Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

120. fundur 19. nóvember 2011 kl. 06:30 - 08:30 Iðndal 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

FUNDARGERÐ

Árið 2011

120. fundur

Fundur haldinn í bæjarráði miðvikudaginn 19. október, 2011 kl. 6.30 á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga.

Mættir eru: Kristinn Björgvinsson, Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir.

Kristinn Björgvinsson formaður bæjarráðs stýrir fundi, Inga Sigrún Atladóttir ritar fundargerð í tölvu.

  1. Lokaúttekt íþróttasvæðis – uppbyggingar knattspyrnuvalla.

 

Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar að kanna hvort búið sé að gera upp öll skaðabótamál vegna vallarins áður en gengið er frá verklokum.

 

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Endurgerð gatna 2011. Fundargerð 5. verkfundar.
    Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 631. fundar stjórnar SSS.

Fundagerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 8. fundar Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

Fundagerðin er lögð fram.

Hörður Harðarson tekur undir áskorun atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar varðandi 3. lið fundargerðarinnar og lýsir yfir verulegum áhyggjum af ákvörðun meirihluta bæjarfulltrúa í Vogum um jarðstrengi.

 

  1. Fundargerð 217. fundar stjórnar B.S.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. september, 2011. Hvatning vegna kvennafrídagsins 25. október n.k.

Bréfið er lagt fram.

 

 

 

  1. Bréf velferðarráðuneytisins, dags. 9. september, 2011. Aðgerðaáætlun sveitarfélaga vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

Bréfið lagt fram.

Bæjarráð sveitarfélagsins Voga tekur undir hvatningu ráðaneytisins um aðgerðaráætlun gegn ofbeldi en bendir á að í anda jafnréttis að hvetja eigi sveitarfélög til að vinna aðgerðaáætlanir gegn ofbeldi almennt. Bæjarráð telur að ofbeldi karla og kvenna hvort sem er í nánum samböndum eða ekki eigi aldrei að líðast.

 

  1. Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs.

Ársskýrslan er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 31. fundar FMN.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að verkáætlun fyrir tjaldstæðið og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs. Umhverfis og skipulagsnefnd falið að vinna áfram að skipulaginu.

 

  1. Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 11. október, 2011. Stefnumótun ráðuneytisins í íþróttamálum.

Bréfið er lagt fram.
Bréfið sent til frístunda- og menningarnefndar til kynningar.

 

  1. Fundargerð 310. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Starfslok bæjarstjóra.

Meirihluti bæjarstjórnar bókar:

Eirný Valsdóttir hefur látið af störfum sem bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga.
Skrifstofustjóri er staðgengill bæjarstjóra og mun sjá um daglegan rekstur sveitarfélagsins þar til nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn. Forseti bæjarstjórnar mun sitja fundi sem bæjarstjóri hefur hingað til setið ef þörf krefur. Forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs taka ákvarðanir í þeim málum sem ekki lúta að daglegum rekstri og hafa verið á heldi bæjarstjóra hingað til.

Bæjarráð þakkar bæjarstjóra vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Bæjarráð felur forseta bæjarstjórar og formanni bæjarráðs að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra.

 

Hörður Harðarson leggur fram eftirfarandi bókun:

Eins og kemur skýrt fram í 61.grein samþykktar um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Voga ræður bæjarstjórn æðstu stjórnendur en ekki bæjarfulltrúar og mótmæli ég því vinnubrögðum forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráð harðlega við uppsögn bæjarstjóra.

Einnig óska ég eftir upplýsingum um kostnað sveitarfélagsins við bæjarstjóraskipti þ.e. kostnaður við starfslok fyrrverandi bæjarstjóra, kostnað staðgengils og áætlaðan kostnað við ráðningu á bæjarstjóra.

 

  1. Atvinnumál - trúnaðarmál.

Í framhaldi mættu fulltrúar Hofholts á fundinn 7:30.
Umræður um kræklingaeldi í Vogum.

 

  1. Vinabæjarsamstarf.

Nýlega hefur verið stofnuð deild í norræna félagsins í Sveitarfélaginu Vogum. Tengiliður verkefnisins er Marta Guðrún Jóhannesdóttir.

Bæjarráð felur frístunda og menningarfulltrúa að vera í sambandi við félagið vegna vinabæjarsamstarfs.

  1. Undirbúningur fjárhagsáætlunar.

Umræður um fjárhagáætlun.

 

Til að gæta jafnræðis verður sérstakt gjald í leikskóla afnumið. Afsláttur af leikskólagjöldum verður aðeins veittur í gegnum félagsþjónustu sveitarfélagsins.

Bæjarráð felur tómstunda og menningarfulltrúa ásamt bæjarfulltrúunum Oddi Ragnari Þórðarsyni og Jóngeiri Hjörvari Hlinasyni að ræða við félög í sveitarfélaginu um samstarfssamninga.

 

 

  1. Bréf fjárlaganefndar Alþingis, dags. 5. Október, 2011. Fundur sveitarstjórnar með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2011.

Fundur með fjárlaganefnd verður 4. nóvember. Forseta bæjarstjórnar falið að undirbúa fundinn ásamt bæjarstjóra og mæta fyrir hönd sveitarfélagsins ásamt Oddi Ragnari Þórðarsyni, ef þörf krefur.

 

  1. Bréf Landsnets, dags. 30. september, 2011. Ósk um skýringar og rökstuðning með ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Voga.

Fyrir fundinum liggur bréf þar sem fyrirspurnum Landsnets er svarað.
Bæjarstjóra falið að senda svarbréfið.

 

  1. Starfsmannamál.

Bókað í trúnaðarbók.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 8:30.

Getum við bætt efni síðunnar?