156. fundur
18. september 2013 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Kristinn Björgvinssonformaður
Oddur Ragnar Þórðarson
Bergur Álfþórsson
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
Kristinn Björgvinsson formaður stýrir fundi.
1.Húsnæðismál Brunavarna Suðurnesja
1309025
Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri og Bergur Viðar Guðbjörnsson fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn BS mæta á fundinn kl. 07:30 og kynna hugmyndir að lausnum í húsnæðismálum BS.
Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri og Bergur Viðar Guðbjörnsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga í stjórn BS mættu á fundinn og kynntu bæjarráði áform varðandi framtíðarlausn húsnæðismála Brunavarna Suðurnesja. Bæjarráð þakkar þeim heimsóknina og kynninguna.
Drög að samstarfssamningi sveitarfélagsins og Meistaraflokks Þróttar í knattspyrnu / Knattspyrnufélagsins Voga lagður fram til umfjöllunar í bæjarráði. Frístunda- og menningarnefnd hefur fjallað um samninginn og vísað honum til bæjarráðs.
Lögð fram drög að samstarfssamningi Sveitarfélagsins Voga og Knattspyrnufélags Voga (áður Meistaraflokkur Þróttar). Samningurinn var tekinn til umfjöllunar á 46. fundi Frístunda- og menningarnefndar, sem vísaði samningnum til bæjarráðs. Bæjarráð gerir eftirtaldar breytingar á samningnum: 4.gr.: Í stað "umboðsmanns" standi "Frístunda- og menningarfulltrúi" Í viðauka 1 (2.gr.) bætist við "..alla laugardaga fyrfri parts til félagsstarfs" eftirfarandi: "svo fremi sem það er unnt". Einnig breytist síðasta setningu þessarar greinar og verði eftirfarandi: "Knattspyrnufélag Voga skal annast ræstingu aðstöðunnar eftir notkun." Samningurinn og viðaukinn þannig samþykktur með áorðnum breytingum, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Bæjarráðð felur forseta bæjarstjórnar að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélgsins.
12.Uppbygging raforkuflutningskerfis á Reykjanesi
0707013
Landsnet sendir sveitarfélaginu skýrslu um þjóðhagslegt gildi flutningskerfis
Lögð fram til kynningar fréttatilkynning Landsnets hf. dags. 9. september 2013 ásamt skýrslu um þjóðhagslegt gildi uppbyggingar flutningskerfis Landsnets, dags. júní 2013.
13.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2013/2014
1309020
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um úthlutun byggðakvóta. Umsóknarfrestur er til 30. september 2013.
Lagt fram bréf Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 11. september 2013, auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman greinargerð og sækja um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2013/2014.
14.Niðurfelling Skipholtsvegar af vegaskrá.
1309006
Vegagerðin hefur tilkynnt eiganda Skipholts um niðurfellingu Skipholtsvegar af vegaskrá. Afrit er sent sveitarélaginu.
Lagt fram afrit af bréfi Vegagerðarinnar til eiganda Skipholts, dags. 30. ágúst 2013, um niðurfellingu Skipholtsvegar af vegaskrá.
15.Hlutabréf Bláa Lónsins.
1309005
Stjórn Bláa lónsins sendir sveitarfélaginu kauptilboð í tveimur félögum tengdum Bláa lóninu.
Lagt fram bréf Bláa lónsins hf. dags. 2. september 2013, kauptilboð í eignarhlut sveitarfélagsins í Hótel Bláa lónsins hf. að nafnverði kr. 982,- Kauptilboðið er sömu fjárhæðar, þ.e. kr. 982,- Einnig lagt fram bréf Bláa lónsins hf. dags. 2. september 2013, kauptilboð í eignarhlut sveitarfélagsins í BLUE LAGOON Ingernational ehf. að nafnverði kr. 5.371,- Kauptilboðið er sömu fjárhæðar, þ.e. kr. 5.371,- Bæjarráð hafnar framkomnu tilboði.
16.Tillaga að breytingum á Sorphirðugjaldi
1308026
Bæjarfulltrúar D-listans í Reykjanesbæ hafa lagt fram tillögu til breytingar á sorphirðugjaldi. Tillagan er send öllum aðildarsveitarfélögum sorpsamlagsins til kynningar og fylgir með í fundarboði.
Lögð fram til kynningar tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ varðandi sorphirðugjald. Með vísan til svokallaðrar mengunarbótareglu (enska:Polluter pays principle) telur bæjarráð Voga ekki óeðlilegt að þeir sem losa gjaldskylt sorp greiði fyrir þá þjónustu á gámaplönum Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Ef rekstur sorpeyðingarstöðvarinnar hefur svigrúm til lækkunar gjalda telur bæjarráð eðlilegt að sorpeyðingargjöld séu lækkuð almennt á íbúa á Suðurnesjum.
17.Uppbygging hjúkrunarheimila á Suðurnesjum
1302037
Lagt fram bréf Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar, dags. 27. ágúst 2013, um heilbrigðis- og öldrunarmál á Suðurnesjum. Einnig lögð fram skýrsla Harldar L. Haraldssonar hagfræðings: Garðvangur hjúkrunarheimili, greining og tillögur, dagsett í ágúst 2013. Undir þessu máli er einnig lagt fram minnisblað Forum lögmanna um valdheimildir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum o.fl., dags. 6. ágúst 2013. Þá er einnig lögð fram sameiginleg yfirlýsing um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ og leiðir til að bæta þjónustu við aldraða á starfssvæði Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum, dagsett 9. júlí 2004.
Bæjarráð þakkar Sveitarfélaginu Garði og Sandgerðisbæ fyrir skýrslu Haraldar um heilbrigðis- og öldrunarmál á Suðurnesjum. Bæjarráð tekur heils hugar undir bókun stjórnar SSS um málið sem fram kemur í fundargerð 663. fundar stjórnar, sem haldinn var 16.09.2013. Bókun stjórnar SSS er svohljóðandi: "SSS þakkar Sveitarfélaginu Garði og Sandgerðisbæ fyrir vel unna og athyglisverða skýrslu um heilbrigðis- og öldrunarmál á Suðurnesjum sem unnin var af Haraldi L. Haraldssyni. Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi og draga enn og aftur fram hvað framlög ríkisins til opinberrar þjónustu á Suðurnesjum eru mikið lægri en tíðkast í öðrum landshlutum. Kemur þar meðal annar fram að framlög framkgvæmdasjóðs aldraðra á árunum 2001 - 2010 voru langlægst til Suðurnesja. Einnig kemur fram að ef fjöldi hjúkrunarrýma á hverja 1.000 íbúa í hverju heilbrigðisumdæmi eru skoðuð hallar verulega á Suðurnesin. Ljóst er að þrátt fyrir að öll hjúkrunarrými sem nú eru á svæðinu verði haldið opnum áfram eftir að Nesvellir opna þá uppfylla þau rými engan vegin áætlaða þörf hjúkrunarrýma á Suðurnesjum. Samt er gert ráð fyrir því að fjölda rýma muni loka á svæðinu og færast til Nesvalla. Raunveruleg fjölgun rýma við Nesvelli er því óveruleg. Slíkt er óásættanlegt enda ljóst að þörf er á öllum hjúkrunarrýmum sem nú eru opin og öllum þeim sem bætast við á Nesvöllum og meira til. Framkvæmdastjóra er falið að óska eftir fundi með félags- og tryggingamálaráðherra um málefnið og þá alvarlegu stöðu sem málefni aldraðra eru komin í á Suðurnesjum líkt og fram kemur í skýrslunni."
18.Beiðni um styrk
1308012
Lagður fram tölvupóstur Hagsmunasamtaka heimilanna, dags. 19.08.2013, með beiðni um styrk til starfseminnar. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.