238. fundur
16. ágúst 2017 kl. 06:30 - 08:05 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Bergur Álfþórssonformaður
Ingþór Guðmundssonvaraformaður
Björn Sæbjörnssonaðalmaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonáheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Umhverfismat - Suðurnesjalína 2
1707006
Landsnet hf. kynnir nýtt umhverfismat vegna Suðurnesjalínu 2
Erindi Landsnets hf. dags. 10.7.2017.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
2.Aðild að samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.
1707015
Erindi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, boð til sveitarfélaga þar sem stundað er fiskeldi að sækja um aðild að samtökunum.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram. Bæjarráð þakkar boðið, en sveitarfélagið hyggst ekki sækja um aðild að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga að svo stöddu.
3.Lýðheilsugöngur
1707011
Erindi Ferðafélags Íslands um Lýðheilsugöngur
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Ferðafélags Íslands um lýðheilsugöngur í sveitarfélögum, í tilefni af 90 ára afmæli Ferðafélagsins.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram. Málinu vísað til Frístunda- og menningarnefndar til frekari úrvinnslu.
4.Fasteignamat 2018
1707018
Erindi Þjóðskrár 12. júlí 2017, tilkynning um fasteignamat 2018
Fasteignamat í Sveitarfélaginu Vogum árið 2018 hækkar um 16,4% m.v. árið 2017.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
5.Aðalfundur jafnréttisstofu 2017.
1708001
Landsfundur um jafnréttismál 2017 - fundarboð
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
6.Landssöfnun, Vinátta í verki,
1707003
Málið var á dagskrá 237. fundar bæjarráðs.
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga og landssöfnunarinnar "Vinátta í verki" lögð fram að nýju.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 100.000.
7.Umsókn um lóð.
1708009
Svarið ehf. sækir um leyfi til að byggja þjónustuhús á lóð Vegagerðarinnar við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, en bendir umsækjanda á að um er að ræða s.k. veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar, þar sem óskað er eftir að reisa umbeðið þjónustuhús. Aðalskipulag sveitarfélagsins gerir ekki ráð fyrir byggingu húsnæðis á þessu svæði, og þarf því til að koma breyting á aðalskipulagi til að svo geti orðið. Umsækjanda er bent á að málið snýr fyrst og fremst að Vegagerðinni, og að áður en unnt er að ráðast í breytingu á aðalskipulagi þurfi til að koma samráð við Vegagerðina og samþykki stofnunarinnar fyrir breytingunni.
8.Samgpnguáætlun 2018-2021
1706021
Samgönguáætlun 2018 - 2021: Áherslur Sveitarfélagsins Voga. Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafna, mætir á fundinn undir þessum lið og kynnir uppbyggingaráform Helguvíkurhafnar og mikilvægi þess að sveitarfélögin á Suðurnesjum styðji við þau áform.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram. Bæjarráð er sammála um mikilvægi uppbyggingar Helguvíkurhafnar sem farmflutningahafnar landshlutans og hvetur fjárveitingarvaldið til að veita uppbyggingaráformum hafnarinnar brautargengi í Samgönguáætlun 2018 - 2021.
9.Niðurlagnin vita
1707007
Hafnasamband Íslands óskar eftir umsögn vegna niðurlagningar vita
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
10.Til umsagnar. Drög að breytingum á reglugerðum er varða fjármál sveitarfélaga.
1707016
Samgönguráðuneytið sendir til umsagnar drög að breytingum á reglugerðum um fjármál sveitarfélaga.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.