbóta og vaxta, eða 33.682.238 kr. til 10 ára, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Lánskjör eru óbreytt, þ.e. verðtrygging skv. vísitölu neysluverðs og breytilegir vextir; sem eru nú 4,4%.

Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.

Jafnframt er Róbert Ragnarssyni, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Voga að undirrita lánssamninginn sbr. framangreint, enda mun lánasjóðurinn í kjölfarið ógilda og senda sveitarfélaginu þau skuldabréf sem greitt hafa verið upp með skuldbreytingunni.

15. Erindi frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, ósk um þáttöku í kostnaði við forvarnar- og meðferðarteymi HSS.

Bæjarráð samþykkir að greiða allt að 565.000 kr. til GOSA verkefnisins í eitt ár til reynslu, með þeim fyrirvara að önnur sveitarfélög á Suðurnesjum samþykki þátttöku.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.30

 

Getum við bætt efni síðunnar?