Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

423. fundur 02. apríl 2025 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Bæjarstjóri
  • Ásta Friðriksdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Friðriksdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2040

2104026

Kynnt efni fundar sveitarfélagsins og Skipulagsstofnunar vegna vinnu við aðalskipulagstillögu. Ívar Pálsson, lögmaður sveitarfélagsins, situr fundinn undir dagskrárliðnum í gegnum Teams auk Davíðs Viðarssonar.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð leggur til við skipulagsnefnd að sveitarfélagamörkin verði aðlöguð að sveitarfélagamörkum Grindavíkur en ágreiningssvæði sýnt bæði á skipulagsuppdrætti og útskýrt í greinargerð.

2.Verkefni á umhverfis- og skipulagssviði

2503057

Drög að skipulagi og verkefnum á umhverfis- og skipulagssviði lögð fram til umræðu í bæjarráði. Atli Geir Júlíusson situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarstjóra og Atla Geir Júlíussyni, ráðgjafa falið að vinna málið áfram.

3.Færanlegar kennslustofur - haust 2025

2502033

Tekið fyrir að nýju með gögnum varðandi færanlegar kennslueiningar í Stóru-Vogaskóla fyrir haustið 2025. Atli Geir Júlíusson situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur bæjarstjóra og Atla Geir Júlíussyni, ráðgjafa að vinna málið áfram.

4.Rekstur mötuneyta

2503055

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu varðandi rekstur mötuneyta í sveitarfélaginu.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

5.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2025

2502009

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 158. mál - Borgarstefna



Frestur til að senda inn umsögn er til og með 1. apríl nk.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

6.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

2502014

Lögð fram fundargerð 970. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 25.02.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

7.Fundargerðir stjórnar Kölku 2025

2501033

Lagðar fram fundargerðir 566. og 567. funda stjórnar Kölku
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

8.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja 2025

2502030

Lögð fram fundargerð 52. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 13.03.25
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

9.Fundargerðir HES 2025

2502007

Lögð fram fundargerð 316. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem haldinn var 18.03.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

10.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2025

2502031

Lögð fram fundargerð 91. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja sem haldinn var 19.03.2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

11.Fundargerðir fjölskyldu- og velferðarráðs 2025

2501017

Lögð fram fundargerð 58. fundar fjölskyldu- og velferðarráðs sem haldinn var 18.03.2025

Einnig fylgja fundargerðinni nokkur fylgiskjöl
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni síðunnar?