421. fundur
05. mars 2025 kl. 17:00 - 19:18 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Björn Sæbjörnssonformaður
Birgir Örn Ólafssonvaraformaður
Andri Rúnar Sigurðssonaðalmaður
Kristinn Björgvinssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Guðrún P. ÓlafsdóttirBæjarstjóri
Ásta FriðriksdóttirSviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði:Ásta Friðriksdóttirsviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
1.Keilisnes - þróun og uppbygging iðnaðarsvæðis
2305063
Lagt fram stöðumat og tillögur að leiðum fyrir sveitarfélagið varðandi áframhaldandi vinnu við þróun og uppbyggingu á Keilisnesi.
Katrín Júlíusdóttir, ráðgjafi hjá Athygli-ráðgjöf og Pálmar Halldórsson, staðgengill sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs sitja fundinn undir dagskrárliðnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram og Katrínu þakkað fyrir komuna.
2.Færanlegar kennslustofur - haust 2025
2502033
Lagt fram minnisblað staðgengils sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs varðandi möguleika hvað varðar færanlegar kennslustofur næsta haust.
Staðgengill sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur bæjarstjóra, staðgengli og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
3.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2025
2502009
Lagt fram til frekari kynningar málsgögn varðandi nýtt frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins. Helstu breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu, frá þeim frumvarpsdrögum sem voru til kynningar í mars 2023, eru raktar í kafla 3.10 í frumvarpsdrögunum. Auk þess er rétt að halda því til haga að gerð var breyting á þeim frumvarpsdrögum sem voru til kynningar í mars 2023 og þeim drögum sem mælt var fyrir um á Alþingi í nóvember 2023, að ákvæði 3. mgr. 13. gr. frumvarpsdraganna var fellt brott áður en það var lagt fram á Alþingi, en ákvæðið felur í sér að það leiðir til lækkunar framlaga úr Jöfnunarsjóðs ef sveitarfélag fullnýtir ekki heimild sína til álagningar útsvar. Er ákvæðið nú aftur að finna í þeim frumvarpsdrögum sem kynnt eru.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur undir að megin markmið frumvarps til laga um Jöfnunarsjóð sé náð í frumvarpsdrögum og með nýju jöfnunarlíkani. Markmiðin eru að stuðla að markvissari og réttlátari úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, einfalda skipulag sjóðsins og stuðla að því að hann fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar. Sveitarfélagið tekur jafnframt undir þau sjónarmið sem kallað er sérstaklega eftir afstöðu um, það er að nýti sveitarfélag ekki útsvarshlutfall að fullu komi til skerðingar á framlögum úr Jöfnunarsjóði.
4.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2025
2502009
Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að opið samráð stendur nú yfir um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, vegna mats á fjárhagslegum áhrifum frumvarpa, stjórnvaldsfyrirmæla eða annarra stefnumarkandi ákvarðana af hálfu ríkisins á sveitarfélög. Frumvarpið byggir á tillögum starfshóps innviðaráðherra sem var falið að skilgreina feril kostnaðarmats í þeim tilgangi að tryggja sátt um matið og fjármögnun viðkomandi verkefna og að gætt yrði þess að mat á fjárhagsáhrifum feli ávallt í sér skýrar þjónustukröfur og fullnægjandi upplýsingar um fjármögnun. Skýrsla starfshópsins er birt í samráðsgátt samhliða frumvarpinu.
Frestur til að skila inn umsögn um frumvarpið er til og með 4. mars nk.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
5.Ársskýrsla og ársreikningur BS 2024
2503003
Lögð fram ársskýrsla BS 2024 til kynningar
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
6.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2025
2502027
Lögð fram fundargerð 55. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja sem haldinn var 20.02.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
7.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
2502014
lagðar fram fundargerðir 965.,966.,967.,968. og 969. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldnir voru 18.,19.,20.,21. og 24. feb. 2025.
Ath. að fundargerð 964. fundar er ekki tilbúin en verður sett inn um leið og hún berst.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
8.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja 2025
2502030
Lögð fram fundargerð 51. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 13.02.25
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
9.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2025
2502031
Lögð fram fundargerð 90. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja sem haldinn var 20.02.2025
Lagt fram og Katrínu þakkað fyrir komuna.