Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
10. fundur
Fundur haldin í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 24. október 2006
kl. 18:00 að Iðndal 2.
Mættir eru Anný Helena Bjarnadóttir, Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Formaður leitar afbrigða frá auglýstri dagskrá til að taka fyrir fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins undir 22. lið.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð síðasta fundar, dags. 10. okt. 2006.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fundargerð 9. fundar umhverfisnefndar dags. 11. okt. 2006.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fundargerð 8. fundar fræðslunefndar dags. 16. okt. 2006.
Bæjarráð frestar afgreiðslu þar til fundargerðin hefur verið undirrituð af öllum nefndarmönnum.
Fundargerð 29. aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 9. sept. 2006
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fundargerðir 560., 561., 562. og 563. fundar SSS
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
Fundargerð 360. fundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, dags. 21. sept. 2006.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fundargerð stjórnar DS dags. 4. sept. 2006.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar
Fundargerðir 169. og 170. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja.
169. fundargerð hefur áður verið til afgreiðslu. Fundargerð 170. fundar er lögð fram til kynningar.
Fundargerð 737. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar
Fundargerð XX. Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fundargerð 219. fundar launanefndar sveitarfélaga dags. 18. okt. 2006.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dags. 18. okt. 2006.
Bæjarráð fagnar styrknum og felur bæjarstjóra að hefja vinnu við gerð fræðsluskilta og bæklings um fuglalíf í Vogum.
Bréf frá samráðshóp um nýtt álagningarkerfi fasteignagjalda dags. 13. okt. 2006.
Bréfið er lagt fram til kynningar.
Bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu dags. 11 .okt. 2006.
Bæjarráð samþykkir að sækja um að taka þátt í verkefninu Hreyfing fyrir alla og felur bæjarstjóra nánari útfærslu í samstarfi við UMFÞ og Heilsugæslu Suðurnesja.
Bréf frá Samgönguráðuneytinu dags. 5. október 2006.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.
Bréf frá nefnd skipaðri samkvæmt ályktun Alþingis til aðgangs að opinberum gögnum um öryggismál, dags. 17. okt. 2006.
Bæjarstjóra falið að kanna hvort í vörslu sveitarfélagsins séu einhver gögn sem varða erindi nefndarinnar.
Dagur íslenskrar tungu þann 16. nóvember 2006.
Bæjarráð hvetur íbúa sveitarfélagsins til að hafa Dag íslenskrar tungu í heiðri, nú eins og undanfarin ár.
Hafnasambandsþing 2006.
Bæjarstjóri greindi frá því sem fram fór á Hafnasambandsþinginu.
Endurmat starfsmats.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga tilnefnir Önnu Huldu Friðriksdóttur, skrifstofustjóra í endurmatsteymi vegna starfsmats.
Refa- og minkaeyðing í Sveitarfélaginu Vogum.
Þrjár umsóknir bárust um að leyfi til að sinna refa- og minkaeyðingu í Sveitarfélaginu Vogum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við reynslumestu umsækjendurna.
Ósk um aukið starfshlutfall á leikskólanum Suðurvöllum.
Leikskólastjóri hefur óskað eftir því að afgreiðslu málsins verði frestað þar til niðurstaða liggur fyrir frá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins.
Fundargerðir 261. fundar og 262. fundar stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.20