Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

419. fundur 06. febrúar 2025 kl. 17:00 - 18:48 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásta Friðriksdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Friðriksdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Úrsögn Grindavíkurbæjar úr samningi um rekstur sameiginlegra þjónustuúrræða í þágu fatlaðs fólks á Suðurnesjum

2412027

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur bæjarráðs Grindavíkurbæjar frá 14. janúar 2025 og bæjarráðs Suðurnesjabæjar 17. janúar 2025 varðandi uppsögn og uppsagnarfrest Grindavíkurbæjar úr sameiginlegum þjónustuúrræðum sveitarfélaga á Suðurnesjum í þágu fatlaðs fólks.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð telur rétt að uppsagnarfrestur samningsins sé virtur og vísar í bókun sína frá bæjarráðsfundi nr. 417, dags. 8. janúar 2025.

2.Rekstrar- og fjárfestingayfirlit 2024

2406086

Lagt fram yfirlit með lokastöðu kostnaðar í framkvæmdaáætlun 2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

3.Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál

2501034

Lagður fram úrskurður ÚNU í kæru Reykjaprent sem kveðinn var upp 29.01.2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

4.Endurhönnun á leið 87 og leiðarkerfis landsbyggðarvagna

2501003

Lögð fram drög að nýrri tímatöflu leiðar 87, athugasemdir við tímatöfluna auk kynningar og fundargerðar frá fundi Vegagerðarinnar með hagaðilum þann 21. janúar 2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

5.Lóðarleigusamningar fyrir hesthúsahverfi

2501006

Lögð fram drög að nýjum lóðarleigusamningum í hesthúsahverfi auk minnisblaðs verkefnastjóra umhverfis- og skipulagssviðs.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Málinu er frestað

6.Mönnun á bæjarskrifstofu

2501014

Tekið fyrir að nýju tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um nýtt stöðugildi á bæjarskrifstofu.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Málinu er frestað

7.Íþróttahús - lekamál og fyrirbyggjandi aðgerðir

2501036

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna leka í íþróttahúsi.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð harmar að ítrekað skuli vera lekamál í Íþróttamiðstöð og samþykkir að farið verði í frekari fyrirbyggjandi aðgerðir eins fljótt og auðið er.
Bæjarráð felur sviðsstjora umhverfis- og skipulagssviðs að koma með tillögur að úrbótum fyrir næsta fund bæjarráðs.

8.Narfakot Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokk II

2410018

Sýslumaður leitar umsagnar sveitarfélagsins vegna rekstrarleyfis fyrir sölu gistingar í Narfakoti. Um er að ræða endurnýjun á leyfi.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II - C minna gistiheimili sem er samkvæmt skipulagi svæðisins.

9.Fundargerðir stjórnar Kölku 2025

2501033

Lögð fram fundargerð 565. fundar stjórnar Kölku sem haldinn var 14.01.2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:48.

Getum við bætt efni síðunnar?