6.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018.
1802010
Fundargerð 863. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Afgreiðsla bæjarráðs:
7.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.
1604006
Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja frá 1.10.2018
AFgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
8.Frá nefndasviði Alþingis - 27. mál til umsagnar
1810051
Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda, 27. mál
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
9.Frá nefndasviði Alþingis - 172. mál til umsagnar
1810046
Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023, 172. mál
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
10.Frá nefndasviði Alþingis - 173. mál til umsagnar
1810047
Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir áriðn 2019 - 2033, 173. mál
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
11.Kosningar í nefndir og ráð 2018-2022
1806006
Tilnefning í öldungaráð - ný ákvæði laga um félagsþjónustu
Lagt fram erindi Félags eldri borgara á Suðurnesjum dags. 2.10.2018, vegna tilnefningar í öldungaráð sbr. ný ákvæði laga um félagsþjónustu. Jafnframt lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Bjargar Sigurðardóttur félagsmálastjóra félagsþjónustu Garðs, Sandgerðis og Voga, dags. 8.10.2018, þar sem spurst er fyrir um hvort Sveitarfélagið Vogar hafi áhuga á að eiga í samstarfi við sameinað sveitarfélag um skipan í Öldungaráð.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir erindi félagsmálastjóra um samstarf við sameinað sveitarfélag um skipan í Öldungaráð, og tilnefnir Ingu Rut Hlöðversdóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins og Tinnu Huld Karlsdóttur til vara. Bæjarráð samþykkir jafnframt að skipa Jóngeir H. Hlinason, Halldóru Magnúsdóttur og Örn Pálsson áfram í fulltrúaráð Öldungaráðs Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við stjórn SSS að hún taki til umfjöllunar málefni öldungaráða á Suðurnesjum, þannig að skoðað verði vandlega hvernig einfalda megi skipan umfjöllunar um málefni eldri borgara á Suðurnesjum þannig að ekki verði 3 eða jafnvel 4 mismunandi öldungaráð í landshlutanum.
12.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022
1802078
Minnisblað bæjarstjóra um framkvæmdir og nýfjárfestingar
Umfjöllun um vinnslu fjárhagsáætlunar 2019 - 2021. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um fjárfestingar og nýframkvæmdir, dags. 15.10.2018
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
13.Hitaveita á Vatnsleysuströnd
1205003
Tillaga fulltrúa D-listans um lagningu hitaveitu á Vatnsleysuströnd
Tillaga bæjarfulltrúa D-listans um að metinn verði kostnaður við lagningu hitaveitu á Vatnsleysuströnd.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum og afstöðu til málsins frá HS Veitum.
14.Styrkbeiðni 2019 - Aflið.
1810050
Aflið - samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi sækir um fjárhagsstyrk til starfseminnar fyrir árið 2019
Erindi Aflsins á Akureyri, dags. 15.10.2018, beiðni um fjárhagsstyrk til starfseminnar árið 2018.
Afgreiðsla bæjarráðs: Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2019 - 2022.
Erindi Flokks fólksins dags. 15.10.2018, varðandi dagvistunarrými fyrir aldraða.
Afgreiðsla bæjarráðs: Erindinu vísað til Félagsþjónustu Garðs, Sandgerðis og Voga.
16.Lionsklúbburinn Keilir - styrkbeiðni
1810044
Lionsklúbburinn Keilir sækir um áframhaldandi fjárstyrk til endurnýjunar félagsheimilis klúbbsins
Erindi Lionsklúbbsins Keilis dags. 17.09.2018, beiðni um fjárstyrk til áframhaldandi endurbóta á húsnæði klúbbsins.
Afgreiðsla bæjarráðs: Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2019 - 2023.
17.Bókun stjórnarfundar félags eldri borgara í Vogum.
1810033
Félag eldri borgara í Vogum ályktar um starfshlutfall í Álfagerði
Bókun stjórnar Félags eldri borgara í Vogum dags. 9.10.2018, um stöðugildi starfsmanns félagsstarfs eldri borgara í Vogum.
Afgreiðsla bæjarráðs: Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2019 - 2022.
18.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2018-2019
1810028
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta
Erindi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 2.10.2018. Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiárið 2018/2019.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta skv. auglýsingunni.
19.Beiðni um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2019.
1810021
Kvennaathvarfið óskar eftir fjárhagsstyrk til starfseminnar árið 2019
Erindi Kvennaathvarfsins dags. 2.10.2018, beiðni um fjárstyrk til starfseminnar árið 2019. Afgreiðsla bæjarráðs: Vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2019 - 2022.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að verkið verði boðið út samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.