Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

420. fundur 19. febrúar 2025 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Bæjarstjóri
  • Ásta Friðriksdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Friðriksdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða um að taka inn mál nr. 11 á dagskrá, Íþróttahús - lekamál og fyrirbyggjandi aðgerðir. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

1.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2025

2502009

Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að opið samráð stendur nú yfir um áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum, n.tt. 129. gr. laganna um mat á fjárhagslegum áhrifum lagafrumvarpa á sveitarfélög. Markmiðið með lagabreytingunni er að bæta gæði endanlegs áhrifamats á sveitarfélög og leggja til leiðir til að skera úr um ágreining ríkis og sveitarfélaga vegna kostnaðarauka sveitarfélaga.



Frestur til að skila inn umsögn um áformin er til og með 17. febrúar nk.
Afgreiðsla:

Lagt fram

2.Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga

2104141

Lagt fram bréf frá ráðherra samgangna og sveitarstjórnarmála, dags 7. febrúar 2025, í tengslum við óformlegar sameiningarviðræður sveitarfélaga.
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela oddvitum D, E og L lista og bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

3.Minnisblað um vinnustyttingu kennara 2025-2026

2502018

Lagt fram minnisblað um vinnustyttingu kennara 2025-2026 frá Hilmari Agli Sveinbjörnssyni skólastjóra Stóru-Vogaskóla.
Afgreiðsla:

Bæjarstóra falið að vinna að málinu með fræðsluþjónustu og skjólastjóra.

4.Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2

2104113

Lagður fram úrskurður í máli nr. 1003/2024 þann 3. febrúar 2025 í Landsrétti í tengslum við framkvæmdaleyfi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri fer yfir stöðu kærumála í tengslum við framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2
Afgreiðsla:

Lagt fram

5.Þjóðlendumál eyjar og sker

2501007

Lögð fram kröfulýsing sveitarfélagsins til Óbyggðanefndar vegna endurskoðaðra þjóðlendukrafna fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins vegna eyja og skerja umhverfis landið
Afgreiðsla:

Lagt fram

6.Málefni Grindavíkur

2401065

Lagt fram til kynningar erindi bæjarstjóra til Jöfnunarsjóðs, dags 18.2.2025.
Afgreiðsla:
Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að íslenska ríkið styðji við sveitarfélagið, sem hefur tekið á móti hlutfalleslega flestum Grindvíkingum miðað við íbúafjölda. Umtalsverð fjölgun íbúa, umfram það sem áætlað var, setur sveitarfélagið í þrönga stöðu varðandi áform um uppbyggingu innviða.

7.Lánasjóður sveitarfélaga - auglýsing eftir framboðum í stjórn 2025

2502017

Bréf frá tilnefningarnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., dags. 11. febrúar 2025, þar sem auglýst er eftir framboðum til stjórnar og varastjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga.

Frestur til að skila framboðum eða tilnefningum til tilnefningarnefndar rennur út kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 24. febrúar 2025.
Afgreiðsla:

Lagt fram

8.Lóðarleigusamningar fyrir hesthúsahverfi

2501006

Lögð fram að nýju drög að nýjum lóðarleigusamningum í hesthúsahverfi auk minnisblaðs verkefnastjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði situr fundinn undir þessum dagskrárlið
Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögur að nýjum lóðaleigusamningum í hesthúsahverfi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

9.Gagnaveitan - samningur um aðstöðu og búnað - ljósleiðaravæðing þéttbýlis

2110006

Farið yfir samning um aðstöðu í íþróttahúsi. Sviðsstjóri umhverfis - og skipulagssviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:

Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs er falið að vinna málið áfram.

10.Samkomulag - Hafnargata 101

2412009

Lögð fram drög að samkomulagi um uppbyggingu við Hafnargötu 101. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.



Birgir Örn Ólafsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:

Bæjarráð samþykkir samhljóða drög að samningi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

11.Íþróttahús - lekamál og fyrirbyggjandi aðgerðir

2501036

Tekið fyrir að nýju lekamál í íþróttamiðstöð og fyrirbyggjandi aðgerðir. Lagðar fram tillögur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs varðandi úrbætur
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir samhljóð tillögu 2 í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að útbúa viðauka.

12.Beiðni um umsögn v. rekstrarleyfis - Skipholt

2502010

Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir rekstur gististaðar í flokki II - C minna gistiheimili - fyrir Skipholt á Vatnsleysuströnd.
Afgreiðsla:

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II - C minna gistiheimili sem er samkvæmt skipulagi svæðisins.

13.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024

2401059

Lögð fram fundargerð 468. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 06.12.2024.
Afgreiðsla:

Lagt fram

14.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2025

2502001

Lögð fram fundargerð 469. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 24.01.2025
Afgreiðsla:

Lagt fram

15.Fundargerðir HES 2025

2502007

Lögð fram fundargerð 315.fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem haldinn var 29.01.2025
Afgreiðsla:

Lagt fram

16.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

2502014

Lagðar fram fundargerðir 961., 962. og 963. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Afgreiðsla:

Lagt fram

17.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2025

2501016

Lögð fram fundargerð 809. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 12.02.2025.
Afgreiðsla:

Lagt fram

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?