Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

284. fundur 04. september 2019 kl. 06:30 - 07:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá

1.Áfengi og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

1908067

Umsögn IOGT á Íslandi um innleiðingu Íslands á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

1907014

Fyrstu drög og vinnuskjöl vegna fjárhagsáætlunar 2020 - 2023
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.

3.Framkvæmdir 2019

1902059

Minnisblað bæjarstjóra dags. 2.9.2019 um stöðu framkvæmda
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.

4.Beiðni um samstarf

1909001

Erindi Quadran Iceland Development, beiðni um samstarf um uppsetningu vindmyllugarða í lögsögu sveitarfélagsins
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð þakkar erindið og þann áhuga sem bréfritari hefur á samstarfi við sveitarfélagið. Bæjarráð bendir á að á yfirstandandi kjörtímabili stendur yfir endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins, og telur því að svo stöddu ekki raunhæft að taka afstöðu til erindisins.

5.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga.

1908033

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019 - 2033.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.

6.Fundargerðir Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 2019.

1901014

Fundargerð 505. fundar stjórnar Kölku
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

7.Fundir Brunavarna Suðurnesja 2019.

1907021

Fundargerðir 40. og 41. fundur stjórnar Brunavarna Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:30.

Getum við bætt efni síðunnar?