Sýslumaður óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi Arktik-Rok ehf., uppfærð umsókn
Beiðni Sýslumannsins í Keflavík um umsögn um rekstrarleyfi Arktik-Rok.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina og samþykkir hana fyrir sitt leiti, að uppfylltum skilyrðum um að lokaúttekt húsnæðisins hafi farið fram.
8.Fluglestin
1506014
Fluglestin óskar eftir tilnefningu sveitarfélagsins í verkefnahóp
Fluglestin óskar eftir tilnefningu sveitarfélagsins í verkefnahóp, sbr. samstarfssamning aðila.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra í verkefnahópinn, fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga.
9.Trúnaðarmál
1508005
Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar situr fundinn undir þessum lið. Gögn vegna málsins verða lögð fram og kynnt á fundinum.
Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar sat fundinn undir þessum lið.
Niðurstöður málsins eru skráðar í trúnaðarmálabók.
10.Skýrsla bæjarstjóra
1603003
Vikuyfirlit vikna 36 og 37
Fundardagbækur bæjarstjóra (vinnuskjöl) vikur 36 og 37
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
11.Málefni DS
1211027
Greining KPMG vegna málefna DS
Greining KPMG vegna málefna DS.
Afgreiðsla bæjarráðs: Skýrslan lögð fram. Bæjarráð hvetur til að fundin verði varanleg lausn á málefnum DS, og að haldinn verði eigendafundur hið fyrsta þar sem valkostir verði ræddir og komist að sameiginlegri niðurstöðu um framtíð DS.
12.Alþingiskosningar 2016
1609018
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna utankjörfundaatkvæðagreiðslu.
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu.
Afgreiðsla bæjarráðs: Erindið lagt fram.
13.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2016/2017
1609014
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveðiársins 2016/2017
Erindi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að sótt verði um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017.
14.Kæra nr: 41/2015 Kæra vegna ákvörðunar Sveitarf. Voga að veita framkvæmdaleyfi til Landsnets hf. vegna lagningar Suðurnesjalínu 2.
1506006
Greinargerð lögmanns sveitarfélagsins til Hæstaréttar
Afgreiðsla bæjarráðs:
Minnisblaðið lagt fram.