Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

104. fundur 02. desember 2010 kl. 06:30 - 08:00 Iðndal 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

104. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 2. desember, 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Bergur Brynjar Álfþórsson, Oddur Ragnar Þórðarson, Inga Sigrún Atladóttir og Kristinn Björgvinsson auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

  1. skurður Sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumá

  2. Fundargerðin er lögð

  1. Hluthafafundur EFF.

Fundarboð hluthafafundar þann 7. desember lagt fram.

Formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar mæta á boðaðan hluthafafund með bæjarstjóra.

 

  1. Bréf frá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar, dags. 21. nóvember, 2010. Skrifstofu/geymsluhús við golfskálann.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Golfklúbbinn um kr. 300.000.- vegna tjóns í eldsvoða.

 

  1. Bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 22. nóvember, 2010. Umsókn um styrk vegna eldvarnaátaksins 2010.

Bréfið er lagt fram. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Lokun vegslóða milli Naustakots og Neðri Brunnastaða á Vatnsleysuströnd.

Bréf Virgils Scheving Einarssonar dags. 29. nóvember, 2010 lagt fram.

Bæjarráð bendir á að í 55. grein vegalaga nr. 80/2007 með síðari breytingum segir:

,,Nú liggur vegur, stígur eða götutroðningur yfir land manns og telst eigi til neins vegflokks samkvæmt lögum þessum og er landeiganda þá heimilt að gera girðingu yfir þann veg með hliði á veginum en eigi má hann læsa hliðinu né með öðru móti hindra umferð um þann veg nema sveitarstjórn leyfi.“

Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta fjarlægja hindranir á vegslóða milli Naustakots og Neðri Brunnastaða á kostnað Virgils Scheving Einarssonar verði hann ekki við tilmælum bæjarstjóra um að fjarlægja þær.

 

  1. Boðun funda.

Reglur um boðun funda og greiðslur fyrir þá lagðar fram.

Bæjarráð samþykkir reglurnar.

 

  1. Fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun.

Útkomuspá 2010 lögð fram.

Bæjarstjóri sagði frá fundi með eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.00

Getum við bætt efni síðunnar?