207. fundur
02. mars 2016 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Bergur Álfþórssonformaður
Ingþór Guðmundssonvaraformaður
Björn Sæbjörnssonaðalmaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonáheyrnarfulltrúi
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóriritari
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
Fulltrúar Hrafnistu ásamt formanni DS eru gestir fundarins, þeir mæta kl. 07:30
1.Nýting íþróttahúss
1602091
Möguleg notkun barna á grunnskólaaldri á sal íþróttamiðtöðvar
Minnisblað bæjarstjóra dags. 29.02.2016 ásamt minnisblaði Frístunda- og menningarfulltrúa dags. 29.02.2016. Í minnisblöðunum er fjallað um þann möguleika á að nýta óbókaða tíma í íþróttamiðstöð fyrir börn á grunnskólaaldri, þ.e. að þau hafi aðgang að salnum til leikja o.fl. Bæjarráð samþykkir að forstöðumanni íþróttamannvirkja verði falið að útfæra hugmyndina og auglýsa lausa tíma til afnota fyrir börn á grunnskólaaldri.
2.Fundargerðir S.S.S. 2016
1601036
Fundargerð 700. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, frá 17.02.2016.
Fundargerð 700. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, frá 17.02.2016.
Fundargerð 467. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, frá 11.02.2016.
Fundargerð 467. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, frá 11.02.2016. Bæjarráð fagnar því sem fram kemur í fundargerðinni er varðar áform um flokkun sorps á svæðinu.
Fundargerðin lögð fram.
4.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2016.
1602069
Fundargerð stjórnar DS frá 09.02.2016, ásamt umsókn í framkvæmdasjó 2016.
Fundargerð stjórnar DS frá 09.02.2016, ásamt umsókn í framkvæmdasjóð 2016. Bæjarráð felur bæjarstjóra útfærslu á mögulegu tilboði vegna Garðvangs. Málið verður á dagskrá næsta fundar bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir fjárframlag fyrir sitt leyti til Hlévangs vegna nauðsynlegra aðgerða til að mæta athugasemdum eldvarnareftirlits.
Fundargerðin lögð fram.
5.Fundir Brunavarna Suðurnesja bs. 2016.
1601037
Fundargerð 8. fundar stjórnar BS frá 05.02.2016
Fundargerð 8. fundar stjórnar BS frá 05.02.2016.
Fundargerðin lögð fram.
6.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2016
1602083
Fundargerð 17. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja frá 17.02.2016
Fundargerð 17. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja frá 17.02.2016
Fundargerðin lögð fram.
7.Til umsagnar 458. mál frá nefndasviði Alþingis
1602077
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 458. mál
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 458. mál.
Lagt fram.
8.Til umsagnar 328. mál frá nefndasviði Alþingis
1602073
Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, 328. mál.
Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, 328. mál.
Lagt fram.
9.Frá nefndasviði Alþingis - 296. mál til umsagnar.
1602088
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 296. mál.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 296. mál.
Lagt fram.
10.Frá nefndasviði Alþingis - 219. mál til umsagnar.
1602087
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), 219. mál.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), 219. mál.
Lagt fram.
11.Frá nefndasviði Alþingis - 150. mál til umsagnar.
1602086
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi, 150. mál.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi, 150. mál.
Lagt fram.
12.Kæra nr: 41/2015 Kæra vegna ákvörðunar Sveitarf. Voga að veita framkvæmdaleyfi til Landsnets hf. vegna lagningar Suðurnesjalínu 2.
1506006
Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness frá 10.02.2016 hefur nú verið kærður til Hæstaréttar.
Tölvupóstur Ívars Pálssonar hrl. dags. 19.02.2016, þar sem fram kemur að úrskurður Héraðsdóms Reykjaness hefur verið kærður til Hæstaréttar. Afrit kærunnar, dags. 17.02.2016, fylgir með.
Lagt fram.
13.Skólasafn í Norðurkoti-Styrkumsókn
1602047
Umsókn Minjafélag Vatnsleysustrandarhrepps um styrk til Skólasafns í Norðurkoti. Frestun frá síðasta fundi.
Erindi Minja- og sögufélags Vatnsleysustrandar dags. 04.02.2016, umsókn um styrk að fjárhæð kr. 300.000 vegna uppsetningar og opnunar á skólasafni í gamla skólahúsnu Norðurkoti. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 100.000. Fjárveitingin bókast á lið 0589-9991.
14.Skjaldbreið-Styrkumsókn
1602048
Umsókn Minjafélag Vatnsleysustrandarhrepps um styrk vegna endurnýjunar Skjaldbreiðar. Frestun frá síðasta fundi.
Erindi Minja- og sögufélags Vatnsleysustrandar dags. 04.02.2016, umsókn um styrk að fjárhæð kr. 500.000 til endurbyggingar á þaki og göflum á hlöðunni Skjaldbreið á Kálfatjörn. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 160.000. Fjárveitingin bókast á lið 0589-9991
15.Húsnæðismál grunnskólans
1404060
Áframhald umfjöllunar um húsnæðismál grunnskólans, þ.m.t. skoðun á þeim möguleika að flytja Staðarborg (færanlega kennslustofu) af lóð leikskólans á lóð grunnskólans.
Áframhald umfjöllunar um húsnæðismál grunnskólans, þ.m.t. skoðun á þeim möguleika að sltyja Staðarborg (færanlega kennslustofu) af lóð leikskólans á lóð grunnskólans. Fram kemur í gögnum málsins að áætlaður kostnaður vegna flutnings kennslustofunnar sé á a.m.k. 2 - 3 m.kr., þ.e. flutningur af leikskólalóð og frágangur, ásamt frágangi undirstaðna og tengingu við lagnir á skólalóð. Bæjarráð samþykkir að óska eftir tilboði í flutning færanlegu kennslustofunnar ásamt kostnað við að setja hana niður og tengja við lagnir á skólalóðinni. Bæjarráð samþykkir einnig að fela bæjarstjóra að kanna möguleika á því að unnin verði úttekt á húsnæðismálum grunnskólans af óháðum aðila.
16.Þorpið - ný búsetulausn
1602063
Tillaga Björns Jóhannssonar ásamt samstarfsaðilum um Þorpið - nýja búsetulausn, og hugmyndir um að koma slíkri lausn fyrir á miðbæjarsvæðinu.
Erindi Björns Jóhannssonar landslagsarkitekts ásamt samstarfsaðilum, um Þorpið - nýja búsetulausn. Með erindinu fylgir stutt kynning á verkefninu, sem gengur út á útfæra búsetukjarna á miðbæjarsvæðinu m.v. fyrirliggjandi deiliskipulag.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið.
17.Samstarfssamningur um uppbyggingu ímyndar Reykjaness
1602082
Samstarfssamningur SSS og Sveitarfélagsins Voga um uppbyggingu ímyndar Reykjaness, ásamt kynningu.
Erindi Markaðsstofu Reykjaness dags. 19.02.2016. Með erindinu fylgja drög að samstarfssamningi sveitarfélagsins vegna þátttöku í ímyndaverkefnis Reykjaness. Einnig fylgir með kynning á verkefninu unnin af HN Markaðssamskiptum.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
18.Framtíð Hlévangs
1602084
Erindi Hrafnistu um framtíð Hlévangs, ásamt samstarfssamningi við DS vegna Hléavangs.
Erindi Hrafnistu dags. 21.02.2016 um framtíð Hlévangs. Gestir fundarins undir þessum lið eru Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna, Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Hlévangi og Eysteinn Eyjólfsson, formaður stjórnar DS. Gestir fundarins fylgdu erindinu eftir og kynntu nánar á fundinum. Málið kynnt og rætt.
19.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs Sveitarfélaga
1602085
Kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga auglýsir eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 22.02.2016, auglýst eftir framboðum í stjórn sjóðsins. Frestur til að skila inn framboði er til 7. mars 2016.
Lagt fram.
20.Styrktarsjóður EBÍ 2016
1602089
Erindi EBÍ ásamt reglum fyrir styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfrestur um styrki er til loka apríl 2016.
Erindi EBÍ (Eignarhaldsfélagsins Brunabótarfélag Íslands) um styrktarsjóð, dags. 22.02.2016. Með erindinu fylgja úthlutunarreglur sjóðsins, þar sem m.a. kemur fram að umsóknarfrestur er til loka aprílmánaðar.
Lagt fram.
21.Starfsáætlun Þekkingarsetur Suðurnesja.
1602076
Starfsáætlun Þekkingarseturs Suðurnesja fyrir árið 2016