Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

415. fundur 04. desember 2024 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Starfandi bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir starfandi bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bréf til hlutfhafa í Eignarhaldsfélagi Suðurnesja

2411038

Lagt fram bréf frá stjórn til hluthafa í Eignarhaldsfélagi Suðurnesja ásamt bréfi frá fjármála- og efnahagsráðuneytis vegna óskar ríkissjóðs um að selja hlut sinn í félaginu.
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram.

2.Tillaga að breytingu á auglýsingu um friðlýsingu Reykjanesfólkvangs

2411041

Lögð fram tillaga að breytingu á auglýsingu um friðlýsingu Reykjanesfólkvangs.

Tillaga þessi er send öllum sveitarfélögum sem hafa átt fulltrúa í stjórn Reykjanesfólkvangs.
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram.

3.Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga

2104141

Lagt fram til kynningar minnisblað með niðurstöðum verkefnastjórnar um óformlegar sameiningarviðræður.
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram.

4.Ráðning bæjarstjóra síðari hluta kjörtímabils 2022 - 2026

2411045

Lagður fram undirritaður ráðningarsamningur við Guðrúnu P. Ólafsdóttur, dags. 4.12.2024, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagðan ráðningarsamning samhljóða og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarráð þakkar við þessi tímamót Guðrúnu fyrir vel unnin störf og bindur vonir við áframhaldandi farsæla samvinnu.

5.Stofn- og aðbúnaðarstyrkir dagforeldra

2411040

Lögð fram drög að reglum um stofn- og aðbúnaðarstyrki dagforeldra auk minnisblaðs verkefnastjóra á mennta- og tómstundasviði Suðurnesjabæjar
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir framlögð drög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

6.Styrkbeiðni 2024

2412001

Lögð fram styrkbeiðni frá Velferðasjóði Voga
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að styrkja Kálfatjarnarsókn, Kvenfélagið Fjólu og Lionsklúbbinn Keili um 205 þúsund sem dreifist jafnt til viðkomandi aðila til að styðja við félagsstarf þeirra.

7.Neyðarstjórn - erindisbréf

2311013

Lagt fram uppfært erindisbréf neyðarstjórnar.
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að erindisbréfi.

8.Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

2407024

Lögð fram starfsáætlun sviðsstjóra velferðarsviðs 2025 og vinnugögn í tengslum við fjárhagsáætlun 2025-2028.

Ásta Friðriksdóttir, verkefnastjóri reikningshalds og umbóta sat undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram.

9.Samningur um launavinnslu

2412002

Lögð fram drög að framlengingu launavinnslusamnings við Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlögð drög og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

2401038

Lögð fram fundargerð 955. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélag sem haldinn var 15.11.2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

11.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024

2401059

Lögð fram fundargerð 467.fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 11.11.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

12.Fundargerðir SSKS 2024

2411034

Lögð fram fundargerð 77. fundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem haldinn var 13.11.2024.

Þetta er í fyrsta sinn sem fundargerð er send til aðildarfélaga en eldri fundargerðir má finna á heimasíðu

samtakanna ssks.is
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

13.Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 2024

2411035

Lögð fram fundargerð aðalfundar SSKS sem haldin var 09.10.2024. Einnig er skýrsla frá EFLU um þróun raforkuverðs jan.2005 - feb.2024.

Vinsamlega athugið að það er mjög mikilvægt að aðildarsveitarfélög deili EKKI skýrslunni og birti hana ekki á heimasíðum sínum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

14.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

2401038

Lagðar fram fundargerðir 956. fundar sem haldinn var 20.11.2024 og 957. fundar sem haldinn var 22.11.2024 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

15.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2024

2403005

Lögð fram fundargerð 88. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja sem haldinn var 21.11.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

16.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja 2024

2403037

Lögð fram fundargerð 50. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 14.11.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

17.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

2401038

Lögð fram fundargerð 958. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 24.11.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?