Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

232. fundur 05. apríl 2017 kl. 06:30 - 07:40 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Verndarsvæði í byggð, styrkur.

1703073

Auglýsing um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram.

2.Skýrsla bæjarstjóra

1603003

Fundardagbækur bæjarstjóra (vinnuskjöl)
Fundardagbækur viku 10 - 13.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

3.Framkvæmdir 2017 Miðbæjarsvæði

1702054

Tilboð í gatnagerð, opnuð þriðjudaginn 4. apríl.
Minnisblað bæjarstjóra dags. 4.4.2017. Alls bárust 5 tilboð í verkið, sem nú verða yfirfarin.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

4.Umsókn um lóð

1703054

Elvar Hallgrímsson byggingaverktaki sækir um lóðina Iðndal 12.
Minnisblað bæjarstjóra dags. 30.03.2017.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

5.Umsókn um lóð, Jónsvör 1.

1703077

Brælubakaríið ehf. sækir um lóðina Jónsvör 1.
Minnisblað bæjarstjóra dags. 30.03.2017.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur jákvætt í umsóknina. Málinu er vísað til umfjöllunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd, þar sem fyrir liggur að breyta þarf deiliskipulagi lóðarinnar m.v. fyrirhugaða starfsemi.

6.Beiðni um viðbótarstuðning

1703039

Frestun frá síðasta fundi. Minnisblað bæjarstjóra um kostnaðaráætlun vegna viðbótarstuðning.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir viðbótarstöðugildi (70%) vegna stuðnings, frá og með næsta skólaári.

7.Áætlun um húsnæðismál

1703001

Minnisblað bæjarstjóra ásamt tillögu að málsmeðferð.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að ráðast í gerð húsnæðisáætlunar sveitarfélagsins, og semja við VSÓ Ráðgjöf á grundvelli minnisblaðs þeirra. Áætlunin verður unnin samhliða sambærilegum áætlunum fyrir aðildarsveitarfélög félagsþjónustunnar, þ.e. Sandgerðis og Garðs.

8.306. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.

1703075

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði) 306.mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

9.307. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1703076

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um umferðalög (bílastæðisgjöld), 307. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

10.Fundir Stjórnar Brunavarna Suðurnesja 2017.

1703050

Fundargerðir 16. og 17. funda stjórnar Brunavarna Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.

11.Fundargerðir Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2017

1701041

Fundargerð 479. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

12.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2017

1702010

Fundargerð 848. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:40.

Getum við bætt efni síðunnar?