Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

125. fundur 04. janúar 2012 kl. 06:30 - 07:58 bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

FUNDARGERÐ

Árið 2012

125. fundur

Fundur haldinn í bæjarráði miðvikudaginn 4. janúar, 2012 kl. 6.30 á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga.

Mættir eru: Kristinn Björgvinsson, Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, auk Ásgeirs Eiríkssonar bæjarstjóra sem ritar fundargerð í tölvu.

Kristinn Björgvinsson stýrir fundi.

Samþykkt að leita afbrigða og taka á dagskrá sem 9. mál erindi Fyrirtækjaþjónustu Íslandsbanka um gerð ráðgjafasamnings v/ sölu á H.S.Veitum. Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 19.1.2011, 1.3.2011 og 2.11.2011

Fundagerðirnar lagðar fram.

  1. Fundargerð 342.fundar Hafnarsambandsins frá 18.11.2011

Fundagerðin er lögð fram.

  1. Verksamningur um gatnalýsingu

Samningurinn ásamt fylgigögnum lagður fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um samninginn.

 

  1. Orkustofnun – beiðni um umsögn v/ rannsóknarleyfis á Keilisnesi

Lagt fram bréf Orkustofnunar dags. 16.12.2011, ásamt fylgigögnum. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti við veitingu rannsóknarleyfis á heitu og köldu vatni á Keilisnesi. Hörður gerir við það athugasemd að í umsókninni er vitnað í samning milli Sveitarfélagsins Voga og ríkisins sem ekki er til.

 

  1. Úthlutun byggðakvóta 2011-2012

Lagt fram bréf Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.

Bæjarráð óskar eftir heimild ráðuneytisins um að landa megi aflanum utan byggðarlags og að fallið verði frá kröfu um tvöfalt aflamark. Bæjarstjóra falið að vinna nánar að úrvinnslu málsins.

 

  1. Aðalskipulag Grindavíkur 2010 - 2030

Lagt fram bréf Grindavíkurbæjar dags. 13.12.2011 ásamt greinargerð með aðalskipulagi.

 

 

  1. Eignarhaldsfélagið Fasteign – greiðslufrestur hluta leigugreiðslna

Lagt fram

 

  1. Reglur um niðurgreiðslu vistunarkostnaðar barna í leikskólum.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tekjuviðmið vegna niðurgreiðslu leikskólagjalda:

TEKJUVIÐMIÐ

Brúttótekjur á ári

Á mánuði

Afsl.

 

 

 

Einstaklingur

 

 

0 til 2.576.700 kr.

214.725 kr.

40%

2.576.701 til 3.092.040 kr.

257.670 kr.

20%

 

 

 

Fólk í sambúð

 

 

0 til 3.607.380 kr.

300.615 kr.

40%

3.607.381 til 4.328.856 kr.

360.738 kr.

20%

 

Niðurgreitt leikskólagjald gildir einungis af heilsdagsgjaldi, vegna greiðslu fyrir 8 tíma vistun eða lengri vistun.

 

  1. Ráðgjafasamningur v/ sölu á 0,1% hlut Sveitarfélagsins Voga í H.S.Veitum

Lagður fram tölvupóstur frá Fyrirtækjaþjónustu Íslandsbanka ásamt samningsdrögum vegna hugsanlegrar sölu Sveitarfélagsins Voga á 0,1% hlut sínum í H.S.Veitum.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 07:58

Getum við bætt efni síðunnar?