422. fundur
19. mars 2025 kl. 17:00 - 18:03 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Björn Sæbjörnssonformaður
Birgir Örn Ólafssonvaraformaður
Andri Rúnar Sigurðssonaðalmaður
Kristinn Björgvinssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Guðrún P. ÓlafsdóttirBæjarstjóri
Ásta FriðriksdóttirSviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði:Ásta Friðriksdóttirsviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
1.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2025
2502009
Lagt fram til umsagnar mál nr. 101. Tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 20. mars 2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
2.Málefni Grindavíkur
2401065
Lagt fram svarbréf frá Jöfnunarsjóði dags 5. mars 2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð telur miður að sveitarfélaginu hafi ekki enn verið bættur sá verulegi kostnaðarauki og tekjufall sem sveitarfélagið hefur orðið fyrir vegna málefna Grindvíkinga. Breytingar á lögum um aðsetursskráningu, sem sett voru í kjölfar rýmingar Grindavíkur, hafa komið einna verst niður á Sveitarfélaginu Vogum. Með aðsetursskráningu íbúa fara útsvarstekjur viðkomandi íbúa til þess sveitarfélags þar sem lögheimili er, í Grindavík. Jafnframt hefur aðsetursskráning áhrif á framlög úr Jöfnunarsjóði. Fjöldi aðsetursskráðra Grindvíkinga í Sveitarfélaginu Vogum á sl. ári var þegar mest lét 200 manns sem er 13,3% af íbúafjölda sveitarfélagsins í byrjun þess árs. Í dag eru tæplega 3% íbúa sveitarfélagsins aðsetursskráðir og með lögheimili í Grindavík. Sveitarfélagið kallar eftir viðbrögðum frá ríkisstjórn um hvernig staðið verði að stuðningi við þau sveitarfélög sem mestan þunga hafa borið í stuðningi við Grindavíkinga. Sveitarfélagið Vogar vill geta tekið vel utan um þá Grindvíkinga sem hafa flutt til sveitarfélagsins og eru að vinna úr sínu áfalli.
3.Húsnæðisnýting í leikskóla - haust 2025
2503022
Lögð fram kynning leikskólastjóra á stöðu húsnæðismála í leikskóla og tillögur fyrir haustið.
Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga 20.03.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
5.Færanlegar kennslustofur - haust 2025
2502033
Tekið fyrir að nýju minnisblað byggingarfulltrúa vegna færanlegra kennslustofa fyrir haustið 2025 auk fylgigagna. Byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar bæjarráðs í byrjun apríl, fer eftir umræðum.
6.Ársreikningur 2024
2503021
Lögð er fram tilaga að afskrift viðskiptakrafna í tengslum við ársuppgjör 2024 og minnisblað sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Málinu er frestað
7.Samþykkt um umgengni og þrif utanhús á starfssvæði HES
2503023
Lögð fram drög að samþykkt um umgengni og þrif utanhúss á starfssvæði HES.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða samþykkt um umgengni og þrif utanhúss á starfsvvæði HES og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn og kynningar í umhverfisnefnd.
8.Greiðsludreifing á lóðagjöldum
2503025
Lögð er fram tillaga að uppfærðum reglum um úthlutanir lóða í Sveitarfélaginu Vogum ásamt fylgiskjölum og minnisblaði sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða uppfærslu á greiðslufrestum í reglum varðandi úthlutanir lóða í Sveitarfélaginu Vogum og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
9.Keilisnes - þróun og uppbygging iðnaðarsvæðis
2305063
Lögð fram drög að samningi við Athygli ehf. varðandi ráðgjöf í tengslum við atvinnuuppbyggingu á Keilisnesi.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða drög að samningi við Athygli ehf. og felur sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu að útbúa viðauka í samræmi við samningsdrög.
10.Opið samráð um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga
2503005
Frumvarpið byggir á tillögum starfshóps innviðaráðherra sem var falið að skilgreina feril kostnaðarmats í þeim tilgangi að tryggja sátt um matið og fjármögnun viðkomandi verkefna og að gætt yrði þess að mat á fjárhagsáhrifum feli ávallt í sér skýrar þjónustukröfur og fullnægjandi upplýsingar um fjármögnun. Skýrsla starfshópsins er birt í samráðsgátt samhliða frumvarpinu.
Frestur til að skila inn umsögn um frumvarpið er til og með 4. mars nk.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
11.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2025
2502009
Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar 147. mál - Skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
12.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur 2025
2503004
Lögð fram fundargerð 73. fundar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur sem haldinn var 26.02.2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
13.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
2502014
Lagðar fram fundargerðir 964., 970., 971. og 972. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
vinsamlega athugið að áður er búið að kynna fundargerðir
965,966,967,968 og 969.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
14.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2025
2501016
Lögð fram fundargerð 810. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 13.03.2025
Lagt fram