Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

416. fundur 09. desember 2024 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá

1.Innleiðing breytinga á stjórnskipulagi, ráðning sviðsstjóra

2405001

Lögð fram bókun bæjarráðs Suðurnesjabæjar dags 5.12.2024 vegna beiðnar bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga um stöðugildi sviðsstjóra fjölskyldusviðs Voga í samrekstur sveitarfélaganna á sviði félagsþjónustu og fræðslumála.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna að málinu áfram með bæjarstjóra Suðurnesjabæjar.

2.Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

2407024

Lögð fram fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2025 og langtímaáætlun 2026-2028. Ásta Friðriksdóttir, verkefnastjóri reikningshalds og umbóta situr undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2024

2404069

Lögð fram fundargerð 54. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja sem haldinn var 28.11.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

4.Fundargerðir HES 2024

2401025

Lögð fram fundargerð 314. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem haldinn var 05.12.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?