Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
100. fundur
Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 7. nóvember, 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.
Mætti eru: Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir og Oddur Ragnar Þórðarson auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu. Kristinn Björgvinsson mætir á fund kl. 07.25.
Formaður bæjarráðs leitar afbrigða með að bæta einu máli á dagskrá. Samþykkt að 27. mál á dagskrá verði málefni HSS.
skurður Sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumá
Fundargerðin er lögð
Fundargerð 20. fundar frístunda- og menningarnefndar.
Fundargerðin er lögð fram.
Liðum 4, 5 og 6 er vísað aftur til frístunda- og menningarnefndar til frekari umfjöllunar og nánari útfærslu.
Fundargerðir verkfunda nr. 5 og 6 -endurbætur fráveitu.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
Fundagerð verkfundar nr. 6 - íþróttasvæði.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð 23. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Suðurnesja.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð 396. fundar stjórnar Kölku.
Fundargerðin er lögð fram.
Bæjarráð óskar frekari upplýsinga um fyrirhugaða hlutafélagavæðingu Kölku.
Fundargerð aðalfundar Heilsufélags Reykjaness.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundargerð vinnuhóps um flutning málefna fatlaðra.
Bæjarráð samþykkir tillögu vinnuhópsins um að mynda sameiginlega eitt þjónustusvæði og felur vinnuhópnum að útfæra tillöguna frekar.
Bréf frá Þroskahjálp á Suðurnesjum, dags. 28. september, 2010. Ályktun vegna fyrirhugaðs flutnings á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga.
Bréfið er lagt fram.
Bréf frá SFR dags. 31. ágúst, 2010. Flutningur málefna fatlaðra.
Bréfið er lagt fram.
Fundargerð 33. aðalfundar SSS.
Fundargerðin er lögð fram.
Ályktun um atvinnumál á Suðurnesjum.
Ályktunin er lögð fram.
Fundargerð 776. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin er lögð fram.
Ársfundur Jöfnunarsjóðs, fundarboð.
Fundarboðið er lagt fram.
Bæjarstjóri mun sitja fundinn.
Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, fundarboð.
Fundarboðið er lagt fram.
Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja hf.
Fundarboðið er lagt fram.
Forseti bæjarstjórnar mun sækja fundinn.
Ráðstefna um almannavarnir sveitarfélaga, fundarboð.
Fundarboðið er lagt fram.
Bæjarstjóri situr ráðstefnuna.
Umsókn um leyfi skv. lögum veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við opnunartíma eða staðsetningu fyrirhugaðrar starfsemi þar sem hún er í samræmi við gildandi skipulag.
Byggingafulltrúi mun senda sjálfstæða umsögn í samræmi við ákvæði reglugerðar.
Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 10. september, 2010. Ný reglugerð um skipulag.
Bréfið er lagt fram.
Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
Byggðakvóti.
Bæjarstjóra falið að sækja um byggðakvóta.
Atvinnustefna sveitarfélagsins.
Drög atvinnustefnu lögð fram.
Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 24. september, 2010. Tilmæli til sveitarstjórna vegna reglna um ráðningar starfsmanna sveitarfélaga.
Bréfið er lagt fram.
Í 6. grein um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins kemur meðal annars fram að meðal helstu verkefna bæjarstjórnar er að ráða bæjarstjóra og aðra starfsmenn í helstu stjórnunarstöður hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð leggur áherslu á að hér eftir sem hingað til sjá deildarstjórar hverrar deildar fyrir sig um að ráða aðra starfsmenn sveitarfélagsins.
Bréf frá Orkustofnun, dags. 29. september, 2010. Tilkynningaskyldar jarðboranir.
Bréfið er lagt fram.
Bæjarráð óskar eftir byggingafulltrúi taki saman upplýsingar um framkvæmdir þar sem borað hefur verið í jörðu vegna grunnvatns og/eða jarðhita og sótt hefur verið um leyfi fyrir hjá sveitarfélaginu.
Reglur um úthlutun leikskólavistar.
Farið yfir reglur leikskóla.
Vísað til fræðslunefndar.
Framfarasjóður, yfirlit yfir stöðu sjóðsins.
Yfirlit yfir stöðu 30. september, lagt fram.
Fjármálareglur fyrir sveitarfélög og samráð um efnahagsmál.
Bæjarráð samþykkir að vinna við fjárhagsáætlun, þriggja ára áætlun og endurskoðun verði í megindráttum eftir tillögum sem settar eru fram í skýrslu samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál. Það felur meðal annars í sér að fjárhagsáætlun 2010 verður ekki endurskoðuð.
Fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun.
Yfirlit yfir uppgreiðslu lána lagt fram. Samþykkt að greiða upp lán samkvæmt yfirliti.
Staða deilda, samanburður við áætlun, lögð fram.
Málefni HSS.
Bæjarráð harmar að enn einu sinni skuli framlög til HSS vera skorin niður umfram það sem vænta má að teknu tilliti til fjölda þjónustuþega og stærðar þjónustusvæðis.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.10