Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

234. fundur 03. maí 2017 kl. 06:30 - 07:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla bæjarstjóra

1603003

Fundadagbækur bæjarstjóra (vinnuskjöl) vikur 16 og 17
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

2.Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins

1704030

Íslenska sveitarstjórnarstigið til umfjöllunar á vorþingi Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins
Skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga um vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins 28. - 30. mars 2017.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

3.Uppbygging og rekstur tjaldsvæðis í Vogum

1510016

Breyting á deiliskipulagi tjaldsvæðis í tengslum við áform um uppbyggingu og rekstur svæðisins.
Minnisblað bæjarstjóra dags. 02.05.2017.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Inga Rut Hlöðversdóttir víkur af fundi undir afgreiðslu þessa máls.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við Umhverfis- og skipulagsnefnd að farið verði í endurskoðun á deiliskipulags tjaldsvæðis, á grundvelli hugmynda Ingu Rutar Hlöðversdóttir um uppbyggingu og rekstur á tjaldsvæði.

4.Eyrarkotsbakki í Vogum

1703068

Erindi landeigenda Heiðarlands Vogajarða vegna Eyrarkotsbakka
Erindi Pacta lögmanna dags. 20.03.2017, f.h. eigenda Hábæjar, Tumakots, Nýjabæjar og Suðurkots í Vogum, varðandi Eyrarkotsbakka.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við lögmann sveitarfélagsins að hann skoði gögn málsins og skili bæjarráði greinargerð um það.

5.Uppbygging á Heiðarlandi Vogajarða

1703069

Erindi landeigenda Heiðarlands Vogajarða
Erindi Pacta lögmanna dags. 21.03.2017 f.h. eigenda Heiðarlands Vogajarða, annarra en sveitarfélagsins, um skipulag, nýtingu og uppbyggingu á landinu.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Sveitarstjórnin tók ákvörðun í upphafi þessa kjörtímabils að ekki skuli ráðist í endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins á yfirstandandi kjörtímabili. Bæjarráð óskar eftir áliti Umhverfis- og skipulagsnefndar til málsins.

6.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2017

1703005

Rekstraryfirlit fyrsta ársfjórðungs 2017
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

7.Fjárhagsaðstoð 2017

1704029

Yfirlit um þróun fjárhagsaðstoðar á fyrsta ársfjórðungi
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

8.Æfingaflugvöllur á Reykjanesi

1401035

Fyrirspurn um afstöðu sveitarfélagsins til byggingar flugvallar fyrir æfinga- og kennsluflug
Tölvupóstur Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis, þar sem formlega er óskað eftir skoðun bæjarráðs / -stjórnar á því að komið verði upp æfinga- og kennsluflugvelli í lögsögu sveitarfélagsins.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Málinu vísað til skoðunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd.

9.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja frá 3. apríl 2017
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

10.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. 2017

1701055

Fundargerð 56. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

11.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 2016

1603013

Fundargerðir 258. og 259. funda Heilbrigðisnefndar Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

12.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar 2017.

1704023

Fundargerðir 260. og 261. funda Heilbrigðisnefndar Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

13.Fundargerðir Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2017

1701041

Fundargerð 480. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

14.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2017

1701068

Fundargerð 126. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

15.Fundir Stjórnar Brunavarna Suðurnesja 2017.

1703050

Fundargerð 18. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja BS
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 07:45.

Getum við bætt efni síðunnar?