Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

105. fundur 16. desember 2010 kl. 06:30 - 09:30 Iðndal 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

105. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 16. desember, 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Hörður Harðarson, Oddur Ragnar Þórðarson, Inga Sigrún Atladóttir og Kristinn Björgvinsson auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

 

Formaður bæjarráðs leitar afbrigða með að taka nýtt mál á dagskrá, undirskriftalista frá íbúum sveitarfélagsins. Samþykkt að taka málið á dagskrá sem lið nr. 22.

  1. skurður Sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumá

  2. Fundargerðin er lögð

  1. Fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2011, þriggja ára áætlun 2012-2014 og framkvæmdaáætlun til bæjarstjórnar.

 

  1. Hluthafafundur EFF.

Formaður bæjarráðs, forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri sögðu frá hluthafafundi EFF er haldinn var 7. desember.

 

Ívar Pálsson hdl mætti á fundinn kl. 07.30 undir þriðja lið.

 

  1. Dómur Héraðsdóms Reykjaness um ágreining Týrusar (áður TSH) og Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarráð leggur fram eftirfarandi bókun og harmar vinnubrögð þáverandi oddvita og framkvæmdastjóra:

Ljóst má vera að framburður þáverandi oddvita og þáverandi framkvæmdastjóra sveitarfélagsins vega þungt í niðurstöðu dómsins. Framkvæmdastjórar og oddvitar bera ábyrgð á rekstri sveitarfélaga, því er brýnt að vanda vel til meðferðar allra mála og skrá ákvarðanir í fundargerðir svo skuldbinding liggi ávallt fyrir.

 

Bæjarráð vísar dómi Héraðsdóms til bæjarstjórnar og leggur jafnframt til að niðurstöðu dómsins verði ekki áfrýjað.

 

Ívar Pálsson hdl vék af fundi kl. 08.00

 

  1. Bréf frá Halldóri H. Halldórssyni, dags. 1. desember, 2010.

Bréfið er lagt fram.

Halldór H. Halldórsson segir upp starfi sínu sem forðagæslumaður.

Bæjarráð þakkar Halldóri fyrir vel unnin störf.

 

  1. Endurbætur fráveitur, fundargerðir 10. og 11. verkfunda.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

Bæjarráð gerir athugasemd við að ítrekað er ekki staðið við dagsetningar í samningnum.

 

 

  1. Íþróttasvæði, fundargerðir 11. og 12. verkfunda.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

Bæjarráð gerir athugasemd við að ítrekað er ekki staðið við dagsetningar í samningnum.

 

  1. Merkingar sveitarfélagsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna í samráði við Vegagerðina að breyttum og auknum merkingum.

Bæjarráð óskar eftir að merki sveitarfélagsins verði á sveitarfélagamörkum. Einnig er óskað eftir að merki um kirkjustað og afþreyingu verði við mislæg gatnamót á Reykjanesbraut.

 

  1. Vegtollar er ríkisstjórn boðar að verði lagðir á umferð um Reykjanesbraut.

Bæjarráð leggst eindregið gegn hugmyndum ríkisstjórnarinnar um vegatolla á Reykjanesbraut. Vegatollar væru aukin skattlagning á íbúa Suðurnesja sem hefðu enga aðra leið til að komast inn í Reykjavík þar sem margir sækja vinnu. Hugmyndin er ekki til þess fallin að styðja við byggð á Suðurnesjum eins og ríkisstjórnin hefur áætlanir um.

 

  1. Fundargerð 22. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerðir 398. og 399. funda Kölku.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð fagnar samþykkt stjórnar fólkvangsins þess efnis að Umhverfisstofnun geri breytingar á samþykkt fólkvangsins þess efnis að Vogar verði aðili að stjórn hans.

 

  1. Fundargerð samráðsvettvangs stjórnvalda og sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 3. desember, 2010.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerðir 209., 210., 211. og 212. funda BS.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Fundargerð 1. fundar Íbúðalánasjóðs og sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerðir 39., 40. og 41. funda fjölskyldu- og velferðarnefndar.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Fundargerð 26. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð árlegs fundar sveitarstjórnarmanna eigenda DS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð stjórnar DS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 781. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Bréf frá EBÍ dags 12. október, 2010. Ágóðahlutagreiðsla 2010.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Ályktun SAMAN-hópsins vegna skemmtana fyrir unglinga undir lögaldri á vínveitingastöðum.

Ályktunin er lögð fram.

 

  1. Undirskriftarlisti eldri borgara í bæjarfélaginu.

Undirskriftarlistinn er lagður fram.

Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir umhyggju fyrir starfsmönnum bæjarins. Ekki er hægt að verða við erindinu.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.30

Getum við bætt efni síðunnar?