Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

224. fundur 16. nóvember 2016 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga til Velferðarráðuneytis um erindi er varða lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málefnum faltaðs fólks.

1611002

Umsögn sambandsins dags. 28.10.2016. Í umsögninni er vísað til sambærilegra umsagna sem áður hafa verið veittar, og jafnframt ítrekað að fallið verið frá því fyrirkomulagi að þjónustusvæði fyrir fatlað fólk innihaldi að lágmarki 8.000 íbúa.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Umsögnin lögð fram.

2.Fróðleikur um íbúasamráð í Svíþjóð.

1611001

Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 1.11.2016 ásamt greinargerð um námsferð til Svíþjóðar sem farin var fyrr í haust.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Gögnin lögð fram.

3.Skýrsla bæjarstjóra

1603003

Fundardagbækur bæjarstjóra (vinnusjköl) vikur 44 og 45.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Skýrslurnar lagðar fram.

4.Viðhald beitarhólfs í Krísuvíkurlandi.

1510042

Erindi stjórnar Fjáreigendafélags Grindavíkur dags. 31.10.2016. Í erindinu er óskað fjárstuðnings að fjárhæð kr. 300.000 til kaupa á áburði eða fræjum, til dreifingar í sameiginlegu beitarhólfi landshlutans.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

5.Skjaldbreið-Styrkumsókn

1602048

Erindi Minja- og sögufélags Vatnsleysustrandar, dags. 5.11.2016. Í erindinu er óskað eftir framhaldsstyrk vegna uppbyggingu á Hlöðunni Skjaldbreið, að fjárhæð kr. 1.000.000.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.

6.Beiðni um styrk.

1611007

Erindi Öldungaráðs Suðurnesja dags. 11.11.2016, beiðni um styrk (ótilgreind fjárhæð).

Afgreiðsla bæjarráðs:
Vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.

7.Uppbygging og rekstur tjaldsvæðis í Vogum

1510016

Málið var áður til umfjöllunar á 196. fundi bæjarráðs þ. 14.10.2015. Minnisblað bæjarstjóra dags. 14.11.2016, ásamt tölvupósti Ingu Rutar Hlöðversdóttur dags. 27.10.2016 lögð fram.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum til reksturs og uppbyggingar tjaldsvæðið í sveitarfélaginu.

8.Samningur um umsjón með knattspyrnuvöllum

1206011

Minnisblað bæjarstjóra um málið dags. 14.11.2016.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa samning við Knattspyrnudeild UMFÞ til eins árs um umsjón með knattspyrnuvöllum sveitarfélagsins, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

9.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020

1606025

Áframhald yfirferð bæjarráðs á fjárhagsáætlun 2017 - 2020. Minnisblað bæjarstjóra dags. 16.11.2016 lagt fram, yfirlit um styrkbeiðnir o.fl.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Vinnufundur bæjarráðs með fjárhagsáætlun 2017 - 2020.

10.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2016

1603005

Fundargerð 843. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

11.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja frá 7.11.2016.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

12.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2016

1602083

Fundargerð 19. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?