Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

271. fundur 20. febrúar 2019 kl. 06:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson Bæjarritari
Dagskrá

1.Erindi frá Öldu-félagi um lýðræði og sjálfbærni,

1902009

Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, býður uppá ráðgjöf um styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðisins.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

2.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

1902042

Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 11.2.2019 um framboð til stjórnar sjóðsins.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

3.Breiðuholt 8-10, umsókn um lóð.

1902011

Eignarhaldsfélagið Normi sækir um parhúsalóðina Breiðuholt 8-10. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarskilmála.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

4.Útboð trygginga 2019

1901009

Upplýsing og kynning á fyrirhugðuðu útboði á tryggingum sveitarfélagsins
Lagt fram minnisbla bæjarstjóra dagsett 18.02.2019.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir tillöguna um að efnt verði til útboðs trygginga sveitarfélagsins.

5.Umsókn um lóð, Iðndal 12.

1703054

Erindi Elvars Hafsteinssonar dags. 12.2.2019, um skil á iðnaðarlóðinni Iðndalur 12.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram og samþykkt að auglýsa lóðina að nýju.

6.Sameining Kölku og Sorpu

1706027

Drög að viðauka við samning Reykjanesbæjar og Sperora um aðild sveitarfélagsins að ráðgjafasamningi aðila.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir viðaukann.

7.Framkvæmdir 2019

1902059

Minnisblað bæjarstjóra ásamt fylgigögnum vegna framkvæmda sem nú er lagt til að fari í útboð.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 18.02.2018

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að setja þau verkefni sem fram koma í minnisblaðinu í útboðsferli í samræmi við framlögð gögn.

8.Rafmagnsleysi í Vogum

1902060

Rafmagnsleysis hefur ítrekað orðið vart í sveitarfélaginu undanfarna vikur og mánuði. Óskað eftir skýringum frá HS Veitum um orsakir vandans og lausnir til úrbóta.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum sínum yfir tíðu rafmagnsleysi í sveitarfélaginu undanfarnar vikur og mánuði. Bæjarráð óskar eftir skýringum frá HS Veitum á orsökum þessa og lýsir yfir áhyggjum sínum af óviðunandi afhendingaröryggi raforku.

9.Húsnæðismál grunnskólans

1404060

Starfshópur um húsnæðismál grunnskólans var skipaður árið 2014. Minnisblað bæjarstjóra um að staðfesta og/eða skipa að nýju fulltrúa í starfshópinn.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fulltrúi D listans í starfshópnum verður Sigurpáll Árnason. Að öðru leyti er skipan starfshópsins óbreytt, þ.e. skólastjóri grunnskólans, formaður bæjarráðs og bæjarstjóri.

10.Frá nefndasviði Alþingis - 495. mál til umsagnar

1902014

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra), 495. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

11.Frá nefndasviði Alþingis -509. mál til umsagnar.

1902015

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

12.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 2019.

1902010

Fundargerð 275. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerð lögð fram.

13.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 2018.

1801067

Fundargerðir 272., 273. og 274. funda Heilbrigðisnefndar Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðir lagðar fram.

14.Fundir Skólanefndar Fjölbrautarskóla Suðurnesja.

1802017

Fundargerðir 347. og 348. funda Skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðir lagðar fram.

15.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerð Öldungaráðs Suðurnesja frá 4.2.2019
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerð lögð fram.

16.Fundir Reykjanes jarðvangs ses. 2019

1902024

Fundargerð 49. fundar stjórnar Reykjanes Geopark
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerð lögð fram.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?