Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

117. fundur 02. september 2011 kl. 06:30 - 09:40 Iðndal 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

117. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, föstudaginn 2. september, 2011 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mætt eru: Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, Erla Lúðvíksdóttir og Kristinn Björgvinsson, auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

Erla Lúðvíksdóttir vék af fundi kl. 09.15.

 

Formaður leitar afbrigða með að taka nýtt mál á dagskrá. Samþykkt að 24. mál á dagskrá verði fundargerð 309. fundar skólanefndar FS.

 

  1. Almenningssamgöngur.

Samningur milli SBK og Sveitarfélagsins Voga lagður fram.

Samningurinn gildir frá 20. ágúst, 2011 til 20. ágúst 2012. Endurskoðun verður í janúar, 2012 að frumkvæði sveitarfélagsins.

 

  1. Málefni Vogahafnar.

Bæjarráð samþykkir að frá og með 15. október ár hvert til og með 15. apríl verði einungis leyft að liggja við flotbryggjur að Jónsvör 2. Jónsvör 1 verður lokuð þann tíma. Lega er háð stærð báta, felst það meðal annars í lengd báta og stærð yfirbyggingar út frá vindálagi.

 

  1. Frístundakort.

Bæjarráð samþykkir að lengja greiðslutímabil um 15 daga.

 

  1. Vinnuskóli Sveitarfélagsins Voga, skýrsla sumarstarfs.

Skýrsla sumarstarfs lögð fram.

Bæjarráð þakkar fyrir skýrsluna. Starfsmönnum vinnuskólans, börn búsett í Sveitarfélaginu Vogum, eru þökkuð góð störf í sumar.

 

  1. Framfarasjóður.

Drög að auglýsingu fyrir almennan íbúafund varðandi tillögu um að höfuðstóll Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði nýttur til uppgreiðslu skulda A-hluta við sjóðinn, til greiðslu framkvæmda árið 2011 og  heimild til að draga á sjóðinn allt að 50 milljónum til að mæta rekstri árið 2011.

 

  1. Fundargerð 1. verkfundar endurgerðar gatna 2011.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga við Ellert Skúlason ehf. um endurnýjun Suðurgötu.

Endurgerðin verði fjármögnuð af Framfarasjóð.

 

  1. Bréf HS veitna, dags. 18. ágúst, 2011. Afsláttur á heitu vatni til sundlauga.

Bréfið er lagt fram.

HS-veitur tilkynna að afsláttur á heitu vatni til sundlauga lækki um áramótin 2011/2012 úr 50% í 30%.

 

 

  1. Efling sveitarstjórnarstigsins, gátlisti og umræðuskjal.

Gátlistinn og umræðuskjalið eru lögð fram.

 

  1. Bréf innanríkisráðuneytis, dags. 19. ágúst, 2011. Úrskurður ráðuneytisins í stjórnsýslumáli.

Bréfið er lagt fram.

Innanríkisráðuneytið úrskurðar að ákvörðun bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, dags. 7. júlí, 2010, um ráðningu í starf félagsmálastjóra Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga, er ólögmæt.

 

  1. Fundargerð 628. fundar stjórnar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Bréf iðnaðarráðuneytis, dags. 19. ágúst, 2011. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Samráðs- og kynningarferli.

Tillagan er lögð fram.

 

  1. Bréf Jafnréttisstofu dags. 15. ágúst, 2011. Jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.

Bréfið er lagt fram.

Sveitarfélagið Vogar hefur ekki sett sér jafnréttisáætlun.

 

  1. Mannréttindi á sveitarstjórnarstigi, lýðræðisvika 2011. http://www.samband.is/verkefnin/lydraedis--og-mannrettindamal/frettir---lydraedimannrettindi/nr/1161

Lýðræðisvika 2011 er helguð mannréttindum á sveitarstjórnarstigi.

Bæjarráð beinir þeim tilmælum til stjórnar SSS að hún veki athygli á mikilvægi lýðræðislegrar þátttöku íbúa sveitarfélaga til dæmis með fræðslufundi.

 

  1. Bréf UMFÍ, dags. 15. ágúst, 2011. Forvarnamál.

Bréfið er lagt fram.

Vísað til frístunda- og menningarnefndar.

 

  1. Fundargerð 4. fundar Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Geopark.

Minnisblað bæjarstjóra varðandi geopark/jarðvang lagt fram.

Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndir um stofnun jarðvangs á Suðurnesjum.

 

  1. Undirbúningur fjárhagsáætlunar.

Yfirlit greiddrar staðgreiðslu 2011 lagt fram.

Rætt um undirbúning fjárhagsáætlunar.

 

  1. Ársreikningur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

Ársreikningurinn er lagður fram.

 

  1. Ársreikningur Samvinnu.

Ársreikningurinn er lagður fram.

 

Sæmundur Þórðarson, Hörður Einarsson og Eydís Franzdóttir fulltrúar landeigenda í sveitarfélaginu mæta á fund bæjarráðs kl. 08.00

 

  1. Bréf landeigenda í sveitarfélaginu, dags. 16. ágúst, 2011. Háspennulínur í jörð.

Bréfið er lagt fram.

Landeigendur fara fram á breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins á þá leið að Suðvesturlína verði lögð í jörð frekar en í loftlínu.

Fulltrúar landeigenda víkja af fundi kl. 08.40

 

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

  1. Fundargerð 48. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga furðar sig á að áætlun um kostnað við rekstur Félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2011 hafi fyrst verið lögð fram á fundi nefndar í ágúst, 2011 og ekki kynnt fyrir bæjarstjórn sveitarfélagsins áður.

Í áætluninni eru íbúar Sveitarfélagsins Voga taldir vera 1.206. Allt árið 2010 og það sem af er ári 2011 hefur fjöldi íbúa verið nær 1.100 en 1.200.

Farið er fram á að skipting kostnaðar verði leiðrétt í samræmi við íbúafjölda og að áætlanir verði framvegis kynntar bæjarstjórn áður en þær eru lagar fram í nefnd.

 

  1. Dagur íslenskrar náttúru.

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur 16. september næstkomandi.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með að Heilsuleikskólinn Suðurvellir og Stóru-Vogaskóli munu efna til viðburða í því skyni að vekja athygli á íslenskri náttúru.

 

  1. Fyrirmyndarlandið Ísland.

Lagt fram.

Bæjarráð þakkar þeim er standa að www.allir.is fyrir ágætar hugmyndir.

 

  1. Fundargerð 309. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.40

Getum við bætt efni síðunnar?