5.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017
1703044
Fundargerð 716. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.
6.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.
1604006
Fundargerð Öldungaráðs dags. 1.júní 2017
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.
7.439. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.
1705002
Alþingi sendir að nýju frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, 439. mál
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
8.438. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.
1705003
Alþingi sendir að nýju til umsagnar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar sérþarfir, 438. mál
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
9.414. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.
1706014
Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 414. mál
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
10.Rekstarleyfi til sölu gistingar
1707001
Sýslumaðurinn í Keflavík sendir til umsagnar umsókn um leyfi til reksturs gististaðar, Hvassahraun 27
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.
11.Umsókn um rekstrarleyfi. Iðndal 2
1706023
Sýslumaðurinn í Keflavík sendir til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi í Iðndal 2.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna, að öðru leyti en því að lagt er til að leyfilegur hámarksfjöldi sé í samræmi við samþykkt Eldvarnareftirlits, og að opnunartími verði í samræmi viði ákvæði 25.gr. reglugerðar 1127/2007, þ.e. að opnunartími um helgar verði til kl. 03:00.
12.Skýrsla landlæknisembættisins um HSS
1706029
Skýrsla Landlæknis um HSS - unnin í apríl/maí 2017.
Afgreiðsla bæjarráðs: Skýrslan lögð fram.
13.Úthlutunarskilmálar og gatnagerðagjöld á miðbæjarsvæði
1706031
Minnisblað bæjarstjóra um breytingu á gjaldskrá gatnagerðagjalda, ásamt drögum að úthlutunarreglum (vinnuskjöl)
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
14.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2017
1703005
Rekstraryfirlit janúar - maí 2017
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
15.Stjórnsýsla sveitarfélagsins
1705022
Drög að nýrri starfslýsingu tómstundafræðings
Lögð fram drög að starfslýsingum tómstundafræðings og matráðs. Störfin heyra undir Frístunda- og menningarfulltrúa.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
16.Staða eigna ILS í Vogum
1408011
Íbúðalánasjóður býður sveitarfélaginu til kaups 5 fasteignir sjóðsins í sveitarfélaginu.
Lagt fram: Bæjarráð þakkar boðið en hyggst ekki ganga til samninga um kaup á fasteignunum.
17.Eignahlutur í óskiptu heiðarlandi Vogajarða
1602036
Hlutur Landeyjar ehf. í Heiðarlandi Vogajarða (11,5%) býðst til kaups
Afgreiðsla bæjarráðs: Málið rætt. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að frekari skoðun málsins.
18.Áætlun um húsnæðismál
1703001
Staða máls - vinnufundur með ráðgjafa er fyrirhugaður þriðjudaginn 4.7.2017
Minnisblað bæjarstjóra dags. 4.7.2017.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
19.Lögreglusamþykkt Sveitarfélagsins Voga
1511045
Tillaga Reykjanes Geopark um breytingu á lögreglusamþykkt sveitarfélagsins
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að lögreglusamþykkt sveitarfélagsins verði breytt í samræmi við ábendingu stjórnar Reykjanes Geopark, þess efnis að bannað verði að gista í bílum, tjaldvögnum, húsbílum, fellihýsum og hjólhýsum utan skipulagðra tjaldsvæða. Bæjarráð samþykkir einnig að beina þeim tilmælum til annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum að lögreglusamþykktir allra sveitarfélaganna verði samræmdar, með það að markmiði að auka skilvirkni löggæslu á svæðinu.
20.Skýrsla bæjarstjóra
1603003
Fundadagbækur bæjarstjóra (vinnuskjöl) vikur 24, 25 og 26
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
21.Fluglestin
1506014
Minnisblað um samfélagsleg áhrif Fluglestarinnar á Suðurnesjum
Bæjarráð beinir því til íbúa sveitarfélagsins að þeir sem tök hafa á styrki söfnunina. Lagt fram.