Minnisblað bæjarstjóra ásamt fylgigögnum vegna framkvæmda sem nú er lagt til að fari í útboð.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 18.02.2018
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að setja þau verkefni sem fram koma í minnisblaðinu í útboðsferli í samræmi við framlögð gögn.
8.Rafmagnsleysi í Vogum
1902060
Rafmagnsleysis hefur ítrekað orðið vart í sveitarfélaginu undanfarna vikur og mánuði. Óskað eftir skýringum frá HS Veitum um orsakir vandans og lausnir til úrbóta.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum sínum yfir tíðu rafmagnsleysi í sveitarfélaginu undanfarnar vikur og mánuði. Bæjarráð óskar eftir skýringum frá HS Veitum á orsökum þessa og lýsir yfir áhyggjum sínum af óviðunandi afhendingaröryggi raforku.
9.Húsnæðismál grunnskólans
1404060
Starfshópur um húsnæðismál grunnskólans var skipaður árið 2014. Minnisblað bæjarstjóra um að staðfesta og/eða skipa að nýju fulltrúa í starfshópinn.
Afgreiðsla bæjarráðs: Fulltrúi D listans í starfshópnum verður Sigurpáll Árnason. Að öðru leyti er skipan starfshópsins óbreytt, þ.e. skólastjóri grunnskólans, formaður bæjarráðs og bæjarstjóri.
10.Frá nefndasviði Alþingis - 495. mál til umsagnar
1902014
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra), 495. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
11.Frá nefndasviði Alþingis -509. mál til umsagnar.
1902015
Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál
Lagt fram