Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
FUNDARGERÐ
Árið 2011
122. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði miðvikudaginn 16. nóvember, 2011 kl. 6.30 á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga.
Mættir eru: Jóngeir Hlinason, Bergur Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir.
Inga Sigrún Atladóttir varaformaður bæjarráðs stýrir fundi, Bergur Álfþórsson ritar fundargerð í tölvu.
Inga Sigrún leitar afbrigða með að setja á dagskrá 2 mál, og er það samþykkt, fjárhagsáætlun 2012 verður mál 42, þjónustusamningur við EJS verður 43. mál.
75. fundargerð þjónustuhóps aldraðra.
Fundagerðin lögð fram.
76. fundargerð þjónustuhóps aldraðra
Fundagerðin lögð fram.
77. fundargerð Þjónustuhóps aldraðra
Fundagerðin lögð fram.
226. fundur HES
Fundagerðin lögð fram.
Frá Brussel til Breiðdalshrepps – skýrsla
Skýrslan lögð fram til kynningar.
632. stjórnarfundar SSS – fundargerð
Fundagerðin lögð fram.
Bréf frá Norræna félaginu í Vogum
Bæjarráð felur Oddi Ragnari Þórðarsyni og Sveindísi Skúladóttur að ganga til samninga við Norræna félagið og leggja fyrir bæjarráð.
Bréf frá Bryn Ballet Akademíunni
Bæjarráð þakkar hlý orð í garð bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Vogum og óskar Akademíunni góðs gengis í sínu starfi.
Bréf til Vegagerðarinnar
Bréfið lagt fram til upplýsingar.
23. fundur Menningarráðs Suðurnesja
Fundagerðin lögð fram.
Fundargerð 341. Hafnasambands
Fundagerðin lögð fram.
Bréf frá Hagstofu Íslands vegna manntals
Bréfið lagt fram.
Fundargerð DS. frá 20. október 2011
Fundagerðin lögð fram.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga telur að skoða verði öldrunarmál á Suðurnesjum gaumgæfilega með það að markmiði að móta stefnu í málaflokknum til framtíðar.
Staðgreidsluáætlun október 2011
Staðgreiðsluáætlunin lögð fram.
HES v/starfsleyfis fráveitu
Bæjarráð felur skipulags og byggingarfulltrúa að sækja um starfsleyfi fyrir fráveitu sveitarfélagsins.
Bréf frá Brunavörnum Suðurnesja
Bæjarráð tekur vel í erindið.
Bréfinu vísað til fræðslunefndar.
Bréf frá vegna úttektarskýrslu Tollstjóra
Bæjarráð felur Oddi Ragnari Þórðasyni að svara bréfi tollstjóra.
50. fundur fjölskyldu og velferðarnefndar
Fundagerðin lögð fram.
Velferðarráðuneytið, Öryggi barna hjá dagforeldrum
Bréfið er lagt fram til kynningar.
Vímulaus Æska – Foreldrahús
Bréfinu vísað til frístunda og menningarnefndar.
Bréf frá meistaraflokki Þróttar
Bæjarráð felur Oddi Ragnari Þórðarsyni og Jóngeiri Hlinasyni að kalla forsvarsmenn meistaraflokks til viðræðna.
Bréf frá Ungmennafélaginu Þrótti
Bæjarráð felur Oddi Ragnari Þórðasyni og Jóngeiri Hlinasyni að endurnýja samstarfsamninginn við UMFÞ og leggja fyrir bæjarráð.
Snorraverkefnið
Bréfið lagt fram.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Fundargerð samráðsfundar ríkis og sveitarfélaga
Fundagerðin lögð fram.
Frá Velferðarráðuneytinu v. aukinnar þjónustu.
Bréfinu vísað til fræðslunefndar.
Bréf frá Skipulagsstofnun v. Landsskipulagsstefnu
Bréfinu vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
Umhverfisráðuneyti v. Skipulagsreglugerðar
Bréfinu vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
Umhverfisráðuneyti. Landsáætlun v. Úrgangs
Bréfinu vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
Bókun stjórnarfundar SSS
Oddur Ragnar Þórðarson fór fyrir hönd sveitarfélagsins á fund SSS og fór yfir stöðu mála.
Íbúðir í Álfagerði
Forseti bæjarstjórnar leggur fram upplýsingar um kostnað við íbúðir sveitarfélagsins í Álfagerði .
Búfjáreftirlit í sveitarfélaginu Vogum
Bæjarráð samþykkir að ráða Hörð Guðbrandsson Grindavík sem Forðagæslumann/búfjáreftirlitsmann Voga. Forseta bæjarstjórnar falið að ganga til samninga við Hörð.
Fundargerðir 1. og 3. fundar í mennta- og menningarhópi sveitarfélagsins voga
Fundagerðin lögð fram. Samþykktir um „Menntasjóð Sveitarfélagsins Voga“ lagðar fram, vísað til fræðslunefndar til umsagnar.
1. fundagerðir hóps um skipulag Flekkuvíkur.
Fundagerðin lögð fram til upplýsingar.
Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar að hafa samband við Landslag um aðstoð við gerð deiliskipulags og til að aðstoða við endurskoðun á aðalskipulagi.
Samningur um skólaskrifstofu
Tilboðið skólaskrifstofu Hafnarfjarðar lagt fram.
Íbúafundur
Bæjarráð býður íbúum sveitafélagsins til íbúafundar fimmtudaginn 8. desember klukkan 20:00. Fjárhagsáætlun verður kynnt og bæjarfulltrúar sitja fyrir svörum.
Ósk Sveitarfélagsins Voga um að verða tilraunasveitarfélag í Græna Hagkerfinu.
Á fundi fjárlaganefndar var lögð fram beiðni sveitarfélagsins um að verða tilraunasveitarfélag í græna hagkerfinu. Forseta bæjarstjórnar falið að fylgja málinu eftir.
Kynningarmál sveitarfélagsins.
Ari Trausti Guðmundsson og Valdimar Leifsson mættu á fundinn nkl 08:10 og kynntu væntanlega mynd um Reykjanesið. Ari og Valdimar viku af fundi kl 08:30.
Reykjanesjarðvangur – undirbúningshópur.
Fyrsti fundur í undirbúningshóp um Reykjanesjarðvang verður haldinn í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi í Grindavík, fimmtudaginn 24. nóvember kl. 12:00.
Bæjarráð felur Bergi Álfþórssyni að sækja fundinn.
Samningur um endurskoðun fyrir Sveitarfélagið Voga
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við BDO ehf um endurskoðun sveitarfélagsins. Skrifstofustjóra er falið að ganga frá samningi við BDO.
Umsókn um byggðarkvóta
Sveitarfélagið hefur sótt um byggðarkvóta til sjávarútvegsráðuneytisins.
Umsóknin er lögð fram.
Aðalfundur EFF
Stefnt er að hluthafafundi í EFF 30. nóvember. Forseta bæjarstjórnar, formanni bæjarráðs og Oddi Ragnari Þórðarsyni er falið að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Forseta bæjarstjórnar falið að fara með atkvæði sveitarfélagsins á hluthafafundi.
Fjárhagsáætlun 2012
Frá 1.ágúst 2012 verður leikskólinn Suðurvellir 3. deilda leikskóli, inntaka í leikskólann mun miðast við 2. ára aldur .
„Reglur um akstursstyrk til námsmanna sem stunda nám utan Vatnsleysustrandarhrepps“ falla úr gildi, þar sem sveitarfélagið Vogar niðurgreiðir almenningssamgöngur til og frá sveitarfélaginu.
Oddur Gunnar Jónsson kom til fundarins 08:40 og fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2012 og útkomuspá ársins 2011.
Þjónustusamningur við EJS.
Bæjarráð felur skrifstofustjóra að undirrita nýjann þjónustusamning við EJS.
Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 9:40.