2412027
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur bæjarráðs Grindavíkurbæjar frá 14. janúar 2025 og bæjarráðs Suðurnesjabæjar 17. janúar 2025 varðandi uppsögn og uppsagnarfrest Grindavíkurbæjar úr sameiginlegum þjónustuúrræðum sveitarfélaga á Suðurnesjum í þágu fatlaðs fólks.
Bæjarráð telur rétt að uppsagnarfrestur samningsins sé virtur og vísar í bókun sína frá bæjarráðsfundi nr. 417, dags. 8. janúar 2025.