Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

157. fundur 02. október 2013 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Kristinn Björgvinsson formaður
  • Oddur Ragnar Þórðarson
  • Erla Lúðvíksdóttir
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Kynnisferð til Skotlands sept 2013

1309042

Bæjarstjóri tók þátt í kynnisferð á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga til Skotlands í sepember 2013. Með fundarboðinu fylgir skýrsla bæjarstjóra um ferðina.
Lögð fram skýrsla bæjarstjóra um kynnisferð til Skotlands á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, í september 2013.

2.ábending vegna umhverfismála

1309027

Guðjón Sverrir Agnarsson hefur sent sveitarfélaginu bréf og ljósmyndir vegna slæmrar umgegngni víða í sveitarfélaginu.
Lagt fram bréf Guðjóns Sverris Agnarssonar dags. 15.09.2013. Vísað til úrvinnslu í Umhverfisdeild.

3.Ársfjórðungleg rekstraryfirlit

1305014

Með fundarboðinu er rekstraryfirlit fyrir mánuðina janúar - ágúst 2013, ásamt minnisblaði bæjarstjóra.
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - ágúst 2013, ásamt minnisblaði bæjarstjóra.

4.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

1309037

Lagt fram bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 15.09.2013.

5.Grænuborgarhverfi

0712001

Drög að samkomulagi við VBS eignasafn ehf. v/ þrotabús Þóruskers ehf., um uppgjör vegna Grænuborgarsvæðis
Lögð fram drög að samkomulagi VBS Eignasafns ehf. og Sveitarfélagsins Voga vegna uppgjörs um Grænuborgarsvæðið. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að lögmaður sveitarfélagsins mæti á næsta fund bæjarráðs og fari yfir málið.

6.Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu 2014

1309035

Lagt fram bréf Fjármála- og efnahagsráðuneytisins dags. 20.09.2013 um tilnefningu til nýsköpunarerðlauna í opinberri þjónustu.

7.ósk um styrk frá Nemendafélagi Fjörbrautarskóla Suðurnesja

1309032

Lagður fram tölvupóstur formanns nemendafélags FBS, dags. 17.09.2013, beiðni um styrk. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

8.Skipulag hverfislöggæslu

0901004

Sigríður Björk Guðjónsdóttir mætir á fundinn kl 07:30
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri, Skúli Jónsson og Sigurður Bergmann mættu á fundinn og kynnti breytt fyrirkomulag hverfislöggæslu í sveitarfélaginu. Bæjarráð þakkar heimsóknina og fagnar eflingu hverfislöggæslunnar.

9.Viðauki við fjárhagsáætlun 2013-2016

1303028

Með fundarboði fylgir viðauki nr 2 við fjárhagsáætlun 2013 (vegna dráttarvélakaupa) ásamt bréfi frá Stóru-Vogaskóla (beiðni um viðbótarfjárveitingu vegna sérkennslu)
Lagður fram viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2013. Viðaukinn er vegna kaupa sveitarfélagsins á dráttarvél, sbr. samþykkt þar um á 88. fundi bæjarstjórnar 28.08.2013. Bæjarráð samþykkir viðaukann.
Einnig lagt fram bréf skólastjóra Stóru-Vogaskóla, beiðni um viðbótarfjárveitingu vegna sérkennslu. Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka á næsta fundi bæjarráðs.

10.Þróun vímuefnaneyslu ungmenna á íslandi

1309038

Lagðar fram tvær skýrslur um þróun vímuefnaneyslu ungmenna á Íslandi.

11.44. mál til umsagnar frá atvinnuveganefnd Alþingis

1309034

Tillaga til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum (44. mál) lagt fram og sveitarfélaginu gefinn kostur á að veita umsögn um málið.

12.Samræmd flokkun heimilisúrgangs á landsvísu.

1309036

Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfisstofnun dags. 23.09.2013 um könnun á vilja til að koma á samræmdri flokkun heimilisúrgangs á landsvísu..

13.Fjárhagsáætlun 2014 - 2018

1308030

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 30.09.2013 um vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Vinnuáætlun sem fram kemur í skjalinu er samþykkt af bæjarráði.

14.Fundargerðir S.Í.S. 2013

1309031

Lögð er fram 808. fundargerð frá 13. september 2013
Lögð fram fundargerð 808. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13.09.2013

15.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2013

1309028

Lögð er fram 663. fundargerð Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum.
Lögð fram fundargerð 663. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 16.09.2013.

16.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2013

1309028

Lögð er fram 664. fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Lögð fram fundargerð 664. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 26.09.2013

17.Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum 2013

1309039

Lögð er fram 87. fundargerð þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum
Lögð fram fundargerð 87. fundar þjónustuhóps aldraðara á Suðurnesjum, dags. 23.09.2013

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?