Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
113. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 5. maí, 2011 kl. 06.30 að Iðndal 2.
Mætt eru: Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, Oddur Ragnar Þórðarson Jóngeir Hjörvar Hlinason, auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.
Ársreikningur 2010. Lagður fram á 62. fundi bæjarstjórnar.
Umræða um ársreikning og stöðu bæjarfélagsins milli bæjarstjórnarfunda.
Fundargerð 21. verkfundar endurbóta fráveitu.
Fundargerðin er lögð fram.
Bréf til Eignarhaldsfélagsins Fasteign.
Bæjarstjóri sagði frá gangi mála.
Inga Sigrún og Oddur Ragnar lýsa yfir vanhæfi sínu og víkja af fundi kl. 07.05.
Samstarfssamningur við bæjarmálafélag H-listans.
Drög að samstarfssamningi við bæjarmálafélags H-listans lagt fram.
Bæjarráð er vanhæft að fjalla um samstarfssamninginn.
Drögum að samstarfssamningi er vísað til frekari vinnslu hjá frístunda- og menningarfulltrúa.
Inga Sigrún og Oddur Ragnar mæta aftur á fund kl. 07.10.
Almenningssamgöngur.
Sagt frá fundi um almenningssamgöngur á Suðurnesjum..
Innlausn hluta í HS-Orku. Kaup- og sölusamningur um hlutafé.
Lagður fram kaupsamningur um hluti Sveitarfélagsins Voga í HS Orku hf., ódags 2011.
Samþykkt að selja Magma Energy Sweden A.B. hluti sveitarfélagsins í HS Orku hf. á kr. 28.225.202,- með þeim skilmálum sem fram koma í framlögðum samningi. Bæjarstjóra falið að ganga frá sölunni og endanlegum samningi.
Flutningur LHG á Suðurnes.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vekur athygli á því að í athugun á hagkvæmni flutninga Landhelgisgæslunnar er Deloitte hf gerði fyrir innanríkisráðuneytið kemur fram að núverandi aðstaða Landhelgisgæslunnar í heild er nógu góð til skemmri tíma en það þyrfti að bæta aðstöðuna til lengri tíma litið, sérstaklega ef áætlanir eru um eflingu starfseminnar. Bæjarráð er fullvisst um að Suðurnes eru góður kostur fyrir Landhelgisgæsluna til framtíðar. Öll aðstaða er nú þegar fyrir hendi. Brýnt er að innanríkisráðherra taki meiri hagsmuni fram yfir minni og stefni að flutningi Gæslunnar þangað sem hún getur þróast áfram.
Fundargerðir 624. og 625. funda SSS.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
Bæjarráð harmar að SSS hafi ekki farið að lögum við ráðningu í stöðu verkefnastjóra og fagnar því að svona vinnubrögð heyri fortíðinni til.
Fundargerð 216. fundar BS.
Fundargerðin er lögð fram.
Formaður bæjarráðs sagði frá viðræðum um samninga um sjúkraflutninga á Suðurnesjum.
Samkvæmt lögum sér ríkið um sjúkraflutninga. Síðastliðin ár hafa sveitarfélög þau er standa að BS lagt tugi milljóna ár hvert í sjúkraflutninga. Ef samningar við ríkið um auknar greiðslur nást ekki á næstunni leggur bæjarráð Sveitarfélagsins Voga til að samningi um sjúkraflutninga á Suðurnesjum verði sagt upp.
Fundargerð 405. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð 3. fundar stýrihóps um eflingu menntunar á Suðurnesjum.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs, dags. 6. apríl, 2011.
Fundargerðin er lögð fram.
Bréf frá umboðsmanni alþingis, dags. 18. apríl, 2011. Kvörtun Stefáns Árnasonar í Austurkoti.
Bréfið er lagt fram.
Stefán Árnason kvartaði til umboðsmanns alþingis yfir því að sveitarfélagið hafi ekki svarað ódagsettu bréfi hans til bæjarráðs.
Svarbréf dags. 3. mars lagt fram ásamt svarbréfi til umboðsmanns alþingis.
Umboðsmaður alþingis hefur lokið málinu með bréfi dags. 2. maí, 2011.
Bréf frá safnaráði, dags. 6. apríl, 2011. Ríkisframlög til safnastarfs.
Bréfið er lagt fram.
Bæjarráð tekur undir með safnaráði að æskilegt er að fjárveitingar ríkisins til safnastarfs verði með þremur leiðum, í gegnum safnasjóð, í gegnum menningarsamninga mennta- og menningarráðuneytisins við sveitarfélög og í gegnum samninga við ríkisstyrkt söfn á fjárlögum.
Bréf Radda, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn, dags. 15. apríl, 2011. Niðurskurður skólabókasafna.
Bréfið er lagt fram.
Vísað til fræðslunefndar.
Umsögn um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga.
Frumvarpið með áorðnum breytingum er lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda nefndasviði alþingis umsögn um frumvarpið.
64. gr. Viðmiðanir um afkomu og fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga telur ástæðu til að skoða sérstaklega hvort nauðsynlegt er að veita sveitarfélögum aðlögunartíma áður en farið verður að beita skuldareglu af fullum þunga. Ef ekki er gætt hófs í beitingu úrræða og skilyrða sem ráðherra er falið forræði á skv. 83.-85. gr er sjálfsforræði sveitarfélaga í hættu. Tryggja þarf að framkvæmd verði ekki með þeim hætti að verulegur fjöldi sveitarfélaga verði að lúta stjórn ráðuneytis í áætlanagerð og ákvörðunum um fjárhagsmálefni. Því er brýnt að í skýringum við greinina komi afstaða ráðuneytisins skýrt fram.
97. gr. Landshlutasamtök sveitarfélaga. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga fagnar auknu vægi landshlutasamtaka sveitarfélaga.
Bæjarráð hvetur nefndarmenn sveitarfélagsins til að kynna sér frumvarpið.
Tölvupóstur frá afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar, dags. 19. apríl, 2011. Hinn 17. júní nk. verða 200 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Tölvupósturinn er lagður fram.
Vísað til frístunda- og menningarnefndar.
Inga Sigrún lýsir yfir vanhæfi sínu varðandi 18. lið og víkur af fundi kl. 07.50.
Ársskýrsla Ungmennafélagsins Þróttar.
Ársskýrslan er lögð fram.
Ársskýrslunni er vísað til frístunda- og menningarnefndar.
Inga Sigrún mætir á fund kl. 08.00
Vogahöfn.
Bæjarráð samþykkir að Vogahöfn verði frístundahöfn.
Ársskýrsla Eignarhaldsfélags Suðurnesja.
Ársskýrslan er lögð fram.
Fundargerð 52. fundar fræðslunefndar.
Fundargerðin er lögð fram.
Bréf frá SSS, dags. 28. apríl, 2011. Skipan í stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Bæjarráð tilnefnir Eirný Vals sem aðalmann í stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja og Ingu Sigrúnu Atladóttur til vara.
Samstarf við Tékkland, tölvupóstur dags. 20. apríl, 2011.
Tölvupósturinn er lagður fram.
Leitað er eftir samstarfsaðilum um umhverfismál sveitarfélaga.
Bæjarráð tilnefnir Þorvald Örn Árnason sem fulltrúa í samstarfið.
Fundargerð 31. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag.
Fundargerðin er lögð fram.
Drög að greinargerð lögð fram.
Bréf frá Landsneti, dags. 29. apríl, 2011. Suðurnesjalína 2. Viðræður við landeigendur.
Bréfið er lagt fram.
Landsnet tilkynnir að fyrirtækið óskar eftir að hefja samningaviðræður við landeigendur vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Suðurnesjalínu 2.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.50