Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
FUNDARGERÐ
Árið 2012
129. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði miðvikudaginn 7. mars, 2012 kl. 6.30 á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga.
Mættir eru: Kristinn Björgvinsson, Inga Sigrún Atladóttir og Bergur Álfþórsson auk Ásgeirs Eiríkssonar bæjarstjóra sem ritar fundargerð í tölvu.
Kristinn Björgvinsson stýrir fundi.
Í upphafi óskaði Bergur Álfþórsson eftir að leita afbrigða og taka á dagskrá sem 19. mál: Fundur fulltrúa meirihlutans með fulltrúum Landsnets hf. þann 28.02.2012. Samþykkt samhljóða.
Fundargerð félagsfundar Kölku frá 24. febrúar 2012
Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð óskar eftir upplýsingafundi með fulltrúum KPMG um málið með bæjarstjórn.
Fundargerð stjórnar SSS frá 1. mars 2012
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. febrúar 2012
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð Hafnarsambandsins frá 17. febrúar 2012
Fundargerðin lögð fram. Einnig lagður fram ársreikningur Hafnarsambandsins fyrir árið 2011 lagður fram.
HS Veitur – aðalfundarboð
Lagt fram. Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri er tilnefndur af hálfu Sveitarfélagsins Voga til að sækja fundinn.
Samband íslenskra sveitarfélaga – landsfundarboð
Erindið lagt fram.
Lánasjóður sveitarfélaga – auglýsing eftir framboðum í stjórn
Lagt fram.
HS Veitur – samkomulag um gatnalýsingu
Bæjarráð samþykkir samninginn samhljóða.
Málefni aldraðra – úttekt á viðhorfum og aðstæðum eldri borgara
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra 05.03.12 um úttekt á viðhorfum og aðstæðum eldri borgara í Sveitarfélaginu Vogum.
Vogajarðir – kauptilboð
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs á 127. fundi þann 1. febrúar 2012. Afgreiðsla málsins er bókuð í trúnaðarmálabók.
Verkferlar innheimtu – samantekt verkferla og kostnaður við innheimtu
Málið var áður á dagskrá 128. fundi bæjarráðs þann 15.02.2012. Lögð fram að nýju samstarfsyfirlýsing Motus og Sveitarfélagsins Voga. Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 05.03.2012 um málið þar sem m.a. kemur fram kostnaður sveitarfélagsins við innheimtu árin 2009 – 2011.
Lionsklúbburinn Keilir – samkomulag um lóðarmál og stöðuleyfi
Málið var áður á dagskrá 128. fundar bæjarráðs þann 15.febrúar 2012. Málinu er vísað til umfjöllunar Umhverfis- og skipulagsnefndar þar sem óskað er eftir afstöðu til umsóknar til stöðuleyfis. Bergur Álfþórsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa máls.
Álagning fasteignaskatta í hesthúsahverfi – erindi Vignis Andersen dagsett 20. febrúar 2012.
Erindið lagt fram. Bæjarráð óskar eftir fundi með formanni Vogahesta um málið.
Meindýraeyðing – erindi Daníels Sigurðssonar
Lagður fram tölvupóstur frá Daníel Sigurðssonar (málsnr. 1203002). Bæjarráð óskar eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar um erindið.
Tilboð í endurnýjun tölvukosts í Stóru-Vogaskóla
Lögð fram tilboð í 16 nýjar tölvur frá Advania og Snertu. Bæjarráð samþykkir að ráðast í kaup á tölvubúnaðinum og ganga að tilboði Snertu.
Viðmiðunarreglur leikskóla – frá Sambandi ísl.sveitarfélaga
Erindið lagt fram.
Vogastrætó – farþegatölur í febrúar 2012
Lagt fram. Bæjarráð fagnar aukinni notkun Vogastrætó.
Þjóðarsáttmáli gegn einelti
Lagt fram
Fundur fulltrúa meirihlutans með fulltrúum Landsnets hf. þann 28.febrúar 2012.
Samþykkt að á næsta fundi bæjarráðs verði lagt fram minnisblað Ívars Pálssonar hrl um málið sem og minnisblað bæjarstjóra.
Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 08:25