Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

160. fundur 21. nóvember 2013 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Kristinn Björgvinsson formaður
  • Oddur Ragnar Þórðarson
  • Bergur Álfþórsson
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.72. mál frá velferðarnefnd Alþingis

1311009

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 07.11.2013 þar sem gefinn er kostur á að koma með umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna) (72. mál).

2.Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku 2013.

1309023

442. fundargerð frá 14. nóvember 2013 lögð fram
Lögð fram fundargerð 442. fundar stjórnar Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja sf. haldinn 14.11.2013.

3.Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku 2013.

1309023

Lögð fram 441. fundargerð Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 441. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. haldinn 24.10.2013.

4.Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra Suðurnesjum frá ágúst 2013

1311015

Fundargerð stjórnar DS frá 13.11.2013
Lögð fram fundargerð stjórnar DS frá 13.11.2013.

5.Fundargerðir stjórnar DS frá ágúst 2013

1311015

Fundargerð stjórnar DS frá 6.11.2013
Lögð fram fundargerð stjórnar DS frá 6.11.2013

6.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2013

1309028

Fundargerð aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2013 ásamt ályktunum fundarins.
Lögð fram fundargerð aðalfundar SSS haldinn 11. - 12. október 2013, ásamt ályktunum fundarins.

7.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2013

1309028

Fundargerð 666. fundar stjórnar
Lögð fram fundargerð 666. fundar Samans sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 24.10.2013.

8.Fundargerðir 2013 Reykjanesfólkvangur

1310013

Fundargerð frá 30. október lögð fram.
Lögð fram fundargerð 30. fundar Stjórnar Reykjanesfólkvangs, haldinn 30. október 2013.

9.89. mál frá velferðarnefnd Alþingis

1311010

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 7.11.2013 þar sem gefinn er kostur á að koma með umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlunar (89. mál).

10.Samstarfssamningur við TEL (The European Librery)

1311017

Lagt fram bréf Landskerfi bókasafna dag. 8.11.2013, kynning á samstarfssamningi við TEL og samþykki Landskerfis bókasafna hf.

11.71. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1311011

Lagður fram tölvupóstur nefndarsviðs Alþingis frá 7.11.2013 þar sem gefinn er kostur á að koma með umsögn um tillögu til þingsályktunar um skráningu upplýsinga um umgefngnisforeldra (71. mál).

12.70. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1311008

Lagður fram tölvupóstur nefndarsviðs Alþingis frá 7.11.2013 þar sem gefinn er kostur á að koma með umsögn um tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (tvöfalt lögheimili), (70. mál).

13.28. mál til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis

1311013

Lagður fram tölvupóstur nefndarsviðs Alþingis frá 6.11.2013 þar sem gefinn er kostur á að koma með umsögn um tillögu til þingsályktunar um forvarnarstarf vegna krabbameins í blöðruhálskirtli (28. mál).

14.152. mál frá umhverfis- og samgöngunefnd

1311027

Lagður fram tölvupóstur nefndarsviðs Alþingis frá 18.11.2013 þar sem gefinn er kostur á að koma með umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (eignarhlutir í orkufyrirtækjum), 152. mál.

15.14. mál til umsagnar frá atvinnuveganefnd Alþingis

1311014

Lagður fram tölvupóstur nefndarsviðs Alþingis frá 11.11.2013, þar sem gefinn er kostur á að koma með umsögn um þingsályktun um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum (14. mál).

16.Fjárhagsáætlun 2014 - 2018

1308030

Lokafrágangur bæjarráðs á tillögu til fyrri umræðu
Bæjarráð gekk frá tillögu að fjárhagsáætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkir að leggja til að álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt, 14,48%. Almennar verðlagshækkanir milli ára eru áætlaðar 3%. Hækkun gjaldskrár sveitarfélagsins er ráðgerð 5% milli ára. Tekjuviðmið vegna afsláttakjara eldri borgara og öryrkja taka sömu hækkunum. Bæjarráð er sammála um að breyta fyrirkomulagi niðurgreiðslna til tekjulágra foreldra vegna leikskólagjalda á þann hátt að ekki sé lengur áskilið að börn séu vistuð að lágmark í 8 klst. á dag í leikskólanum. Þá er bæjarráð einnig sammála um að breyta reglum um frístundakort þannig að styrkur miðast við börn 16 ára og yngri og að greitt verði einu sinni á ári, allt að kr. 10.500 á ári fyrri hvert barn. Bæjarráð vísar til frekari umfjöllunar í bæjarstjórn nokkrum álitaefnum sem ekki var samstaða um, m.a. styrkjum til félaga, afnám fastra launagreiðslna til kjörinna fulltrúa og innheimtu gjalds fyrir skólamáltíðir. Tillagan gerir ráð fyrir að tekjuafgangur A-hluta bæjarsjóðs verði 11 m.kr., en að tekjuafgangur A og B hluta (samstæðu) verði 15 m.kr. Í fjárfestingaáætlun er gert ráð fyrir framlögum til endurnýjun gatna (Kirkjugerði, fyrri hluti), gerð deiliskipulags og kaup á hluta af landi Keilisness, kaup á eftirlitsmyndavélum í kjölfar tilraunaverkefnis þar að lútandi og stækkun kirkjugarðs (4 ára verkefni, 2013-2017). Loks er gert ráð fyrir heimild til kaupa á húsnæði heilsugæslunnar ef ásættanlegir samningar um verð nást.
Bæjarstjóra er falið að taka saman greinargerð með tillögunni sem mun fylgja fundarboði til bæjarstjórnar.

17.Stuðningur við Snorraverkefnið 2014

1311012

Lagt fram bréf Snorraverkefnisins, dags. 4. 11.2013, beiðni um styrk við verkefnið árið 2014.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

18.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2013/2014

1309020

Kynnt niðurstaða Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins fiskveiðiárið 2013-2014. Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins er 15 þorskígildistonn. Bæjarráð samþykkir eftirfarandi fyrirkomulag á úthlutun kvótans (samhljóða afgreiðslu við síðustu úthlutun byggðakvóta): Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1.gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2. -3.gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið á tímabilinu 1. september 2012 til 31. ágúst 2013.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?