Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

233. fundur 19. apríl 2017 kl. 06:30 - 06:59 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.114. Þingsályktunartillaga um stefnumörkun og aðgerðaáætlun

1704007

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland, 114. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

2.Fundir Reykjanes jarðvangs ses. 2017

1701087

Fundargerð 35. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs ses.

3.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2017

1702009

Fundargerð 393. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

4.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2017

1702010

Fundargerð 849. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

5.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017

1703044

Fundargerð 714. fundar stjórnar SSS
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

6.333. Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun

1704009

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur o.fl.), 333. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

7.156. Þingsályktunartillaga um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli

1704010

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, 156. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

8.222. Þingsályktunartillaga um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll

1704011

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 222. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

9.87.Þingsályktunartillaga um skipun starfshóps

1704005

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skipun starfshóps til að endurbæta löggjöf um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra, 87. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

10.270. Þingsályktunartillaga um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga.

1704006

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 270. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

11.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. 2017

1701055

Starfsáætlun Heklunnar 2017.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

12.184. Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum.

1704008

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar), 184. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

13.378. mál til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis

1704003

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar, 378. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

14.Framkvæmdir 2017 Miðbæjarsvæði

1702054

Fyrir liggur yfirferð og mat á tilboði lægstbjóðanda í gatnagerð á miðsvæði.
Minnisblað skipulags- og byggingafulltrúa um niðurstöður útboða í gatnagerð á miðbæjarsvæði. Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Jón og Margeir ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir tillöguna um að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Jón og Margeir ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.

15.Fyrirspurnir um ljósleiðaravæðingu.

1701075

Tillaga um uppsetningu þráðlausrar nettengingar fyrir dreifbýlissvæði sveitarfélagsins
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga. Afgreiðslu málsins frestað.

16.Viðmið launakjara kjörinna fulltrúa við þingfararkaup

1701017

Áður á dagskrá 227. fundar bæjarráðs.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að launakjör kjörinna fulltrúa og nefndarmanna taki framvegis mið af þróun launavísitölu, í stað þingfararkaups. Bæjarstjóra falið að útfæra framkvæmd tillögunnar þannig að hún komi til umfjöllunar og afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

17.Hljóðmön við Reykjanesbraut.

1704001

Erindi Guðríðar Margrétar Guðmundsdóttur um að gerð verði hljóðmön við Reykjanesbraut.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð þakkar erindið. Ekki er að svo stöddu áform um að ráðast í gerð hljóðmana á þessu svæði.

18.Skýrsla bæjarstjóra

1603003

Fundadagbækur bæjarstjóra vikur 14 og 15
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundadagbækurnar (vinnuskjöl) lögð fram.

19.Ungt fólk og lýðræði 2017

1704012

Ályktun frá ungmennaráðstefnu UMFÍ á Laugarbakka 2017
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram. Ályktuninni er jafnframt vísað til umfjöllunar Fræðslunefndar.

Fundi slitið - kl. 06:59.

Getum við bætt efni síðunnar?