Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
FUNDARGERÐ
Árið 2012
126. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði miðvikudaginn 18. janúar, 2012 kl. 6.30 á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga.
Mættir eru: Kristinn Björgvinsson, Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, auk Ásgeirs Eiríkssonar bæjarstjóra sem ritar fundargerð í tölvu.
Kristinn Björgvinsson stýrir fundi.
Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 14.12.2011
Fundagerðin lögð fram.
Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja – Heklunnar – frá 16.12.2011 og 06.01.2012
Fundagerðirnar er lagðar fram.
Stefnumótun um Græna hagkerfið.
Lögð fram greinargerð Sveitarfélagsins Voga um Græna hagkerfið. Bæjarráð leggur til að greinargerðin verði lögð til grundvallar umsókn Sveitarfélagsins Voga um að verða tilraunasveitarfélag í Græna hagkerfinu.
Félagsþjónusta – endurskoðun samnings.
Lögð fram drög að samningi Félagsþjónustu Sandgerðisbæjar við Sveitarfélagið Garð og Sveitarfélagið Voga um skipan, rekstur og starfsemi sameiginlegrar félagsmálanefndar og barnaverndarnefndar, ásamt fjárhagsáætlun samningsins. Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
Gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga.
Lögð fram tillaga að uppfærðri gjaldskrá sveitarfélagsins ásamt yfirliti um breytingar á einstökum gjaldaliðum í íþróttamiðstöð. Bæjarráð staðfestir gjaldskrána.
Gerð siðareglna kjörinna fulltrúa
Lagðar fram siðareglur kjörinna fulltrúa í nokkrum nágrannasveitarfélögum.
Umræða fór fram um siðareglur, gerð þeirra og gildissvið. Jafnframt fjallað um hvort setja skuli samskiptareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna. Bæjarráð samþykkir að unnið skuli að gerð samskiptareglna kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins. Bæjarstjóra falið að vinna tillögur að samskipta- og siðareglum.
Erindi Sverris Ragnarssonar vegna höfundarréttar á ljósmyndum
Lagt fram bréf dagsett 10.janúar 2012 ásamt fylgigögnum.
Vísað til bæjarstjóra.
Vogastrætó 2011 – yfirlit um farþegafjölda.
Lagt fram yfirlit yfir fjölda farþega árið 2011. Tilraunaverkefnið „Vogastrætó“ hefur nú staðið yfir í 5 mánuði, farþegafjöldi hefir verið að meðaltali 94 farþegar á mánuði fyrstu 5 mánuðina. Bæjarráð þakkar fyrir greinagóðar upplýsingar um verkefnið sem m.a. verða grundvöllur endurskoðunar á verkefninu í vor.
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar – tilboð í hirðingu íþróttavalla.
Lagt fram tilboð frá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar um viðhald og umhirðu íþróttavalla sumarið 2012. Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna í málinu.
Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, Heklan. Tilnefning í stjórn félagsins.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Ásgeir Eiríksson sem aðalmann í stjórn. Til vara Inga Sigrún Atladóttir.
Ímynd suðurnesja – tilnefning í rýnihóp
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Jón Elíasson sem fulltrúa í rýnihópinn og Ingu Sigrúnu Atladóttur til vara.
Siglingamálastofnun – skýrsla um sjóvarnir.
Skýrslan lögð fram.
Matvælastofnun – beiðni um umsögn vegna ræktunarleyfis í Stakksfirði
Bæjarráð leggur áherslu á að fjarlægðarmörk séu virt og að tryggt sé að fyrirhuguð ræktunarstaðsetning trufli ekki siglingarleið úr og í Vogahöfn. Jafnframt bendir bæjarráð á mikilvægi þess að ræktunarsvæðið fari ekki inn á skilgreint akkerissvæði í Stakksfirði.
Umferðastofa – ábendingar um snjómokstur
Lagt fram bréf Umferðarstofu dagsett 9.janúar 2012. Bæjarráð samþykkir að ráðist skuli í gerð verklagsreglna um snjómokstur.
UMFÍ – fyrirspurn vegna gistingar fyrir keppnishópa
Lagt fram.
Lífs-kraftur, beiðni um styrk.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 08:45