Fundur Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
12. fundur
Fundur haldin í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 28. nóvember 2006
kl. 18:00 að Iðndal 2.
Mættir eru Anný Helena Bjarnadóttir, Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fundargerð 12. fundar skipulags- og byggingarnefndar dags. 31.10. 2006.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð 4. fundar félagsmála- og jafnréttisnefndar dags. 22.11.2006.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglur um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyris verði samþykktar.
Fundargerðin er samþykkt.
Fundargerðir 8. og 9. funda fræðslunefndar dags. 16.10.2006 og 20.11.2006.
Bæjarráð vísar tillögum fræðslunefndar varðandi 1. lið 8. fundargerðar til vinnu við fjárhagsáætlun.
Fulltrúi H lista vill bóka varðandi 4. lið 8. fundargerðar að ekki kemur fram í lögum um grunnskóla (31. gr) að skólanámskrá eigi að leggja fram til fræðslunefndar áður en hún tekur gildi, einungis kemur fram að slíkt skuli gera árlega. Með þeim hætti nýtist umsögn fræðslunefndar við árlega endurskoðun námskrárinnar.
Fulltrúi H lista bókar eftirfarandi varðandi 7. lið í fundargerð 8. fundar fræðslunefndar. Í bréfi formanns fræðslunefndar til skólastjóra er fyrirspurn mín á bæjarstjórnarfundi til E lista um sundþjálfara rangfærð og slitin úr öllu samhengi. Þær fullyrðingar sem koma fram í bréfi meirihluta fræðslunefndar eru eingöngu byggðar á rangfærslum og því eingögnu til þess fallnar að ráðast að starfsheiðri mínum og breiða út róg um mig til minna yfirmanna. Ég vil beina því til formanns fræðslunefndar að fullreyna slíkar fullyrðingar í framtíðinni áður en ráðist er í bréfaskriftir sem þessar jafnframt því sem ég fer fram á afsökunarbeðni af hennar/þeirra hálfu.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
Fundargerðir 171. til 173. fundar BS.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
Fundargerðir 20. til 25. fundar svæðisráðs málefna fatlaðra á Reykjanesi.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
Fundargerðir 263. og 264. fundar stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 14.11.2006.
Bréfið er lagt fram til kynningar.
Bréf frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja dags. 7.11.2006.
Bréfið er lagt fram til kynningar. Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að sækja fundinn.
Málefni Hreystivallar við Stóru- Vogaskóla.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og byggingafulltrúa að kanna stöðu sveitarfélagsins gagnvart seljanda búnaðarins og kanna hvort búnaður sé í samræmi við kröfur skv. reglugerð og sölulýsingu.
Bréf frá áhugahóp um samkomuhúsið Glaðheima, dags. 14.11.2006.
Bæjarráð þakkar hópnum fyrir erindið og felur byggingafulltrúa að gera úttekt á húsnæðinu sem verði grundvöllur frekari ákvarðanatöku.
Bréf frá Helga Hólm dags. 10.11.2006.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Lóðaframboð í sveitarfélaginu. Málefni Grænuborgarhverfis og miðbæjarsvæðis.
Bæjarstjóri lagði fram minnisblað um samstarf við verktaka um uppbyggingu miðbæjarsvæðis, en viðræður eru komnar vel á veg.
Bæjarráð fagnar því að viðræður séu vel á veg komnar, ekki síst þar sem framkvæmdum við Grænuborgarhverfi hefur seinkað vegna aðstæðna landeiganda.
Opinber gögn um öryggismál á Kaldastríðsárunum.
Engin gögn hafa fundist sem varða erindi nefndarinnar.
Starfsmannamál.
Starfsmannamál rædd.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2006.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins 2006 með tveimur atkvæðum, einn situr hjá.
Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 2007.
Bæjarráð samþykkir áætlanirnar.
Bæjarráð hvetur umhverfisnefnd til að leita leiða til að draga úr sorpmagni í sveitarfélaginu.
Fjárhagsáætlun 2007. Forsendur fjárhagsáætlunar kynntar. Forstöðumenn koma á fund bæjarráðs.
Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar og rætt við forstöðumenn um tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2007.
Formaður bæjarráðs leggur til að fengin verði ráðgjöf við gerð fjárhagsáætlunar, þriggja ára áætlunar og við fjárhagslega endurskipulagningu sveitarfélagsins frá KPMG ráðgjöf og endurskoðun. Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum. Einn situr hjá.
Bæjarráð leggur til að fjárhagsáætlun verði tekin til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 19. desember og til seinni umræðu þann 9. janúar 2007.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.50